5. september 2015

Nýr stígur í vinnslu

Fann þennan stíg þegar ég hjólaði heim úr Kópavoginum í vikunni. Komst fljótlega að því að hann var enn í vinnslu, þ.e. á næstu gatnamótum voru gröfur og vinnumenn að grafa upp gamla stíginn.  En fallegur er hann þessi bútur sem er tilbúinn. Hlakka til að hjóla þarna þegar hann er fullgerður.

Stígurinn er við hliðina á útvarpshúsinu.  Fjólabláa línan sýnir hvar stígurinn er og rauði X-inn hvar hann endar og vinnusvæðið hefst,

Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...