Í mánuðinum hjólaði ég samtals 219 km, þar af 163 km til og frá vinnu og 56 km annað.
Hjólaði 15 af 18 vinnudögum mánaðarins til vinnu, páskarnir voru í þessum mánuði og því eru svona fáir vinnudagar. Apríl mánuður var töluvert skemmtilegri en mars og þónokkuð bjartari. Um miðjan mánuðinn skipti ég af vetrarhjólinu yfir á sumarhjólið og vona að ég þurfi ekki meira á vetrarhjólinu að halda í bili. Hitastigið helur sig í kringum frostmarkið en seinni part mánðarins hefur sólin skinið og það munar svo ótrúlega mikið um hana blessaða.
Sá að meðaltali 10 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 19 til vinnu og 20 á heimleiðinni.
Meðalferðahraði í mánuðinum var 15,6 km/klst til vinnu og 15 km/klst heim. Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 19 mín heim. Hraðinn hefur aukist með betri færð, en ég er samt hætt að keppast um hraðann og finnst þessi hraði sem ég er á núna vera fínn. Áður átti ég til að pirra mig á því þegar einhver tók fram úr mér og fór þá í keppnisgírinn, líklegast hef ég róast með aldrinum og kippi mér ekki upp við þetta lengur.
Í mánuðinum fór ég í kórferðalag til Lissabon þar sem nokkuð var um labb, aðallega um miðbæinn. Því miður kveikti ég ekki alltaf á endomondo þegar við fórum út og því vantar mig þegar við fórum upp að kastala heilags Georgs, en hann er ansi hátt uppi og hefði verið gaman að sjá hæðarmuninn. En Lissabon er ansi hæðótt borg og finnst mér allar brekkur hér stuttar og flatar í samanburði, enda sá maður ekki mikið af hjólum í hæðunum en eitthvað af þeim í notkun niðri í bæ.
Bætt við 5.5.2015, póstur frá endomondo:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli