Rakst á þessa áhugaverðu grein á Hjóladagblaðinu er varðar relgur vegfaranda gagnvart umferðarljósum. Hér er slóðin á greinina sjálfa.
Í Idaho var reglum varðandi umferðarljós breytt árið 1982 hvað varðar hjólandi umferð skv. greininni. Fyrir hjólandi er rautt ljós eins og stöðvunarskylda og stöðvunarskylda eins og biðskylda. Þ.e. þegar hjólandi koma að ljósastýrðum gatnamótum og mæta rauðu ljósi þá skulu þeir stoppa og athuga hvort umferð sé um gatnamótin, ef svo er ekki mega þeir halda áfram yfir. Eins er með stöðvunarskylduna þar skulu hjólandi hægja á sér, en ef óhætt er að halda áfram meiga þeir það án þess að vera að brjóta lög. Þetta hefur reynst vel í Idaho og ég er nokkuð viss um að þetta mundi virka vel hér hjá okkur líka.
Greinahöfundur ákvað að gera tilraun í sínum heimahögum sem eru í Seattle, hann ákvað að hafa þrjá mánuði sem reynslutíma. Um árangurinn getið þið lesið í greininni.
(Hef áður póstað um sama efni, sjá hér)
12. maí 2015
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli