20. febrúar 2011

Að eiga ekki bíl.

Chris Hrubesh býr í Atlanta, hann ákvað að hætta að eiga bíl og ferðast nú aðallega á hjóli. Með því að smella HÉR getið þið séð videó þar sem hann segir frá reynslu sinni.
Mér finnst reyndar svolítið skrítið að sjá hann hjóla á akreininni lengst til vinstri, ætli hann upplifi sig minnst fyrir þar?

2 ummæli:

Árni Davíðsson sagði...

Kannski er hann að fara að taka vinstri beygju?

abelinahulda sagði...

Það er tóm vitleysa að eiga bíl í dag. Við látum bílinn standa meira og minna í hlaðinu orðið þar sem við hjólum flestra okkar ferða. það er ekki bara dýrt (og mengandi) að eiga og keyra bíl,heldur er rándýrt að tryggja þá og allir varahlutir eru einnig rándýrir.
Við höfum mikið hugleitt að losa okkur við bílinn og leigja síðan bílaleigubíl þegar okkur vantar í lengri ferðir eða taka leigubíla þegar styttri ferðir er um að ræða. Það má gera ansi oft yfir árið áður en það verður dýrara en að eiga bílinn sjálfur.
En hjólið er alveg frábært ferðatæki og eykur hollustu og ánægju.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...