Núna þegar alveg er myrkvað á morgnana skipta ljósin miklu máli. Maður sér nokkuð margar útgáfur af ljósum sem notuð eru og er það mín persónulega skoðun að blikkljós vekja mesta athygli og fyrr en stöðug ljós (þó ég sé sjálf ekki með blikkandi ljós að framan, en hugsa alltaf af ég ætti nú kannski að fá mér eitt slíkt og hafa með stöðuga ljósinu).
En það er eitt hjól sem ég mæti af og til á morgnana sem er með rautt blikkandi ljós bæði að framan og aftan og það er verulega óþægilegt að mæta því. Af því að maður gerir ráð fyrir því að rautt blikkandi ljós sé aftan á hjóli og það ruglar skynjunina hjá manni og seinkar vitundinni um að hjólið færist að en ekki frá. Þetta er bara vont, vona að viðkomandi fái sér hvítt ljós til að hafa framan á hjólinu fljótlega.
14. nóvember 2013
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli