26. janúar 2006

Miðdegisrúntur.

Tók mér miðdegisrúnt um borgina og nærsveitir í dag. Fékk leyfi í vinnunni og lagði land undir fót. Hófst ferðin á u.þ.b. 10 mín bið eftir vagni S1 rétt við Þjóðleikhúsið, en þaðan lá leiðin niður á Lækjartorg og framhjá MR og tjörninni. Útsýnið var fallegt í vetrarhitanum. Síðan var farið um nýja fína mannvirkið milli Landspítala og flugvallar og þvílíkt og annað eins mannvirki. Strætóinn nýtti sér vegakerfið til hlýtar og fór flestar þær slaufur sem boðið var uppá - ofsalega skemmtilegt allt saman. Ferðin endaði í nágrannabænum Kópavogi eftir svolitla útsýniskeyrslu, en þá tók við göngutúr sem ekki var af verri endanum og laðaði fram minningar frá æskuárunum því þennan spotta hefur maður ósjaldan gengið í gegnum tíðina. Hamraborgin hefur lítið sem ekkert breyst byggingalega séð. En verslanirnar eru ekki þær sömu, en það yljaði hjartaræturnar að sjá að verslunin Mólí er enn á lífi þó hún hafi fært sig úr stað.

En því miður var annar tilgangur með ferðinni en skoðunarferð og upprifjun minninga því einmitt þarna í Hamraborginni er tannlæknirinn minn og þangað lá leið mín í þetta skiptið.

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

fallegur upptakktur að ruslatunnu endi :)

BbulgroZ sagði...

Já og gott að vita að Móli hefur ekki lagt upp laupana eftir ansi mörg mögur ár. Það er marg fallegt í hjarta Kópavogs eins og Hamraborgin er jú rétt nefnd ;)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...