1. febrúar 2014

Janúar 2014 - hjólasamantekt.

Hjólaði samtals 254,5 km í mánuðinum allt til og frá vinnu þar af 230,5 km til og frá vinnu og 24 km í annað.  Hjólaði 21 af 22 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu, sleppti einum vegna jarðarfarar (þ.e. ég hjólaði ekki heim eftir vinnu og ekki í vinnuna morgunin eftir).
Sá að meðaltali 7 á hjóli á dag bæði til og frá vinnu. Mest taldi ég 14 til vinnu og 12 á heimleiðinni og fæst voru það 2 til vinnu og 1 á leiðinni heim.


Klaki var yfir öllu mestan hluta mánaðarins.  Seinni partinn var hann þó farin að láta undan og stígar orðnir að mestu auðir og þá snjóaði aftur.  En sá snjór virðist ekki ætla að stoppa lengi við.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...