Chris Hrubesh býr í Atlanta, hann ákvað að hætta að eiga bíl og ferðast nú aðallega á hjóli. Með því að smella HÉR getið þið séð videó þar sem hann segir frá reynslu sinni.
Mér finnst reyndar svolítið skrítið að sjá hann hjóla á akreininni lengst til vinstri, ætli hann upplifi sig minnst fyrir þar?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólað í mars
Hjólaði samtals 157 km í mánuðinum þar af 121 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 23 vinnudögum. Byrjaði mánuðinn að jafna mig eftir veikindi og...


-
Þetta gróðurhús kom til okkar eftir krókaleiðum. Mér skilst að Minna frænka hafi fengið það gefið fyrir a.m.k. ári síðan. Og í vor ætluðu ...
-
Á árinu hjólaði ég a.m.k 2.897 km og var 187 klst og 48 mínútur að því. En ég skráði ekki niður styttri snattferðir sem ég fór hjólandi. Ei...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...

2 ummæli:
Kannski er hann að fara að taka vinstri beygju?
Það er tóm vitleysa að eiga bíl í dag. Við látum bílinn standa meira og minna í hlaðinu orðið þar sem við hjólum flestra okkar ferða. það er ekki bara dýrt (og mengandi) að eiga og keyra bíl,heldur er rándýrt að tryggja þá og allir varahlutir eru einnig rándýrir.
Við höfum mikið hugleitt að losa okkur við bílinn og leigja síðan bílaleigubíl þegar okkur vantar í lengri ferðir eða taka leigubíla þegar styttri ferðir er um að ræða. Það má gera ansi oft yfir árið áður en það verður dýrara en að eiga bílinn sjálfur.
En hjólið er alveg frábært ferðatæki og eykur hollustu og ánægju.
Skrifa ummæli