6. ágúst 2015

Hjólað í júlí

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 202 km, þar af 133 km til og frá vinnu og 69 km annað.

Hjólaði 12 af 23 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi þessa daga sem vantar uppá og einn veikindadag, Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu og 21 á heimleið. Mest taldi ég 32 til vinnu og 32 á leiðinni heim.  Veður hefur að mestu verið gott í mánuðinum.
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.


Fór í einn hjólatúr mér til skemmtunar upp í Mosfellsbæ.  Fór í fyrstaskipti stíginn meðfram Vesturlandsvegi, en síðast þegar ég fór þessa leið þá var sá stígur ekki kominn.  Það er mikil framför að fá þann stíg.
Var hrifin af merkingum þegar kom að vegavinnu í Mosó, það er óvenjulegt að sjá upplýsingar á stígum þar sem framkvæmdir eru,
Engin ummæli:

Fyrsti snjórinn. Sjóhreinsun á minni leið.

Fyrsti almennilegi snjórinn féll aðfararnótt 18. nóvember. Breytingin sem hefur orðið á stígakerfi og snjóhreinsun frá því ég hóf að hjóla á...