2. febrúar 2006

Það helsta í lífi mínu þessa dagana

Jú ég er að fá í mig hálsbólgu og kvef, líklegast hefur Eyrún smitað mig því hún liggur núna heima í svona veikindum litla skinnið. En ég verð að ná þessu úr mér fyirr næstu viku því þá verða stífar æfingar í Áskirkjukór, við erum að undirbúa tónleika með örðum kór sem verða núna í febrúar (betur auglýst síðar).

Svo er Kanadaferðin í sumar farin að pota sér inn í meðvitundina. Ég er að fara í mitt fyrsta kórferðalag til útlanda síðan ég hætti í barnakórnum hér um árið. Reyndar verður ekki farið fyrr en í júní, en í fyrradag borgaði ég staðfestingargjaldið og þá er það einhvernvegin orðið áþreifanlegra.

Í fyrradag áttaði ég mig á því hvað kókakóla skipar stóran sess í lífi mínu. Þann daginn sleppti ég því að sötra þennan 1/2 líter sem ég geri venjulega í kringum hádegisbilið og viti menn kl. 20 var ég að leka niður af þreytu og sleni. Ótrúlegt hvað lítið drukk hefur mikil áhrif. Lærði af þessu að sleppa aldrei úr kóksopanum mínum :)

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Ég verð svona líka ef ég sleppi daglega ölinum mínum en þó ekki fyrr en daginn eftir.

BbulgroZ sagði...

Ja þarna varstu nú fljót að kenna kóksopanum um held ég nú hm...: )

Hjólað í mars

Hjólaði samtals 157 km í mánuðinum þar af 121 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 23 vinnudögum. Byrjaði mánuðinn að jafna mig eftir veikindi og...