Í morgun var ég 35 mín á leið í vinnuna (þessa sömu leið hef ég verið að hjóla á rétt rúmum 20 mín undanfarið). Enda var færðin á stígunum almennt mjög slæm. Í gær var snjókoma um morguninn sem smámsaman breyttist í slyddu og síðan rigningu. Í morgun sást að snjóað hafði í nótt. Þetta leiddi til þess að færðin var afleit þar sem ekki var búið að skafa.
Það voru 5 hjólreiðamenn sem ég sá til í morgun og 3 þeirra hjóluðu á götunni þar sem maður er almennt ekki vanur að sjá hjólreiðamenn. Sá fyrsti hjólaði eftir Suðurlandsbrautinni og hinir tveir eftir Grensásveginum (í sitt hvora áttina), annar þeirra var með kerru í eftirdragi. Á nokkrum stöðum apaði ég eftir þeim þar sem ég gafst upp á að puðast eftir stígunum. En sumstaðar var þó búið að skafa.
Á myndinni sést leiðin sem ég hjólaði og hef ég litað hana eftir kúnstarinnar reglum.
Litirnir tákna:
Grænn: Búið að skafa stíginn og hann greiðfær
Rauður: Ekki búið að skafa og stígurinn illfær
Fjólublár: Hjólaði á götunni (með hjartað í buxunum á Miklubrautinni a.m.k.)
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hjóla á Miklubrautinni, en ég hef hjólað eftir Sæbraut og það var ekki eins mikið mál og ég bjóst við. Akgreinar þar eru nokkuð breiðar og ökumenn sýndu tillitsemi. En núna, þó ég hjólaði eftir strætóakgrein á Miklubrautinni þá fannst mér bílarnir vera mjög ógnandi og mér leið verulega illa. Maður finnur líka mikið fyrir menguninni af bílunum og mér leið ekki vel að anda að mér því ógeði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Þú ert velkomin með á laugardagsmorgnum ef þú hefur tíma.
http://www.lhm.is/lhm/frettir/561-samgoenguhjolreiear-a-laugardagsmorgnum-fra-hlemmi
Ég hef nú oft ætlað mér að koma, en svo er eitthvað sem dregur úr og oft er maður upptekinn við eitthvað annað.
En vonandi læt ég verða af því að hjóla með ykkur fljótlega þó ég komist ekki næsta laugardag.
Skrifa ummæli