30. janúar 2006

Múrbrjótar

Þegar gengið er upp eða niður Laugarveginn (í Rvk) getur verið erfitt að komast leiðar sinnar þar sem fólk er gjarnan út um allt í hægagangi og tiltölulega mikið fyrir.

Við þessar aðstæður koma svokallaðir múrbrjótar að góðum notum. Múrbrjótar þjóna þeim tilgangi að ganga á undan og opna leiðina, gera hana greiðfæra fyrir þann sem kemur á eftir. Múrbrjótar eru mis góðir og um daginn lenti ég á einum sem var frekar erfiður, en þó skárri en ekki neitt. Hann gekk helst til of hægt og svingaði um gangstéttina þannig að ég það þurfti að hafa einbeitinguna í lagi til að nýta krafta hans. Aðrir eru afburðagóðir. Þegar gengið er á eftir múrbrjót í hæsta gæðaflokki væri hægt að hafa bók í hönd og lesa, svo áhyggjulaust rennur maður í gegnum mannhafið.

Oftast veit þetta fólk ekki af því að það sinnir þessu hlutverki, en vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem sinna þessu af kostgæfni fyrir vel unnin störf!

4 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Þetta er glæsilegt dæmi um hugvit mannsins!!

"Þegar gengið er á eftir múrbrjót í hæsta gæðaflokki væri hægt að hafa bók í hönd og lesa, svo áhyggjulaust rennur maður í gegnum mannhafið."

Ef þetta er ekki snilld þá er hún ekki til he he ... :)

Nafnlaus sagði...

hahahaha :D

Alveg sammála, bara snilld!!

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Takk, takk. Þið eruð ekki sem verst sjálf.

Fjalar sagði...

Yndisleg pæling.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...