12. janúar 2006

Kattavandræði


Nú á ég í vandræðum. Ekki vegna Brands (sem er kötturinn hennar Hrundar) heldur vegna kattarins sem býr (var næstum hætt við að nota þetta orðið "býr" og setja í staðinn "á heima" því ybbsilonið þvældist fyrir mér, en svo sá ég að orðiðr "bír" er asnalegt svo ég ákvað að nota "býr" eftir allt saman) fyrir ofan mig (stór gulur köttur).

Svo ég byrji (argh þessi ybbsilon allstaðar) nú á byrjuninni þá er það þannig að hann hefur verið ansi duglegur við að koma inn til okkar og éta matinn hans Brands og bara almennt láta fara vel um sig. En við á móti ansi dugleg við að reka hann út þegar við náum honum við þessa iðju og að vera svolítið grimm við hann til að fæla hann frá því að koma aftur. Það er skemmst frá því að segja að það dugar ekki til. (Brandi gæti ekki verið meira sama um þetta allt saman)

En nú hefur eigandi kattarins biðlað til okkar um að vera nú kannski smá betri við hann þar sem hinn kötturinn á heimilinu (pínulítil læða) er vond við þann stóra og rekur hann ítrekað í burtu. Þeim kemur víst almennt illa saman.

Í morgun var sá stóri guli í eldhússtólnum og horfði á mig biðjandi augum. Ég hafði ekki hjarta í mér til að reka hann út. En þúst ég ætla mér ekki að taka hann að mér...
Hvernig er best að tækla svona mál eiginlega. Ég er að komast á þá skoðun að halda áfram eins og verið hefur því ef við gerum ekkert við því að hann sé alltaf hjá okkur þá endar með því að hann telur sig eiga heima í okkar íbúð en ekki þeirra og það vil ég ekki.

Nei þetta er rétt ég held bara áfram að reka hann út eins og áður.

ps. myndir fengnar úr myndasafni veraldarvefsins og tengjast efni bloggsins ekki beint

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Jamm það er ekki þitt vandamál ef eignadinn getur ekki passað upp á að kvikindið fái að borða.
Gott að sjá að þú ert farin að blogga Fransína þetta verður bara skemmtilegra.

BbulgroZ sagði...

Ja er ég nú illa að mér í umgengni við loðdýr(samt semur mér ágætlega við Pétur Örn skólabróður þinn) en ja það má náttla ekki gefa þessum "kjettum" neitt þá eru þeir komnir og vilja meira svo þetta er hið erfiðasta mál.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...