28. maí 2015

Geymi hjólið úti og er óróleg


Þarf þessa dagana að geyma hjólið mitt úti á meðan ég er í vinnunni.  Vegna breytinga er fullt af dóti og drasli á staðnum þar sem ég hef hjólið vanalega (en það verður vonandi fjarlægt fljótlega).  Nú er ég alltaf að kíkja út um gluggann til að fullvissa mig um að hjólið sé enn á sínum stað.
Ég hef einu sinni lent í því að hjólinu var stolið, reyndar var ég þá líka svo heppin að fá hjólið aftur einhverjum vikum seinna.  En þá hafði ég einhvernvegin í fljótfærni ekki læst hjólinu við stöng heldur hékk lásinn bara á stönginni þegar ég kom að sækja það og verndaði ekki eitt né neitt og líklega hefur einhver fótalúinn gripið tækifærið.  Hjólið skilaði sér svo til lögreglunnar sem merkilegt nokk hirta það upp ekki langt frá þáverandi heimili mínu.

Það er ótrúlega vond tilfinning að missa farartækið sitt.  Ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég reyndi það á eigin skinni hversu óþægileg tilfinning það er.  Og gleðin var mikil þegar ég fékk það aftur.

Ps. mig langar í svona körfu framan á hjólið eins og er á hjólinu við hliðina á mínu.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...