Hjólaði
samtals 351 km í mánuðinum. Þar af 245 til og frá vinnu og 106 í annarskonar
erindi (mest ferðir á kóræfingu).
Hjólaði alla 23 vinnudagana í mánuðinum til og frá vinnu.
Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 15 á heimleiðinni. Mest taldi ég 18 til vinnu og 35 á heimleiðinni og fæst voru það 3 til vinnu og 6 á leiðinni heim. Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu margir eru enn að hjóla og hvað menn eru fljótir að draga fram hjólið um leið og hlýnar aðeins eða sólin lætur sjá sig. En þegar ég taldi þessa 35 á heimleiðinni þá var hvorki sól eða hlýtt. En ég fór Suðurlandsbrautina og síðan í gegnum Laugardalinn og þar voru margir á ferli, sérstaklega í Laugardalnum þar sem margir krakkar voru að fara til og frá tómstundum á hjólunum sínum.
Hjólaði alla 23 vinnudagana í mánuðinum til og frá vinnu.
Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 15 á heimleiðinni. Mest taldi ég 18 til vinnu og 35 á heimleiðinni og fæst voru það 3 til vinnu og 6 á leiðinni heim. Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu margir eru enn að hjóla og hvað menn eru fljótir að draga fram hjólið um leið og hlýnar aðeins eða sólin lætur sjá sig. En þegar ég taldi þessa 35 á heimleiðinni þá var hvorki sól eða hlýtt. En ég fór Suðurlandsbrautina og síðan í gegnum Laugardalinn og þar voru margir á ferli, sérstaklega í Laugardalnum þar sem margir krakkar voru að fara til og frá tómstundum á hjólunum sínum.
Veturinn er genginn í garð og hitinn almennt um frostmark á morgnana. Það er myrkur þegar ég legg af stað og þegar hitastigið er um -3° eða meira þá borgar sig að vera með tvöfalda vettlinga en það fann ég út einn morguninn þegar ég mér fannst fingurnir vera að detta af vegna kulda. Skrítið hvernig maður virðist verða að læra þetta upp á nýtt hvert einasta haust.
Nagladekkin fóru undir hjólið að kvöldi 7. október. Þá var spáð snjókomu daginn eftir sem gekk eftir en snjórinn var farinn seinni part dags síðan þá hefur varla verið þörf á nöglunum. En marrið í þeim lætur aðra vegfarendur vita af því að ég er að nálgast og er það vel. Fólk virðist almennt ekki heyra í bjöllunni, kannski er ég ekki nógu ákveðin á hringingunum eða hringi ekki nógu oft?
En það er alltaf jafn yndislegt að hjóla. Flesta daga hefur veðrið verið milt þó einhverja daga inn á milli hafi blásið hressilega. Þá er málið að finna sér skjólbetri leið, leggja fyrr af stað og njólta þess að hafa orkuna sem þarf til að berjast á móti vindinum - nú eða njóta þess að hafa hann í bakið og láta hann ýta sér áfram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli