Í mánuðinum hjólaði ég samtals 202 km, þar af 133 km til og frá vinnu og 69 km annað.
Hjólaði 12 af 23 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi þessa daga sem vantar uppá og einn veikindadag, Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu og 21 á heimleið. Mest taldi ég 32 til vinnu og 32 á leiðinni heim. Veður hefur að mestu verið gott í mánuðinum.
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.
Fór í einn hjólatúr mér til skemmtunar upp í Mosfellsbæ. Fór í fyrstaskipti stíginn meðfram Vesturlandsvegi, en síðast þegar ég fór þessa leið þá var sá stígur ekki kominn. Það er mikil framför að fá þann stíg.
Var hrifin af merkingum þegar kom að vegavinnu í Mosó, það er óvenjulegt að sjá upplýsingar á stígum þar sem framkvæmdir eru,
6. ágúst 2015
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli