18. maí 2011

Kaffitjöld átaksins Hjólað í vinnuna

Í morgun hjólaði ég við í kaffitjaldinu við Sæbraut, fékk smá kaffisopa, loft í dekkin og olíu á keðjuna. Það var virkilega gaman að fá þetta tækifæri til að rétt svo stoppa og spjalla pínu og sjá hina hjólreiðamennina, sem voru extra margir þennan morgun. Mig grunar að menn hafi farið úr leið til að kíkja við í kaffitjaldinu (sem er bara gott) því ég sá a.m.k.31 hjólreiðamann í morgun (fyrra met ársins var 21), og það gætu vel hafa verið fleiri því ég ruglaðist aðeins í talningunni í kaffistoppinu.
Hefði verið gaman að hitta Guðmund og Sigrúnu (fólk sem ég mæti reglulega á hjólum á morgnana og ég hef gefið þeim þessi fallegu nöfn - þar til annað kemur í ljós), en Guðmundur vildi ekki stoppa og ég sá ekkert til Sigrúnar.
Skemmtileg tilbreytni að fá svona smá kaffistopp á miðri leið.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...