16. ágúst 2015

Óskalínur, er verið að bregðast við?

Árið 2012 tók ég þessa mynd (sjá þessa færslu)



Í síðustu viku tók ég þessa:


Búið er að setja stikur eða hæla sitt hvoru megin við stíginn og spreyja með bláum lit í grasið. Spennandi að sjá hvort hér komi malbikaður stígur, því svona stígar sýna glöggt hvar rökrétt sé að hafa stíg fyrir gangandi og hjólandi, af því það er leiðin sem fólk fer um.
Ég veit um a. m.k. tvo aðra staði þar sem þetta á við um og einn stað þar sem nú þegar hefur verið breytt og settur malbikaður stígur.

Á síðunni Copenhagenize.com er oft skrifað um svona óskalínur (desire lines) og það hefur verið heilmikið skoðað hjá þeim hvaða leiðir fólk fer í raun og þær upplýsingar notaðar til að útbúa betri leiðarkerfi.  Smellið hér ef þið viljið lesa meira um slíkt hjá þeim.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...