14. febrúar 2006

Stressvika framundan

Svaf frekar illa í nótt. Það er svo mikið að gera hjá mér í þessari viku. Ekki bara er verið að undirbúa tónleikana (í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 17. Kór Áskirkju og sönghópurinn Hljómeyki sameina krafta sína kostar kr. 2.000 inn) og aukaæfingar út um allt, heldur er líka allskonar annað. Þrjá daga í þessari viku þarf ég að hætta fyrr í vinnunni annarsvegar til að sinna skólastarfi (er í foreldraráði) og svo á ég tíma hjá tannlækni (er með skemmd og það þarf að bora) Fyrir utan þetta venjulega skuttl hingað og þangað með börnin í ballett og söng o.þ.h.

Það er þannig hjá mér að þegar svona margt er í gangi í einu að þá hamast heilinn við að muna þetta allt saman (þó ég sé búin að skrifa það kirfilega niður í Bókina) og raða niður hvernig best sé að leysa og sniða þetta inn í almenna dagskrá fjölskyldunnar. Það getur leytt af sér of-hugsun og þá er voðinn vís. Útkoman getur verið slæmur svefn, höfuðverkur og jafnvel vöðvabólga. Fyrstu einkennin eru að koma í ljós ...

Það verður gott að geta slappað af í næstu viku.

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Uss uss suss þú, pressa og álag eruð ekki að dansa sýnist mér...en öllu líkur þessu nú. En undir svona álagi horfir maður einmitt á fólkið í biðröðunum fyrir framan bílaþvottstöðvarnar og öfundar það að aðgerðarleysinu, ekki satt??

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Þar hittirðu naglann á höfuðið. En samt er svo leiðinlegt að bíða og það er einmitt það sem þetta fólk í biðröðinni er augljóslega að gera.

Það er ekki auðvelt þetta líf... (sagt með spekingsvip)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...