Það var að renna upp fyrir mér að betri tímar eru nú hjá mér en voru, fjárhagslega. Við erum búin að skuldbreyta lánum og lækka greiðslubyrði o.þ.h. allt í gúddí. Og ég er hægt og bítandi að skilja það að ég þarf ekki lengur að spara við mig þúsundkallana, eða fimmhundruðkallana eins og einu sinni.
Ég get labbað mig inn á kaffihús og keypt mér te (af því mér finnst það betra en kaffi, en ekki þetta græna sull sem margir halda að maður drekki af því te er ofar á óskalistanum en kaffi) og kökusneið án þess að það komi nður á matarkaupum fjölskyldunnar. Þetta er nokkuð góð tilfinning. Ég get keypt mér hitt og þetta án þess að þurfa að bera það undir fjölskyldufjármálaráð fyrst og án þess að eiga það á hættu að vera komin langt upp fyrir heimild í bankanum.
Og hafandi gert þessa uppgötvun þá átta ég mig líka á því hversu andskoti stíft og strembið fjármálaumhverfi mitt hefur verið til þessa. Ég man þá tíð þegar að leggja 1.000 kall í púkk í afmælisgjöf var blóðugt.
Já nú eru breyttir tímar maður minn og þvílíkt sem það er betra að vera til undir þessum kringumstæðum.
Sendi baráttukveðjur til allra sem enn þurfa að velta fyrir sér hverri krónu.
6. janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Jamm það er gott að hafa smá svigrúm til að lifa örlítið.
Annars vil ég bara bjóða þig velkomna í hópinn.
Takk fyrir baráttukveðjuna!
velkomin á blogöld
Daði
Skrifa ummæli