19. janúar 2006

Prjónafiðringur

Nú er ég komin með í puttana prjónafiðring. Er meira að segja búin að finna nokkrar prjónauppskriftir sem mig langar að fara eftir til að breyta einföldum þræði í flík. En eitthvað gengur treglega að koma sér í búð og kaupa þráðinn. Skrítið hvernig þetta er stundum. En í dag ætti ég að komast eftir vinnu, ég hef enga afsökun aðra en leti við að fara út úr húsi eftir að hafa komist inn í hlýjuna heima hjá mér.

Æ, það getur verið svo notarlegt að setjast í stófann og kveikja á sjónvarpinu og gleyma sér í ammrískum þáttum - en þá er líka einmitt svo sniðugt að hafa eitthvað á prjónunum.

3 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Jú jú þetta hef ég nú alltaf sagt.

Nafnlaus sagði...

sami fiðringur hér :)
nema að letin hjá mér er kannski frekar hve langt er úr sófanum og að skúffunni til að sækja prjónana, hehe :D
vona að þú kíkir fljótlega!!

Refsarinn sagði...

Þú lætur þetta hljóma svo spennandi!

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...