9. janúar 2006

Líf eftir dauðann

Rak augun í könnun sem greint var frá í Fréttablaðinu í morgun um viðhorf okkar Íslendinga til lífs eftir dauðann. Fyrirsögnin var: "Tæp sextíu prósent trúa á framhaldslíf eftir dauðann." Talan var lægri en ég bjóst við, en svo kemur reyndar í ljós þegar greinin er lesin að tæp 10% trúa því að ekkert taki við eftir dauðann og aðeins 8% að við rísum upp til samfélags við guð - eins og það er orðað í greininni.

Ég hef nefninlega verið svolítið að velta því fyrir mér hvort eitthvað sé í boði fyrir trúlaust fólk í sambandi við jarðarfarir. Er til eitthvað sem heitir borgaraleg jarðarför? Er til greftrunarstaður sem ekki tengist guðstrú og hefur ekki verið blessaður eða vígður af kirkjunarmanni?
Þetta eru nú bara svona vangaveltur sem ég hef enn sem komið er ekki nein svör við. Hvað gera t.d. ásatrúarmenn? Þið kannski vitið þetta?

4 ummæli:

Refsarinn sagði...

Jú Siðmennt býður upp á borgaralegar jarðafarir sem og giftingar fyrir þá sem það vilja. Ekki er þó ennþá til grafreitur fyrir þá sem vilja fara fyrir utan vígða mold en ég held að þú megir dreifa öskunni yfir haf.

BbulgroZ sagði...

Ja skal ég ekki segja þetta með öskuna með að dreifa henni... en skentileg pæling, habbði ekki leitt hugan að þessu.

Refsarinn sagði...

Jú ég hef hugsað þetta nokkuð og fékk eittsinn þá hugmynd að gefa þennann mikla skrokk til vísinda. Aðalheiður var allt annað en kát með þá tillögu. Núna eru nokkur ár liðin svo kannski ég prófi aftur?

Refsarinn sagði...

Bjarney þú þarft að herða þig í blogginu.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...