2. desember 2017
Hjólað í nóvember 2017
Nóvember mánuður var einstaklega fallegur og gaf ég mér óvenju oft tíma til að stoppa og taka myndir. Færðin var líka misjöfn og fór ég almennt hægar yfir. Myndin hér fyrir ofan er tekin í byrjun mánaðarins.
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 218 km, allt til og frá vinnu hjólaði bara ekkert annað í mánuðinum. Sleppti einum degi af því hjólið fór á verkstæði. Gírarnir frusu fastir og vildi ég láta athuga hvort hægt væri að gera eitthvað í því. Skipt var um vír og hann smurður með efni sem átti að koma í veg fyrir að hann frysi fastur. Það virkaði í nokkra daga en svo festist hann aftur.
Sá að meðaltali 9 aðra á hjóli á leið minni til vinnu
Hér eru svo nokkrar myndir:
Framkvæmdir í Elliðaárdal, verið að setja upp ljósastaura
Viðbót 5.12.2017:
31. október 2017
Hjólað í október 2017
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 306 km, allt til og frá vinnu hjólaði bara ekkert annað í mánuðinum (það er nú frekar dapurlegt). Sleppti einum degi af því það var rok og annan dag hjólaði ég í Mjódd í stað þess að hjóla upp í Norðlingaholt vegna roks.
Sá að meðaltali 10 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.
Viðbót 6.11.2017:
2. október 2017
Hjólað í september
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 329 km, þar af 306 km til og frá vinnu og 23 km annað.
Sá að meðaltali 12 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.
Hjólaði 22 af 22 vinnudögum,
Bætt við 3.10.2017:
Ekki alveg viss hversvegna svona mikill munur er á km fjölda í þessari samantekt hjá endomondo og hjá mér af því mínar tölur koma frá endomondo.
18. september 2017
Hjóla- og göngutúr.
Á laugardaginn fór ég með hjólið á verkstæði Hjólaspretts í Hafnarfirði þar sem það var keypt.
Það var kominn tími á uppherslu og ég ákvað í leiðinni að láta setja nagladekk undir (vonandi allt of snemma). Ég tók því rólega og stoppaði af og til og tók myndir.
Fyrsta myndin er tekin við enda Langholtsvegar (Suðurlandsbraut) þar sem verið er að byggja fjölbýlishús fyrir eldra fólk að ég held.
Hér er ég svo í undirgöngunum undir Reykjanesbraut (Sæbraut) við Sprengisand.
Síðan er það Kópavogurinn. Þarna er ég að koma að Smáralindinni og er að velta fyrir mér hvaða leið ég á að fara.
Og ég held ég hafi valið þá erfiðustu því ég fór upp laaaaanga brekku. Það hlýtur að vera hægt að hjóla þægilegri leið. Þetta snapp var tekið þegar ég var komin langleiðina upp brekkuna.
Hér er ég hinumegin við hæðina, komin í Garðabæ (?) eða allavega á leiðinni þangað. Við endann á stígnum eru undirgöng til vinstri og stígur til hægri sem ég fór.
Ég er ekki alveg sú besta í sjálfum, og þarna langaði mig að ná mynd af hjólinu líka, en það sést bara rétt svo í stýrið.
Hér er ég komin í Hafnarfjörð, rétt hjá IKEA. Þessi stígur er flottur þar sem hann hlykkjast í gegnum hraunið.
Ég lenti svo í ógöngum við endann á hraunstígnum, þurfti að snúa við og fara þessa leið og hér er ekki gert ráð fyrir gangandi eða hjólandi.
Og núna var hjólið komið á verkstæði og ég hafði ákveðið að mig langaði að prófa að ganga til baka. Þetta listaverk eftir Grím Marinó er við Fjarðarkaup. Hef aldrei séð það héðanmegin frá.
Þetta skilti biður fólk um að sýna tillitsemi hvort til annars á stígunum.
Hér er ég aftur í Garðabæ, hafði valið ranga leið á stígnum sem liggur í hring og er hugsað fyrir hjól til að komast upp á göngubrúna yfir veginn. Ég hefði átt að taka stíginn til vinstri, en það vissi ég ekki fyrir, en veit núna.
Fallegur lækur og brú við stíginn.
Byggingarsvæði í Garðabæ.
Kópavogur og æskuheimilið falið bakvið nýbyggingar (séð frá Árnarnesi)
Á stígunum í Kópavogi eru svona "bækur" á staurum hér og þar.
Hamraborg í Kópavogi, og nú var ég komin með nóg af labbi og hringdi eiginmanninn og fékk hann til að sækja mig.
17. september 2017
Flókin gatnamót
Þetta er leiðin sem ég hjóla þessa dagana til og frá vinnu. Inn á kortið hef ég teiknað rauðan hring utan um þann stað á leiðinni sem mér finnst vera erfiðastur. Það er af því að gatnamótin þarna eru flókin, ekki yfir Sæbrautina sjálfa (sem myndin er af hér fyrir ofan), þar eru komin ágætis ljós, heldur rétt þar fyrir neðan.
Þetta sést betur á þessari mynd hér fyrir neðan. Ég hef teiknað inn örvar til að sýna bílaumferð sem maður verður að vera meðviðtaður um og fylgjast með, gleymdi reyndar að setja örvar fyrir þá sem fara beint. Einnig er töluverð umferð á hjólum sem líka þarf að taka með í reikninginn. Bláa línan er sú sem ég hjóla. Reyndar eru menn duglegir að stoppa og hleypa yfir, en ekki allir. Gæti þessi staður orðið öruggari með því að setja hringtorg? Ég er svo sem ekki mikill aðdáandi hringtorga, en veit um gatnamót sem hafa batnað töluvert með komu þeirra (hringtorgið hjá Glæsibæ), en kannski er aðeins of langt á milli Dugguvogar og Knarrarvogar til þess að það gangi upp, ég ætla ekki að þykast hafa vit á því. Hingsvegar er þetta svæði varasamt eins og það er og mundi ég svo gjarnan vilja hafa það einhvernvegin öðruvísi.
4. september 2017
Og smá úr garðinum
Hef aðeins verið að breyta í garðinum. Breytti undirstöðunum þar sem gróðurhúsið var í jarðarberjabeð, færði runna og fékk nýjar plöntur.
Hér var sem sagt áður gróðurhús en er nú jarðarberjabeð. Setti niður hvítlauksrif fyrir aftan beðið eftir að hafa minnkarð hindberjarunnana.
Hér voru alparifsrunnar sem ég færði niður fyrir húsið og fékk fullt af spennandi plöntum í staðin Allar eiga þær það sameiginlegt að falla á veturnar og vaxa upp á nýtt næsta sumar. Þá getur nágranninn án samviskubits mokað snjónum úr innkeyrslunni yfir girðinguna hjá okkur í vetur. Hlakka til að sjá hvernig þær koma undan vetrinum næsta sumar.
Hér var sem sagt áður gróðurhús en er nú jarðarberjabeð. Setti niður hvítlauksrif fyrir aftan beðið eftir að hafa minnkarð hindberjarunnana.
Hér voru alparifsrunnar sem ég færði niður fyrir húsið og fékk fullt af spennandi plöntum í staðin Allar eiga þær það sameiginlegt að falla á veturnar og vaxa upp á nýtt næsta sumar. Þá getur nágranninn án samviskubits mokað snjónum úr innkeyrslunni yfir girðinguna hjá okkur í vetur. Hlakka til að sjá hvernig þær koma undan vetrinum næsta sumar.
Og hér er alparifsið á nýja staðnum.
31. ágúst 2017
Hjólað í ágúst 2017
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 292 km, þar af 237 km til og frá vinnu og 55 km annað.
Sá að meðaltali 14 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.
Hjólaði 16 af 22 vinnudögum, 6 daga var ég í fríi.
Hér er smá staðreyndir um samanlagða hreyfingu hjá mér frá því ég fór að nota endomondo (sem var í apríl 2013).
Viðbót 6.9.2017:
20. ágúst 2017
Hjólaði upp í Grafarvog. Þar eru fínir stígar og fallegt að koma. En sum gatnamót eru ekki skemmtileg. Eins og þessi hérna sem eru rétt hjá útilistaverkunum. Eins og sést á myndinni heitir gatan Borgarvegur. Ljósmyndirnar eru ekki alveg nógu góðar en gefa samt einhverja hugmynd.
Séð hinumegin frá. Setti appelsínugular línur á þessa mynd til að sýna betur hvert leiðin liggur ef þú ert á hjóli eða gangandi:
Þessi loftmynd er tekin af Borgarvefsjá og hér sést vel hversu flókin þessi gatnamót eru.
Væri ekki snilld að steja undirgöng, t.d.hér?
Þessi loftmynd er tekin af Borgarvefsjá og hér sést vel hversu flókin þessi gatnamót eru.
Væri ekki snilld að steja undirgöng, t.d.hér?
2. ágúst 2017
Hjólað í júlí 2017
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 253 km, þar af 188 km til og frá vinnu og 65 km annað.
Sá að meðaltali 11 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.
Hjólaði 11 af 20 vinnudögum, 9 daga var ég í fríi.
Keypti mér nýtt hjól í Hjólaspretti í Hafnarfirði um miðjan mánuðinn.
Hér má sjá fyrsta hjólatúrinn frá verslun og heim. (smellið á textann).
Og hér er mynd af mér og hjólinu eftir fyrsta hjólatúrinn.
Þetta er Kalhkoff hjól, 8 gíra með ljósi bæði framan og aftan sem knúið er áfram með því að hjóla. Gírarnir eru inni í öxlinum á afturdekkinu og er mér sagt að það endist mikið betur en þegar gírarnir eru utanáliggjandi þar sem drulla og slíkt kemst ekki að gírbúnaðinum. Ég smá áhyggjur af vetrarhjólreiðum á þessu hjóli af því dekkin eru mjórri en ég hef verið á, en vonandi eru það óþarfa áhyggjur. Svo eru fótbremsur á því og það hefur tekið smá tíma að venjast því að geta ekki slegið pedalana aftur.
Mánuðurinn var vætusamur framanað og hér er mynd af mér þar sem ég er komin heim rennandiblaut eftir óvenju mikla rigningu en góðan meðvind á leið úr vinnu.
Sá að meðaltali 11 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.
Hjólaði 11 af 20 vinnudögum, 9 daga var ég í fríi.
Keypti mér nýtt hjól í Hjólaspretti í Hafnarfirði um miðjan mánuðinn.
Hér má sjá fyrsta hjólatúrinn frá verslun og heim. (smellið á textann).
Og hér er mynd af mér og hjólinu eftir fyrsta hjólatúrinn.
Þetta er Kalhkoff hjól, 8 gíra með ljósi bæði framan og aftan sem knúið er áfram með því að hjóla. Gírarnir eru inni í öxlinum á afturdekkinu og er mér sagt að það endist mikið betur en þegar gírarnir eru utanáliggjandi þar sem drulla og slíkt kemst ekki að gírbúnaðinum. Ég smá áhyggjur af vetrarhjólreiðum á þessu hjóli af því dekkin eru mjórri en ég hef verið á, en vonandi eru það óþarfa áhyggjur. Svo eru fótbremsur á því og það hefur tekið smá tíma að venjast því að geta ekki slegið pedalana aftur.
Mánuðurinn var vætusamur framanað og hér er mynd af mér þar sem ég er komin heim rennandiblaut eftir óvenju mikla rigningu en góðan meðvind á leið úr vinnu.
Svo er nokkuð um viðhald og endurnýjun á stígum sem er gott auðvitað en það hefur áhrif á leiðarval. Hér er framkvæmd óvenju vel merkt og bent á hjáleiðir.
Viðbót 8.8.2017. Skilaboð frá endomondo
1. júlí 2017
Hjólað í júní 2017
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 303 km, þar af 244 km til og frá vinnu og 59,1 km annað.
Sá að meðaltali 18 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.
Hjólaði 16 af 21 vinnudegi, 5 daga var ég í fríi.
Sá að meðaltali 18 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.
Hjólaði 16 af 21 vinnudegi, 5 daga var ég í fríi.
29. júní 2017
Annar hjólatúr á frídegi
Fór í hjólatúr um slóðir sem ég er vanalega ekki mikið að hjóla um. Hér er kort af leiðinni.
Tölulegar staðreyndir um túrinn.
Þess vegna var mjög kærkomið að sjá þetta skilti sem sýnir göngu og hjólaleiðir á svæðinu.
Mig hefur lengi langað að hjóla þennan stíg. Hef horft á hann löngunar augum í hvert skipti sem ég hef ekið fram hjá honum í bíl (þetta er þar sem IKEA er bara hinumegin við veginn). Og loksins rættist sá draumur.
Kópavogur. Mjög svo kjánalegt að það er engin tenging yfir í stíginn sem er hinumegin við götuna. Greinilegt þó að margir fara þarna um þar sem kantsteinninn hefur látið verulega á sjá.
Tölulegar staðreyndir um túrinn.
Hér er ég komin úr Kópavoginum og á leið upp Álftaneshæðina. Þarna (til vinstri) er stígur sem var ekki kominn síðast þegar ég hjólaði þarna um, en þá fór maður inn í hverfið og á götuna. Þessi stígur er kærkominn. En jafnframt galli að það er ekkert útsýni af honum bara grænar girðingar sitthvoru megin.
Hér er ég í Garðabænum á göngubrú, en ég næ ekki að átta mig á því hvort myndin er tekin í átt að Hafnarfirði eða Kópavogi. Þarna var ég aðeins tínd og vissi ekki alveg hvaða leið ég átti að fara.
Þess vegna var mjög kærkomið að sjá þetta skilti sem sýnir göngu og hjólaleiðir á svæðinu.
Svo rakst ég á frænda minn Jón Bjarna, en hann var á leið til vinnu. Gaman að því.
Mig hefur lengi langað að hjóla þennan stíg. Hef horft á hann löngunar augum í hvert skipti sem ég hef ekið fram hjá honum í bíl (þetta er þar sem IKEA er bara hinumegin við veginn). Og loksins rættist sá draumur.
Kópavogur. Mjög svo kjánalegt að það er engin tenging yfir í stíginn sem er hinumegin við götuna. Greinilegt þó að margir fara þarna um þar sem kantsteinninn hefur látið verulega á sjá.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...