22. febrúar 2014

Gaman að hjóla.

Það er svo mikill munur að hjóla þessa dagana eftir að klakinn og ójafnan er farin af leiðinni sem ég hjóla.  Svo er líka ennþá bjart þegar ég hjóla heim eftir vinnu og óðum styttist í að það verði bjart líka á morgnana.  Sá móta fyrir fjöllunum í gærmorgun og það lofa góðu.

Hlakka til að taka nagladekkin undan hjólinu en það geri ég venjulega í apríl/maí ef ég man rétt.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...