3. maí 2011

Hjólafréttir.

Fyrsti hjólreiðamaðurinn sem ég sá í morgun var Þórhallur stóri bróðir á racernum sínum. Glæsileg sjón þar sem hann þeystist áfram. Ég er hinsvegar enn á nagladekkjunum en get vonandi eftir vinnu í dag skipt um dekk.


Á morgun hefst átakið Hjólað í vinnuna þá má búast við aukningu af hjólafólki á stígum og götum.

Það verður spennandi að sjá hversu mikil fjölgunin verður en ég hef tekið saman smá tölfræði yfir fjölda hjólreiðamanna sem ég sé á morgnana á leið minni til vinnu það sem af er þessu ári.

Ég hjóla milli kl. 7.30 og 8.00 og oftast eftir Sæbrautinni, en þó í vetur töluvert líka eftir Miklubrautinni þar sem verið var að breyta gatnamótunum hjá Hörpunni.

Í janúar hjólaði ég 18x til vinnu og sá að meðaltali 5,3 hjólreiðamenn á dag. Fæst voru það 1 á dag og mest 11 (og það 2x).

Í febrúar hjólaði ég 15x til vinnu og sá að meðaltali 5,1 hjólreiðamann á dag. Fæst voru það 1 og mest 10.

Í mars hjólaði ég 18x til vinnu og sá að meðaltali 3,2 hjólreiðamenn. Fæst voru það 0 (eða enginn) og mest 7, en mars var frekar snjóþungur og erfiður veðurlega séð.
Í apríl hjólaði ég 18x til vinnu og sá að meðaltali 5,7 hjólreiðamenn á dag. Fæst voru það 1 hjólreiðamaður og mest 10.




Af einhverri ástæðu hef ég talið hjólreiðamenn sem ég sé á leið minni til vinnu á morgnana, en ég byrjaði ekki að skrá það niður markvisst fyrr en á síðasta ári. Núna auðvitað vildi ég óska að ég hefði gert það því mér þykir ákaflega gaman að skoða svona tölfræði og hefði verið gaman að geta borið árin saman. En þó má sjá að töluvert fleiri voru að hjóla fyrstu mánuði ársins 2011 en 2010 (sjá þessa færslu)

2 ummæli:

Árni Davíðsson sagði...

Sæl

Sérðu einhvern mun á fjölda eftir því hvora leiðina þú ferð?

kv.
Árni Davíðsson

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Um vetur finnst mér ekki breyta hvora leiðina ég fer, fjöldinn er svipaður. En á sumrin finnst mér ég sjá fleiri við Miklubrautina.

Hinsvegar hefur hjólreiðamönnum almennt fjölgað bæði sumar og vetur (ég hef sjálf aðeins hjólað í 3 vetur en það hefur orðið mikil fjölgun frá fyrsa vetrinum sem ég hjólaði).

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...