27. janúar 2011

Hjólavagninn


Nú er vagninn tilbúinn og búið að fara í fyrstu prufuferð.

Við settum fullt af drasli í töskuna sem samtals voru 13 kg að þyngt og tókum einn hring um hverfið. Hann virkaði vel, maður finnur aðeins fyrir þyngdinni og þegar farið er upp eða niður kanta þá kippir örlítið í, en ekkert sem getur talist óvenjulegt eða öðruvísi en búast mætti við.
Það var ekkert mál að beygja hvort sem ég fór frekar hratt í beygjuna eða hægt. Gat ekki fundið að hann væri að toga mig til hliðana. Svo ég er mjög bjartsýn á að hann nýtist vel.

Stefni á að hlaða endurvinnslupappir á hann í dag og hjóla niður í gám til að reyna hann frekar. Það er helst þegar hann er tómur sem maður þarf að gæta sín því hann vill skoppa, hann er það léttur.

2 ummæli:

Árni sagði...

Flottur. Til hamingju.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Takk :)

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...