29. mars 2006

Engar hjólafréttir

Það er einhver skræfa inní mér sem er svo hrædd um að detta enn einu sinni. Og hún skipaði mér að taka strætó í vinnuna bæði í gær og í morgun - það gætu nefnilega verið hálkublettir sjáðu til. Sá samt fullt af hjólreiðamönnum sem líklegast hafa ekki þessa sömu skræfu og ég.

1 ummæli:

ingamaja sagði...

elsku snúllan mín, það heitir að vera varkár :)
þú átt ekki að hjóla fyrr en þér líður vel með það og ert tilbúin til þess, annars bara nýturðu þess ekki! sí jú frædei ;)

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...