28. febrúar 2006

Þriðjudagur

Jú í dag er lundin léttari. Gærdagurinn léttist líka með hverjum tímanum sem leið og það fór þannig að ég labbaði heim eftir vinnu. Veðrið var fallegt eins og það er í dag og hitastigið þannig að það hentaði vel til göngu.

Á eftir ætlar hún Eyrún mín að kíkja til mín í vinnuna og hjálpa til við skrifstofustörfin, það er jú vetrarfrí í skólanum. Ég hef enn ekki náð að nýta þessi vetrarfrí þeirra í eitthvað sniðugt og skemmtilegt. Man aldrei eftir að plana frí hjá mér í kringum þetta.

Engin ummæli:

Hjólað í mars

Hjólaði samtals 157 km í mánuðinum þar af 121 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 23 vinnudögum. Byrjaði mánuðinn að jafna mig eftir veikindi og...