4. desember 2015
Allt á kafi í snjó
Svona var umhorfs heima hjá mér í gær. Einhver mesti snjór í Reykjavík í mörg mörg ár. Fallegt er það, en samgöngur ganga hægar fyrir sig og moksturstæki eiga í vandræðum með að koma snjónum frá sér út af magninu.
Ég var í fríi þegar snjókoman hóftst (föstud. 27. nóv) og reyndar var ég líka í fríi á mánudag og þriðjudag þegar snjóinn kyngdi niður líka. Svo þegar ég fór af stað á hjólinu mínu á miðvikudagsmorgun var búið að hreinsa heilan helling, en þó var það svo að þann morguninn var ekki búið að hreinsa stíginn við Suðurlandsbraut eftir snjókomu næturinnar og ég tók þá ákvörðun að hjóla á götunni frá Grensásvegi og að Reykjavegi (var ekki ein um það) en það var samt sem áður ekki skemmtilegt.
Daginn eftir fór ég sömu leið og þá var búið að skafa snjóinn og þvílíkur munur.
Hérna er klippa úr endomondo forritinu yfir ferð mína í vinnu á miðvikudegi og fimmtudegi, sama leiðin á sama tíma dags. Var 7 mín lengur 2. des en 3. des (í raun er ég hissa að munurinn skuli ekki vera meiri).
En hreyfingin er góð og kosturinn við hjólið er að maður stígur af og teymir það ef færðin er of erfið til að hjóla í. Maður situr aldrei fastur eða spólandi í hálkunni.
3. desember 2015
Hjólað í nóvember 2015
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 225 km, þar af 182 km til og frá vinnu og 43 km annað.
Hjólaði 18 af 21 vinnudegi mánaðarins til vinnu, en þessa 3 daga sem uppá vantar var einn starfsdagur og tveir orlofsdagar, Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 12 og minnst 2 (á leið til vinnu).
Bætt við 8.12.2015:
Hjólaði 18 af 21 vinnudegi mánaðarins til vinnu, en þessa 3 daga sem uppá vantar var einn starfsdagur og tveir orlofsdagar, Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 12 og minnst 2 (á leið til vinnu).
Bætt við 8.12.2015:
24. nóvember 2015
"Óskalína" verður að stíg
Þessi mynd er tekin árið 2012:
í ágúst byrjun árið 2015 voru komnar mekringar sitthvoru megin við "óskastíginn":
31. ágúst var þetta orðið svona:
og í síðustu viku (nóv 2015) þá var búið að malbika bútinn. Ánægð með þetta.
2. nóvember 2015
Hjólað í október 2015
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 285 km, þar af 190 km til og frá vinnu og 95 km annað.
Hjólaði 18 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en þessa 4 daga sem uppá vantar var ég í verkfalli, Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 9 á heimleið. Mest taldi ég 18 og minnst 6 (á leið til vinnu).
Hjólaði 18 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en þessa 4 daga sem uppá vantar var ég í verkfalli, Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 9 á heimleið. Mest taldi ég 18 og minnst 6 (á leið til vinnu).
17. október 2015
Hólmsheiði
Vinnan fór að skoða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. Ég ákvað að hjóla á staðinn til að upplifa hversu langt þetta er og hvernig er að hjóla þangað (hef reyndar hjólað þetta einu sinni áður með mömmu og pabba).
Hér eru upplýsingar um ferðina á staðinn. Ég lagði af stað rétt rúmlega 8 og var, eins og sést á einnu myndinni 51 mín og 39 sek á leiðinni. Leiðin lá um Elliðaárdalinn og þetta er að mestu upp í móti.
Veðrið var ágætt, aðeins rigning en lítill vindur.
Ég var aðeins að vandræðast á þessum stað. Hef hjólað eftir stígnum (sem ég litaði rauðan hér) en það er svo mikið lengri leið, svo ég ákvað að fara þá bláau. Það sést ekki á þessari mynd en það er töluverð mikil brekka upp í móti á leiðinni sem ég valdi og þar er ég komin inn í hverfi sem ég þekki ekki og var því mikið að vandræðast með hvaða leið ég ætti að fara. En ég komst þangað sem ég vildi og fór yfir nýju göngu/hjóla brúna sem er mikil samgöngubót fyrir okkur sem ferðumst ekk í bíl.
Fljótlega eftir þennan kafla þurfti ég að fara inn á þjóðveg 1. Það fannst mér ekki skemmtilegt, þó er ágætis vegöxl meðfram veginum en ökumenn virðast ekkert hæga á sér og það er ansi mikil umferð stórra vörubíla og mér leið ekki vel að hjóla þar.
En ég komst á leiðarenda, nokkuð þreytt en ánægð með sjálfa mig.
Að hjóla heim var mikið einfaldara, næstum allt niður í móti, þó ég hafi aðeins tínt áttum í sama hverfi og á leiðinni uppeftir. Nú ákvað ég að prófa annan síg sem leiddi mig inn í hesthúsahverfi. Þar fékk ég leiðbeiningar frá hestamanni og komst á rétta stíginn. Var nákvæmlega 10 mínútum fljótari heim.
En þreytt var ég. Leiðin er 2x lengi en sú leið sem ég núna hjóla í vinnuna og ég hef greinilega ekki orku til að hjóla þetta því það sem eftir lifði degi var ég grútþreytt og mjög svo orkulaus.
Hér að lokum er mynd sem ég tók á leiðinni til baka. Hér er ég stödd á þjóðvegi 1.
Hér eru upplýsingar um ferðina á staðinn. Ég lagði af stað rétt rúmlega 8 og var, eins og sést á einnu myndinni 51 mín og 39 sek á leiðinni. Leiðin lá um Elliðaárdalinn og þetta er að mestu upp í móti.
Ég var aðeins að vandræðast á þessum stað. Hef hjólað eftir stígnum (sem ég litaði rauðan hér) en það er svo mikið lengri leið, svo ég ákvað að fara þá bláau. Það sést ekki á þessari mynd en það er töluverð mikil brekka upp í móti á leiðinni sem ég valdi og þar er ég komin inn í hverfi sem ég þekki ekki og var því mikið að vandræðast með hvaða leið ég ætti að fara. En ég komst þangað sem ég vildi og fór yfir nýju göngu/hjóla brúna sem er mikil samgöngubót fyrir okkur sem ferðumst ekk í bíl.
Fljótlega eftir þennan kafla þurfti ég að fara inn á þjóðveg 1. Það fannst mér ekki skemmtilegt, þó er ágætis vegöxl meðfram veginum en ökumenn virðast ekkert hæga á sér og það er ansi mikil umferð stórra vörubíla og mér leið ekki vel að hjóla þar.
En ég komst á leiðarenda, nokkuð þreytt en ánægð með sjálfa mig.
Að hjóla heim var mikið einfaldara, næstum allt niður í móti, þó ég hafi aðeins tínt áttum í sama hverfi og á leiðinni uppeftir. Nú ákvað ég að prófa annan síg sem leiddi mig inn í hesthúsahverfi. Þar fékk ég leiðbeiningar frá hestamanni og komst á rétta stíginn. Var nákvæmlega 10 mínútum fljótari heim.
En þreytt var ég. Leiðin er 2x lengi en sú leið sem ég núna hjóla í vinnuna og ég hef greinilega ekki orku til að hjóla þetta því það sem eftir lifði degi var ég grútþreytt og mjög svo orkulaus.
Hér að lokum er mynd sem ég tók á leiðinni til baka. Hér er ég stödd á þjóðvegi 1.
14. október 2015
Nýr hjólastígur
Hjólaði í annað sinn nýja hjólastíginn meðfram Kringlumýrarbraut, frá Suðurlandsbraut og að Miklubraut (litað með grænu striki).
Þetta er breiður og finn stígur og það var mikil framför að fá hann. En það er tvennt sem virkar skrítið á mig. Núna var búið að mála línur á stíginn og þar sem hann liggur að Suðurlandsbraut er heila línan milli hjólastíg og göngustígs látin begja í veg fyrir hjólastíginn og loka honum. Hefði ekki verið réttara að láta línuna verða brotalínu þarna? Þetta hljóta að vera einhver mistök.
Svo eru trjábeð á tveimur stöðum við stíginn og þá er hann látinn hlykkjast meðfram beðunum. Það hefði verið flottara að hafa stíginn beinann og færa trjábeðin að mínu mati. Þetta er óþarfa hlykkir og mjög líklegt að í vetur þegar snjór liggur yfir öllu og stígurinn verður skafinn muni vélarnar fara út í trjábeð amk á meðan trén eru þetta smávaxin.
Annars eins og ég sagði í byrjun þá er þetta mjög flottur stígur og góð viðbót við stígakerfið sem nú þegar er komið.
Þetta er breiður og finn stígur og það var mikil framför að fá hann. En það er tvennt sem virkar skrítið á mig. Núna var búið að mála línur á stíginn og þar sem hann liggur að Suðurlandsbraut er heila línan milli hjólastíg og göngustígs látin begja í veg fyrir hjólastíginn og loka honum. Hefði ekki verið réttara að láta línuna verða brotalínu þarna? Þetta hljóta að vera einhver mistök.
Svo eru trjábeð á tveimur stöðum við stíginn og þá er hann látinn hlykkjast meðfram beðunum. Það hefði verið flottara að hafa stíginn beinann og færa trjábeðin að mínu mati. Þetta er óþarfa hlykkir og mjög líklegt að í vetur þegar snjór liggur yfir öllu og stígurinn verður skafinn muni vélarnar fara út í trjábeð amk á meðan trén eru þetta smávaxin.
Annars eins og ég sagði í byrjun þá er þetta mjög flottur stígur og góð viðbót við stígakerfið sem nú þegar er komið.
2. október 2015
Munur á meðvindi og mótvindi
Það er þannig að oftast hjóla ég sömu leið til og frá vinnu. Það er helst ef veður er leiðinlegt (mikið rok) eða færðin slæm sem ég vel aðra leið.
En hér er ég með tvær myndit teknar af sömu leiðinni, önnur er í meðvindi og hin í mótvindi. Munurinn er 6 og hálf mínúta.
Hjólað heim í meðvindi (til að sjá myndina stærri er hægt að smella á hana):
Hjólað heim í mótvindi:
Ég er ekki með hjartsláttarmæli og þess vegna er kaloríubrennslan áætluð svipuð báðar ferðirnar þó án efa hafi ég reynt nokkuð meira á mig í mótvindinum. Svo er augljóslega ekki mikið að marka hæðarupplýsingarnar því þær eru mjög ólíkar í þessum tveimur færslum þó ég fari sömu leið.
1. október 2015
Hjólað í september 2015
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 355 km, þar af 244 km til og frá vinnu og 111 km annað.
Hjólaði 22 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, Sá að meðaltali 16 á hjóli á dag til vinnu og 19 á heimleið. Mest taldi ég 23 og minnst 8 (á leið til vinnu).
Set inn þessa mynd frá endomondo til gamans. Mig vantar enn töluvert upp á að fara hringinn í kringum hnöttinn (þetta eru auðvitað tölur frá því ég fór að nota endomondo forritið).
Bætt við 5.10.2015:
Hjólaði 22 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, Sá að meðaltali 16 á hjóli á dag til vinnu og 19 á heimleið. Mest taldi ég 23 og minnst 8 (á leið til vinnu).
Set inn þessa mynd frá endomondo til gamans. Mig vantar enn töluvert upp á að fara hringinn í kringum hnöttinn (þetta eru auðvitað tölur frá því ég fór að nota endomondo forritið).
Bætt við 5.10.2015:
30. september 2015
Ný hjólastæði við Arionbanka
Þurfti að fara í Arionbanka í Borgartúni í gær. Það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en eitt var þó skemmtilegt við þessa ferð og það var að sjá ný hjólastæði við bankann. Áður voru svona grindur sem stundum hafa verið kallaðir gjarðabanar. Hér er allt annað að leggja hjólinu og læsa við þessa boga (man samt ekki eftir því aðhafa séð svona lága boga áður).
29. september 2015
Nagladekkin komin undir vetrarhjólið.
Aftur upplifi ég lúxusinn af því að vera með tvö hjól. Í gær lét ég setja nagladekkin undir vetrarhjólið (sem er sumarhjól eiginmannsins). Ég er alveg hætt að nenna því að gera þetta sjálf og sé ekki mikið eftir krónunum sem fara í það að láta annan gera það fyrir mig og jafnvel yfirfara hjólið í leiðinni. Svo vona ég að ég þurfi sem minnst á vetrarhjólinu að halda í vetur :)
14. september 2015
Falleg hjól
Þurfti að bíða í smá stund rétt hjá Hótel Borg í hádeginu í gær. Stóðst ekki að taka mynd af þessum fallegu hjólum sem stóðu í hólastæðinu.
Annað hjólið er með stöng og hitt er svona "stíga í gegn"-hjól stundum kallað dömu hjól en mér finnst það nafn ekki eiga við þar sem slík hjól henta öllum og sérstaklega þeim sem eiga erfitt með að sveifla fætinum yfir hnakkinn og það þarf ekki endilga bara að eiga við konur. Bæði hjólin eru einstaklega glæsileg að mínu mati.
Annað hjólið er með stöng og hitt er svona "stíga í gegn"-hjól stundum kallað dömu hjól en mér finnst það nafn ekki eiga við þar sem slík hjól henta öllum og sérstaklega þeim sem eiga erfitt með að sveifla fætinum yfir hnakkinn og það þarf ekki endilga bara að eiga við konur. Bæði hjólin eru einstaklega glæsileg að mínu mati.
9. september 2015
Eftir óveður
Í nótt var ansi mikið rok hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Í morgun var ég á báðum áttum með hvort ég ætti að hjóla til vinnu, en ákvað svo að láta slag standa og fara af stað. Ekki sá ég eftir þeirri ákvörðun því þó það væri enn hressilegur vindur þá var hann að mestu í bakið og það á að lægja með deginum (þó von sé á öðrum hvlli í kvöld) svo það ætti að vera þolanlegt að hjóla aftur heim eftir vinnu.
En vegna veðursins þá ákvað ég að hjóla Laugardaginn en þar er töluvert skjóbetra en meðfram sjónum sem ég hjóla annars oftast. En mér brá óneytanlega þegar ég kom í aspargöngin mlli Húdýragarðsins og Grasagarðsins. Stígurinn var þakinn greinum og laufi. Sumar greinar á stærð við lítil tré. Það verður nóg að gera hjá hreinsunardeildinni í dag.
En vegna veðursins þá ákvað ég að hjóla Laugardaginn en þar er töluvert skjóbetra en meðfram sjónum sem ég hjóla annars oftast. En mér brá óneytanlega þegar ég kom í aspargöngin mlli Húdýragarðsins og Grasagarðsins. Stígurinn var þakinn greinum og laufi. Sumar greinar á stærð við lítil tré. Það verður nóg að gera hjá hreinsunardeildinni í dag.
5. september 2015
Nýr stígur í vinnslu
Fann þennan stíg þegar ég hjólaði heim úr Kópavoginum í vikunni. Komst fljótlega að því að hann var enn í vinnslu, þ.e. á næstu gatnamótum voru gröfur og vinnumenn að grafa upp gamla stíginn. En fallegur er hann þessi bútur sem er tilbúinn. Hlakka til að hjóla þarna þegar hann er fullgerður.
Stígurinn er við hliðina á útvarpshúsinu. Fjólabláa línan sýnir hvar stígurinn er og rauði X-inn hvar hann endar og vinnusvæðið hefst,
Stígurinn er við hliðina á útvarpshúsinu. Fjólabláa línan sýnir hvar stígurinn er og rauði X-inn hvar hann endar og vinnusvæðið hefst,
31. ágúst 2015
Hjólað í ágúst 2015
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 278 km, þar af 169 km til og frá vinnu og 109 km annað.
Hjólaði 18 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi eina heila viku og 3 hálfar (þ.e. vann fyrir hádegi), Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu en taldi ekki á heimleið. Mest taldi ég 30 og minnst 9.
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.
Hjólaði 18 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi eina heila viku og 3 hálfar (þ.e. vann fyrir hádegi), Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu en taldi ekki á heimleið. Mest taldi ég 30 og minnst 9.
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.
16. ágúst 2015
Óskalínur, er verið að bregðast við?
Árið 2012 tók ég þessa mynd (sjá þessa færslu)
Í síðustu viku tók ég þessa:
Búið er að setja stikur eða hæla sitt hvoru megin við stíginn og spreyja með bláum lit í grasið. Spennandi að sjá hvort hér komi malbikaður stígur, því svona stígar sýna glöggt hvar rökrétt sé að hafa stíg fyrir gangandi og hjólandi, af því það er leiðin sem fólk fer um.
Ég veit um a. m.k. tvo aðra staði þar sem þetta á við um og einn stað þar sem nú þegar hefur verið breytt og settur malbikaður stígur.
Á síðunni Copenhagenize.com er oft skrifað um svona óskalínur (desire lines) og það hefur verið heilmikið skoðað hjá þeim hvaða leiðir fólk fer í raun og þær upplýsingar notaðar til að útbúa betri leiðarkerfi. Smellið hér ef þið viljið lesa meira um slíkt hjá þeim.
14. ágúst 2015
Nokkur hjólastæði í Reykjavík
Er oftar og oftar að lenda í því að fá ekki stæði við hjólaboga þar sem ég fer. Hér er ég með fjórar myndir af þremur stöðum.
Fyrsta myndin er tekin fyrir utan Kringluna kl. 10:24 mánudaginn 27. júlí 2015:
Næsta mynd er tekinn fyrir utan Borgarbókasafnið í Tryggvagötu kl: 12:16 föstudaginn 7. ágúst 2015:
Þriðju og fjórðu myndirnar tók ég fyrir utan Hótel Borg eða þar á horninu. Fyrri myndin er tekinn laugardaginn 8. ágúst kl. 09:16 og sú seinni 9. ágúst kl. 12:37:
Fyrsta myndin er tekin fyrir utan Kringluna kl. 10:24 mánudaginn 27. júlí 2015:
Næsta mynd er tekinn fyrir utan Borgarbókasafnið í Tryggvagötu kl: 12:16 föstudaginn 7. ágúst 2015:
Þriðju og fjórðu myndirnar tók ég fyrir utan Hótel Borg eða þar á horninu. Fyrri myndin er tekinn laugardaginn 8. ágúst kl. 09:16 og sú seinni 9. ágúst kl. 12:37:
En þessir bogar eru bestu hjólastæðin að mínu mati, það er þægilegt að læsa hjólinu við þá og hjólið stendur nokkuð öruggt í hvaða roki sem er.
6. ágúst 2015
Góð viðbröðg hjá Reykjavíkurborg
Í fyrradag sendi ég Reykjavíkurborg ábendingu vegna þess að tré höfuð fengið að vaxa óáreitt inn á stíginn við Sæbraut og voru farin að valda óþægindum sérstaklega ef maður mætti einhverjum á þessum kafla. Í morgun var búið að klippa trén og stígurinn því greiðfær aftur.
Hjólað í júlí
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 202 km, þar af 133 km til og frá vinnu og 69 km annað.
Hjólaði 12 af 23 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi þessa daga sem vantar uppá og einn veikindadag, Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu og 21 á heimleið. Mest taldi ég 32 til vinnu og 32 á leiðinni heim. Veður hefur að mestu verið gott í mánuðinum.
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.
Fór í einn hjólatúr mér til skemmtunar upp í Mosfellsbæ. Fór í fyrstaskipti stíginn meðfram Vesturlandsvegi, en síðast þegar ég fór þessa leið þá var sá stígur ekki kominn. Það er mikil framför að fá þann stíg.
Var hrifin af merkingum þegar kom að vegavinnu í Mosó, það er óvenjulegt að sjá upplýsingar á stígum þar sem framkvæmdir eru,
Hjólaði 12 af 23 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi þessa daga sem vantar uppá og einn veikindadag, Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu og 21 á heimleið. Mest taldi ég 32 til vinnu og 32 á leiðinni heim. Veður hefur að mestu verið gott í mánuðinum.
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.
Fór í einn hjólatúr mér til skemmtunar upp í Mosfellsbæ. Fór í fyrstaskipti stíginn meðfram Vesturlandsvegi, en síðast þegar ég fór þessa leið þá var sá stígur ekki kominn. Það er mikil framför að fá þann stíg.
Var hrifin af merkingum þegar kom að vegavinnu í Mosó, það er óvenjulegt að sjá upplýsingar á stígum þar sem framkvæmdir eru,
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...