17. janúar 2006

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Fróðir menn segja mér að það þýði ekkert að segjast vera bloggari og skrifa svo aldrei neitt. Líklegast er þetta rétt hjá þeim og er ég hér nú að gera það sem ég get til að halda titlinum. Verra er að efni bloggsins er ekki mótað í huga mér þ.e. ég hef ekki frá neinu að segja.

En hvað gerir maður þá? Nú maður deyr ekki ráðalaus en segir frá einhverju eins og snjómokstri morgunsins því nú er gósentíð hins ástíðufulla snjómokara. Snjórinn í morgun var af annari gerð en verið hefur undanfarið. Nú var ekki lengur um að ræða þennan fislétta púðursnjó sem fýkur í allar áttir við minnstu hreyfingu, það var aðeins meiri þyngd í honum þessum þó enn eimi eftir af léttleikanum.

Í gær náði ég að moka 4x og uppskar harðsperrur í þjóhnöppum í morgun. Við mokuðum Litla-ljót (lítill bíll sem við fengum sem uppígreiðslu upp í Mustang og hefur ekki verið hreyfður síðan áður en fór að snjóa) út úr snjóhúsi sínu. Það var hvorki meira né minna en 30 cm snjólag ofan á honum og eitthvað svipað allt um kring. En merkilegt nokk bæði fór bíllinn í gang og moksturinn (og skafið, sem er að sjálfsögðu ekki eins merkilegt enda sá Elías um þá hlið málsins) gekk vel. Það var svolítið skondið að sjá í auða götuna undir bílnum á eftir.

Og þannig enda snjófréttir dagsins, vona að allir hafi notið vel.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Jú þetta var gaman að lesa og skemmtilegur ritstíll. sérstaklega hafði ég gaman af því hvernig þér tekst að tala um snjó eins og aðrir tala um léttvína ;)

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Þakka þér fyrir. En snjórinn er bara svona skemmtilegur og margslunginn! En það er eitthvað sem þú átt eftir að uppgötva sjálfur með tímanum væni minn.

BbulgroZ sagði...

He he skentlett. Maður las það út úr þessu að þú væri með starfræktan klúbb, Ástríðufullir snjómokara eða eitthvað álíka : )

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...