Margir voru mjög undrandi að sjá hversu klár ég get verið þegar ég setti inn link í comment við blogg frænku minna Kolbrúnar í síðustu viku. En ég er ekki þannig að ég vilji vera sú eina sem get gert þetta svo hér er slóð inn á síðu sem kennir hvernig hægt er að gera allskonar svona töfrabrögð: http://www.web-source.net/html_codes_chart.htm/ kíkið endilega á þetta aldrei að vita nema þið sjáið eitthvað sem þið getið notað.
En þó ég sé ótrúlega klár þá tekst mér ekki að láta slóðina opnast þar sem ég vil. Það sem þið getið gert er eitt af tvennu. Smellið á slóðina sem ég gef upp og veljið HTML codes eða takið afrit af slóðinni og skellið inn í vafrann ykkar.
Og fyrst ég er svona gjafmild að gefa upp þessar upplýsingar langar mig að athuga hvort einhver hér úti kunni þau fræði að setja inn broskarla í bloggið og er tilbúinn til að opinbera þá kunnáttu hér. Það væri vel þegið :)
6. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Takk fyrir það, kann ekkert á þetta broskalladæmi
Skrifa ummæli