25. mars 2014

Munur á mótvindi og meðvindi 11 mín.



Í gær var ég rétt tæpar 29 mínútur að hjóla heim.  Þá var mótvindur og rigning.

Í dag fór ég sömu leið heim og var rétt um 17 og 1/2 mín á leiðinni lítill vindur og með mér, engin rigning.  Það munar um vindinn get ég sagt ykkur.

13. mars 2014

Carmina Burana eftir Carl Orff

Er að fara að flytja þetta verk um helgina.  Hérna er skemmtileg uppfærsla á því sett í leikrænan búning.  Frábært verk sem fjallar um nautnir, ástir, náttúruna, drykkju og át og fleira.  Okkar uppsetning er minni í sniðum varðandi hljóðfæri en hljómsveitin samanstendur af tveimur flyglum og slagverki allskonar.  Í dag æfum við í fyrst skipti með hljómsveit og einsöngvurum, hlakka til.

8. mars 2014

Fékk töluvpóst frá endomondo.  Inni í þessu er smávægilegt labbi/skokk.
Gaman að þessu.

6. mars 2014

Það snjóar

Svona leit hjólið út (komið inn í skúr) eftir að hjóla heim, reyndar er ég búin að banka svolítið af snjónum af.  En mesti snjórinn var þó hér heima við húsið því búið er að hreinsa stígana og göturnar sem ég ferðast eftir.

1. mars 2014

Hjólað í febrúar 2014

Hjólaði samtals 262 km í mánuðinum, þar af 216 km til og frá vinnu og 46 km í annað.  Hjólaði alla 20 vinnudagana í mánuðinum til og frá vinnu.
Sá að meðaltali 6 á hjóli á dag til vinnu og 8 á heimleið. Mest taldi ég 8 til vinnu og 24 á heimleiðinni, nei ég er ekki að misrita.  Einn daginn er nefninlega hjólahópur af ferðamönnum á sömu leið og ég á sama tíma, ef ég tel þau ekki með þá sá ég mest 16 og fæst voru það 1 til vinnu og 2 á leiðinni heim.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...