Loksins er ekki snjór eða hálka á stígum og götum. Fór því á sumarhjólinu í vinnuna í morgun og þvílík dásemd sem þetta hjól er. Það svífur áfram og ég gat ekki annað en brosað allan hringinn á leiðinni. Hér er það svo í hvíld inni í vinnunni minni og bíður eftir heimferðinni.
19. mars 2015
15. mars 2015
Smá hvíld milli lægða
Mynd tekin af vefnum earth wind map sem maður hefur verið nokkuð duglegur að skoða undanfarið. Næsta lægð sem fer yfir suðvesturhornið á landinu kemur um kvöldmatarleitið, smá hvíld þangað til.
Svona var staðan í gærmorgun:
Svona var staðan í gærmorgun:
11. mars 2015
Fátt er svo með öllu illt...
Skildi hjólið eftir í vinnunni í gær vegna óveðurs. Þegar ég svo mætti í vinnuna í morgun tók á móti mér skínandi hreint hjól. Haldiði að þessar elskur á næturvaktinni hafi ekki tekið sig til og þrifið hjólið (sem var orðið verulega óhreint og ég hafði ætlað mér fyrir löngu að fara með það upp á verkstæði til Elíasar til að þrífa það).
10. mars 2015
Enn snjóar (ég veit það er bara mars en mig langar í auða jörð)
Hjólaði heim í þykkri hundslappadrífu, sá lítið sem ekkert framfyrir mig út af snjónum sem festist á gleraugunum. Þegar ég svo tók þau af mér var erfitt að halda augunum opnum út af snjókomunni. Þó var lítið sem engin vindur, snjórinn kom bara svo þétt niður. En það var ekki það versta heldur var leiðin sem ég valdi ekki heppileg. Ég fór meðfram Sæbrautinni og þar veit ég að búið er að skafa á þessum tíma, nema hvað að sá sem skóf forgangshlutann (frá Hörpu að Kringumýrarabraut) vissi ekki hvar stígurinn var og hafði skafið á röngum stað að mestu leiti. Svo þegar forgansstígnum lauk þá kom kafli sem var verulega illa skafinn (hef ekki séð þetta svona í allan vetur) en ég ímynda mér að farið hafi verið hratt yfir og tækið hafi skoppað því stígurinn var allur í bylgjum.
En þó verð ég að taka það fram að það var samt gaman að hjóla heim og ég var ekki nema um hálftíma á leiðinni (er um 20 mín þegar enginn er snjórinn). Og um morguninn þegar ég hjólaði í vinnuna (Álfheimar, Suðurlandsbraut, Laugavegur) þá var vel hreinsað og ekki yfir neinu að kvarta.
En þó verð ég að taka það fram að það var samt gaman að hjóla heim og ég var ekki nema um hálftíma á leiðinni (er um 20 mín þegar enginn er snjórinn). Og um morguninn þegar ég hjólaði í vinnuna (Álfheimar, Suðurlandsbraut, Laugavegur) þá var vel hreinsað og ekki yfir neinu að kvarta.
9. mars 2015
Grein frá Hollandi
Hér er rætt um konur og hjólreiðar og fallegt vídeó fylgir með. Smellið hér
Bætti þessari síðu við hér hægramegin. Hún heitir Bycicle Dutch.
Bætti þessari síðu við hér hægramegin. Hún heitir Bycicle Dutch.
5. mars 2015
Sokkar og viðgerð á þeim
Prjónaði þessa sokka á Hrund úr afgöngum. Þeir voru mikið notaðir eins og sést og orðnir svo til ónóthæfir (búin að bæta einu sinni) svo ég tók mig til og klippti neðan af þeim og prjónaði nýjan hæl og fót. Tókst bara nokkuð vel.
4. mars 2015
Tveir stígar, ansi misjafnt ástand
Hér er hjólastígurinn svo til alveg auður en gangstígurinn vinstramegin svo til alveg hulin klaka (mis mikið). Ekki furða að flestir gangandi/skokkandi væru á hjólastígnum í gær (3.3.2015).
3. mars 2015
Nóvember kaktus
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010.
Fyrstu árin blómstraði hann alltaf um páskana (mars eða apríl). En myndin hér fyrir neðan er tekin í nóvember 2014 og þá sést vel að hann er farinn að blómstra á réttum árstíma.
Fyrstu árin blómstraði hann alltaf um páskana (mars eða apríl). En myndin hér fyrir neðan er tekin í nóvember 2014 og þá sést vel að hann er farinn að blómstra á réttum árstíma.
2. mars 2015
Hjólað í febrúar 2015
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 236 km, þar af 185 km til og frá vinnu og 61 km annað.
Hjólaði 18 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, það var starfsdagur í vinnunni og þá skildi ég hjólið eftir þar og einn dag hjólaði ég ekki vegna veðurs. Febrúar var efriður veðurlega séð þar sem maður er orðin ansi þreyttur á vetrinum.
Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 8 til vinnu og 10 á heimleiðinni.
Meðalferðahraði í mánuðinum var 13,4 km/klst til vinnu og 12,4 km/klst heim. Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim, eins og í janúar.
Þessi mynd sýnir hvernig ég stend í samanburði við aðra sem nota endomondo. Það eru augljóslega færri sem hlaupa, gana og/eða hjóla á þessum árstíma.
Og þetta er bara til gamans:
.
Hjólaði 18 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, það var starfsdagur í vinnunni og þá skildi ég hjólið eftir þar og einn dag hjólaði ég ekki vegna veðurs. Febrúar var efriður veðurlega séð þar sem maður er orðin ansi þreyttur á vetrinum.
Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 8 til vinnu og 10 á heimleiðinni.
Meðalferðahraði í mánuðinum var 13,4 km/klst til vinnu og 12,4 km/klst heim. Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim, eins og í janúar.
Þessi mynd sýnir hvernig ég stend í samanburði við aðra sem nota endomondo. Það eru augljóslega færri sem hlaupa, gana og/eða hjóla á þessum árstíma.
Og þetta er bara til gamans:
.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...