10. mars 2015

Enn snjóar (ég veit það er bara mars en mig langar í auða jörð)

Hjólaði heim í þykkri hundslappadrífu, sá lítið sem ekkert framfyrir mig út af snjónum sem festist á gleraugunum.  Þegar ég svo tók þau af mér var erfitt að halda augunum opnum út af snjókomunni.  Þó var lítið sem engin vindur, snjórinn kom bara svo þétt niður.  En það var ekki það versta heldur var leiðin sem ég valdi ekki heppileg.  Ég fór meðfram Sæbrautinni og þar veit ég að búið er að skafa á þessum tíma, nema hvað að sá sem skóf forgangshlutann (frá Hörpu að Kringumýrarabraut) vissi ekki hvar stígurinn var og hafði skafið á röngum stað að mestu leiti.  Svo þegar forgansstígnum lauk þá kom kafli sem var verulega illa skafinn (hef ekki séð þetta svona í allan vetur) en ég ímynda mér að farið hafi verið hratt yfir og tækið hafi skoppað því stígurinn var allur í bylgjum.
En þó verð ég að taka það fram að það var samt gaman að hjóla heim og ég var ekki nema um hálftíma  á leiðinni (er um 20 mín þegar enginn er snjórinn).  Og um morguninn þegar ég hjólaði í vinnuna (Álfheimar, Suðurlandsbraut, Laugavegur) þá var vel hreinsað og ekki yfir neinu að kvarta.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...