12. maí 2015

"The Idaho Stop”

Rakst á þessa áhugaverðu grein á Hjóladagblaðinu er varðar relgur vegfaranda gagnvart umferðarljósum.  Hér er slóðin á greinina sjálfa.

Í Idaho var reglum varðandi umferðarljós breytt árið 1982 hvað varðar hjólandi umferð skv. greininni.  Fyrir hjólandi er rautt ljós eins og stöðvunarskylda og stöðvunarskylda eins og biðskylda.  Þ.e. þegar hjólandi koma að ljósastýrðum gatnamótum og mæta rauðu ljósi þá skulu þeir stoppa og athuga hvort umferð sé um gatnamótin, ef svo er ekki mega þeir halda áfram yfir.  Eins er með stöðvunarskylduna þar skulu hjólandi hægja á sér, en ef óhætt er að halda áfram meiga þeir það án þess að vera að brjóta lög.  Þetta hefur reynst vel í Idaho og ég er nokkuð viss um að þetta mundi virka vel hér hjá okkur líka.

Greinahöfundur ákvað að gera tilraun í sínum heimahögum sem eru í Seattle, hann ákvað að hafa þrjá mánuði sem reynslutíma.  Um árangurinn getið þið lesið í greininni.

(Hef áður póstað um sama efni, sjá hér)

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...