27. janúar 2006

Að vera vel giftur!

Nú verð ég bara að segja ykkur. Svolítið dásamlegt hefur gerst.
Þið kæru lesendur munið líklegast eftir því þegar ég kvartaði sáran undan vandræðum vegna þess hve erfitt er að finna kvöldmat almennt og hvað þá eitthvað sem bragð er að.

Nú það sem gerðist er það að Elías tók til í einum eldhússkápnum þar sem við geymum ýmsar bækur og þar á meðal eru matreiðslubækur. Þar rekur hann augun í bók sem inniheldur franska matargerðarlist. Þetta er lítil bók sem lítið fer fyrir, en það hefur komið í ljós að hún geymir gullmola. Nú þegar hafa verið eldaðir 5 réttir úr þessari bók, hver öðrum betri. Í gær fengum við lauksúpu eftir að hafa etið súfflei (hef ekki græna glóru hvernig þetta er skrifað í alvörunni) í forrétt. Nammi namm þvílíkt lostæti. Nú bíður maður spenntur að sjá hvað verður galdrað næst upp úr bókinni góðu.

Það sem sagt kom í ljós að það er ekki þörf að því að ráða sér kokk í eldamennskuna, það sem þarf er góður eiginmaður : )

4 ummæli:

Refsarinn sagði...

Maður lifandi nú er ég algerlega orðlaus......

BbulgroZ sagði...

Æj hann er svo yndislegur hann Elías : )

En ég vona að ég særi engann, en er hún Eyrún mín að taka þessari frönsku matargerð opnum örmum??

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Fyrsta réttinn sem var svínakódilettur í allskonar laukgumsi með kartöflurétti var vel tekið af allri fjölskyldunni. Súpurnar voru ekki eins vinsælar. Súffleiið smökkuðu allir en það féll misvel í mannskapinn.

BbulgroZ sagði...

Takk fyrir greinargóð svör : )

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...