29. mars 2011

Ýmislegt




Eyrún vann þrenn verðlaun á Íslandsmóti unglinga í borðtennis og varði þannig titlana sína frá síðasta ári. Leikirnir voru æsispennandi og réðust ekki fyrr en á fimmtu-lotu (spilað var um 3 unnar lotur) sem gerði þá ennþá skemmtilegri að horfa á.


Fyrir um viku setti ég niður sumarblómafræ í mold, tvær tegundir og strax eru sprotar farnir að stinga sér upp úr moldinni. Önnur tegundin var nokkrum dögum á undan hinni.


Svo lauk ég við að prjóna og ganga frá peysu um helgina og hér er afraksturinn. Hún varð nú aðeins stærri en ég hafði ætlað mér, en uppskriftin er að peysu með stuttum ermum en ég vildi hafa ermarnar heilar og bætti því við nokkrum munstur einingum, þær voru bara aðeins of magrar. En ég ætti nú samt vel að geta notað peysuna. Kannski, ef ég nenni þá tek ég eitt munstur framan af ermunum.

1 ummæli:

Eyrún sagði...

Já fínn póstur hjá þér! Flott mynd af mér, plöntunum og peysunni. Og mér finnst peysan alveg æðisleg, hún er ekkert of síð neitt! Fer þér vel!

-Eyrún

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...