20. janúar 2006

Notendanafn og lykilorð

Er nokkuð meira pirrandi en öll þessi notendanöfn, aðgangs- og lykilorð sem maður þarf að muna og breyta og bæta í sífellu. Bara í vinnunni þarf ég að hafa , kunna og muna a.m.k. 8 aðgangsorð og jafnmörg lykilorð. Og ekki nóg með það því nokkrum af þeim þarf að breyta reglulega og jafnvel strangar reglur um að hitt og þetta megi ekki gera í því lykilorði sem breytt er í (það má t.d. ekki líkjast því lykilorð sem breytt er úr).

Til að bæta gráu ofan á svart hafa bankarnir tekið upp á þeim óskunda að heimta 4 stafa öryggisnúmer þegar millifært er úr heimabankunum. Það er sem sagt ekki nóg að muna aðgangs- og lykilorði heldur þarf líka öryggisnúmerið að fylgja. Jú, jú auðvitað er þetta allt gert til að tryggja öryggi og að óprúttnir nágungar eigi erfiðara með að stela frá þér. En þegar maður sjálfur er alltaf að gleyma þessum númerum þá er það verra. Sérstklega það sem ekki er notað mjög oft.

Svo eru það pin-númer á visa- og debetkortum og auðvitað kennitölurnar.

Í raun er það ótrúlegt hvað hægt er að muna mikið af þessu öllu saman.

4 ummæli:

Refsarinn sagði...

Kannski ekki furða þó að maður muni ekki eftir afmælum sinna nánustu?
Set þessi leyninúmer öll í símann undir snjöllum leyninöfnum sem ég svo gleymi jafn óðum:)

BbulgroZ sagði...

Jú jú, hef lent í því nefna eitthvað með snjöllum leyndó nöfnum í gsm-símann og veit svo ekkert hvaða nafn þetta og hitt er og hvaða nr. það er nú sem fylgir þeim símanr eða aðgangskóti inn á bankann eða hvað :)...svo þarf ég að muna aðgangsnr.til að komast inn á vinnustað minn, bæði af þjófavarnarkerfi og dyrasíma ofan á allt hitt...

Refsarinn sagði...

Ég man aldrei GSM númerið mitt :D

Þorkatla sagði...

Í raun er alveg ótrúlegt hvað maður man af numerum. Áður þegar pin, og leyninumer voru ekki til staðar, þá man maður bílnúmer og símanumer. Nú man maður hvorugt af þvi en í stað hafa komið upp pin númer, aðgangsorð, leyniorð o.fl. Eg reyni yfirleitt að hafa visst leyniorð sem tengist vissu nafni, og nafnið vísar til hvers eðlis viðkomandi tengist. T.d. er vinnan með visst nafn og yfirleitt svipað ef ekki það sama leyniorð, svo er, nei var námið og það var ákveðið leyniorð, þannig ef númerið eða aðgangurinn tengdist naminu þá var það þetta orð og þetta leyninumer. En nu er þetta nokkurn veginn komið i klessu, en samt ágætis regla á þvi, þrátt fyrir.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...