Fór til tannlæknis í gær og tók strætó. Nei ér eg ekki að kvarta yfir leiðarkerfinu og yfirleitt ganga þessar strætóferðir mínar nokkuð hnökralaust fyrir sig. Nema hvað að það voru óvenju margir í strætó í þetta skiptið og fljótlega eftir að ég kem í vagninn sest fyrir aftan mig maður sem lyktar svona svakalega illa. Þetta var sambland af andfýlu vegna illra hirtra tanna, tóbaksreyks og vottur af áfengi þið vitið svona daginn eftir ilmur (eftir nokkurra daga stífa drykkju). Þeir sem til þekkja vita að þess lags blanda getur verið ansi þung í nös.
Þegar ég hélt að ég gæti ekki haldið þetta út lengur berst til mín annarskonar lykt sem kemur úr öðru líkamsopi en sú fyrri. Sú er svo svakaleg að mér finnst ég ekki geta andað lengur.
Fyrstu viðbrögð voru þau að reyna að halda niðrí mér andanum eins lengi og mögulegt er og freista þess að ná að halda andanum yfir verstu kviðuna. En það dugði ekki til og þið vitið hvernig þetta er þegar maður hefur haldið niðrí sér andan um í einhvern tíma, þá þarf maður nottla að anda duglega á eftir...
Og þegar þessi hrina var yfirstaðin tók við fyrri ilmur sem var þó að því leitinu skárri að það henni fylgdi ekki þessi ógurlega köfnunartilfinning eins og hinni.
Sem sagt eins sú mesta hryllingsstrætóferð sem ég hef upplifað lengi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
4 ummæli:
Standa upp og setjast eða standa annarsstaðar. Það er ekki þér að kenna að maðurinn fer ekki í bað.
Ég veit þetta er ákafleg fötlun en ég get ekki fyrir mitt litla líf gert nokkuð svoleiðis, bara tilhugsunin ein fær mig til að líða illa.
Jú en þér leið illa !
Rétt rétt...þetta getur verið skelfilegt!! En það sem fer ofan í þig og lyktar illa út um munn þér á það til að lykta illa úr hinum endanum líka. En absalut standa upp og setjast annarsstaðar, en sagan hefði feyndar orðið verri fyrir vikið : )
Skrifa ummæli