30. september 2015

Ný hjólastæði við Arionbanka

Þurfti að fara í Arionbanka í Borgartúni í gær.  Það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en eitt var þó skemmtilegt við þessa ferð og það var að sjá ný hjólastæði við bankann.  Áður voru svona grindur sem stundum hafa verið kallaðir gjarðabanar.  Hér er allt annað að leggja hjólinu og læsa við þessa boga (man samt ekki eftir því aðhafa séð svona lága boga áður).


29. september 2015

Nagladekkin komin undir vetrarhjólið.

Aftur upplifi ég lúxusinn af því að vera með tvö hjól.  Í gær lét ég setja nagladekkin undir vetrarhjólið (sem er sumarhjól eiginmannsins).  Ég er alveg hætt að nenna því að gera þetta sjálf og sé ekki mikið eftir krónunum sem fara í það að láta annan gera það fyrir mig og jafnvel yfirfara hjólið í leiðinni.  Svo vona ég að ég þurfi sem minnst á vetrarhjólinu að halda í vetur :)

14. september 2015

Falleg hjól

Þurfti að bíða í smá stund rétt hjá Hótel Borg í hádeginu í gær.  Stóðst ekki að taka mynd af þessum fallegu hjólum sem stóðu í hólastæðinu.


Annað hjólið er með stöng og hitt er svona "stíga í gegn"-hjól stundum kallað dömu hjól en mér finnst það nafn ekki eiga við þar sem slík hjól henta öllum og sérstaklega þeim sem eiga erfitt með að sveifla fætinum yfir hnakkinn og það þarf ekki endilga bara að eiga við konur.  Bæði hjólin eru einstaklega glæsileg að mínu mati.

9. september 2015

Eftir óveður

Í nótt var ansi mikið rok hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land.  Í morgun var ég á báðum áttum með hvort ég ætti að hjóla til vinnu, en ákvað svo að láta slag standa og fara af stað.  Ekki sá ég eftir þeirri ákvörðun því þó það væri enn hressilegur vindur þá var hann að mestu í bakið og það á að lægja með deginum (þó von sé á öðrum hvlli í kvöld) svo það ætti að vera þolanlegt að hjóla aftur heim eftir vinnu.
En vegna veðursins þá ákvað ég að hjóla Laugardaginn en þar er töluvert skjóbetra en meðfram sjónum sem ég hjóla annars oftast.  En mér brá óneytanlega þegar ég kom í aspargöngin mlli Húdýragarðsins og Grasagarðsins.  Stígurinn var þakinn greinum og laufi.  Sumar greinar á stærð við lítil tré.  Það verður nóg að gera hjá hreinsunardeildinni í dag.



5. september 2015

Nýr stígur í vinnslu

Fann þennan stíg þegar ég hjólaði heim úr Kópavoginum í vikunni. Komst fljótlega að því að hann var enn í vinnslu, þ.e. á næstu gatnamótum voru gröfur og vinnumenn að grafa upp gamla stíginn.  En fallegur er hann þessi bútur sem er tilbúinn. Hlakka til að hjóla þarna þegar hann er fullgerður.

Stígurinn er við hliðina á útvarpshúsinu.  Fjólabláa línan sýnir hvar stígurinn er og rauði X-inn hvar hann endar og vinnusvæðið hefst,

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...