19. febrúar 2014

Óhapp

Féll af hjólinu í gær á leiðinni heim úr vinnu.  Þetta var eins kjánalegt og það getur verið held ég.  Beið á ljósum eftir að fá grænt.  Um leið og það gerist spyrni ég af stað en á sama tíma rek ég endann á stýrinu í staur sem er við hliðina á mér með þeim afleiðingum að stýrið snýst og ég næ ekki áttum og enda í götunni.
Þetta var þó ekki alvarlegra en svo að stuttu seinna stíg ég aftur upp a hjólið og hjóla heim. En mér tókst ekki að bera fyrir mig hendurnar svo ég skrapaði götuna með andlitinu og hlaut af sár á höku og spungna vör.  Annað glerið í gleraugunum mínum rispaðist líka hressliega.  Tveir vegfarendur (annar gangandi hinn á hjóli) litu til með mér hvort allt væri ekki í lagi sem var fallega gert af þeim.

Ef þú lesandi góður skyldir lenda í einhverju svipuðu þá hef ég eftirfarandi heilræði.  Ekki æða af stað burt af staðnum, gefðu þér tíma til að ná áttum og athuga hvort þú sjálf(ur) sért í heilu lagi og hvort hjólið sé í lagi.  Fyrstu viðbrögð hjá manni er flótti (allavega hjá mér) að vilja komast sem allra fyrst í burtu en það borgar sig að taka því rólega.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...