18. nóvember 2013

Snjór í Reykjavík


Ætlaði varla að trúa því hvað ég sá marga á hjóli í morgun.  Færðin var frekar erfið enda hafði snjóað um helgina og sumstaðar ekkert verið skafið.  Ég þurfti að snúa við  og fara til baka aftur yfir Sæbraut þar sem ég komst ekki áfram á stígnum út af snjónum, ég bara spólaði (sá þó för eftir 5 eða 6 hjól svo einhverjir geta hjólað í þessu).  Fór sem sagt aftur til baka yfir Sæbrautina og hjólaði í staðin strætó leiðina fram hjá Laugarásbíói og áfram á götunni að Íslandsbanka og fór þar yfir Sæbrautina aftur.  Stígurinn þar hafði eitthvað verið skafinn um helgina og svo þegar komið var fram hjá Kringlumýrarbrautinni var enn minni snjór, þó ekki geti ég sagt að það hafi verið greiðfært eða það væri augljóst að búið væri að skafa.  En það voru för eftir dekk af snjóruðningstæki svo það hafði einhverntíman farið þar um.

En þrátt fyrir þessa erfiðu færð sá ég 14 á hjóli.  Þar af einn ljóslausan, en flestir aðrir eru í fullum skrúða, þ.e. með ljós og í endurskinsvestum eða sambærilegu.  Ég var 12 mínútum lengur á leiðinni en venjulega (og þar sem ég er venjulega um 20 mín þá er það töluverð aukning).

Ætli borgin sé búin að breyta hreinsiáætlun út af Suðurlandsbraut-Laugavegur hjólastígnum og að nú sé hann í aðalforgang en ekki lengur stígurinn við Sæbraut frá Kringlumýrarbraut að Hörpu?

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...