25. mars 2006

Lisa Ekdal


Þegar ég frétti að Lisa Ekdal ætlaði aftur að halda tónleika hér á landi ákvað ég að láta ekki happ úr hendi sleppa. Ég missti af tónleikum hennar síðast og ætlaði ekki að gera það aftur. Mjög snemma keypti ég mér miða á besta stað í salnum (og þeim dýrasta). Svo loksins, loksins kom að tónleika deginum.

Fyrri hluti tónleikanna einkenndist af bið. Fyrst var beðið í hálftíma eftir KK og Ellen Kristjánsdóttur en þau hituðu upp fyrir Lisu og gerðu það vel þegar þau loksins komu á svið. Ætli þau hafi ekki sungið í 15-20 mín og þá tók við önnur hálftíma bið. Maður fann fyrir pirringi í salnum. Svo heyrði ég konu nokkru fyrir framan mig segja að það væri hlé. Starfsfólkið niðri hafði sagt þetta við hana þegar hún, eins og nokkuð margir fleiri fóru að pissa eða bæta á glösin hjá sér.
En svo loksins kom að því. Fyrst komu tveir strákslánar á sviðið og spiluðu á sitthvort rafmagnspíanóið. Sviðið var skemmtilega upp sett og lýsingin góð. Á bak við þau var tjald og myndin á því var eins og þau væru stödd í höll einhversstaðar. Eftir dágott forspil kom Lisa og fór að syngja. Ég þekkti ekki fyrsta lagið en maðurinn við hliðina á mér fílaði það í tætlur. Síðan söng hún "Benen i kors" sem ég og stelpurnar mínar köllum stressedei og pressedei (skrifað eins og sagt). Mér fannst sérstaklega áhrifamikið þegar hún söng "Du sålde våra hjärta". Ég hef líklegast þekk u.þ.b. annað hvort lag á tónleikunum öllum og langar mikið að eignast nýjasta diskinn hennar "Pärlor av glas".
Ég skemmti mér konunglega á þessum tónleikum og hefði viljað hafa þá helmingi lengri. Var svolítið sár yfir því að hún var ekki klöppuð upp nema einu sinni. Prógrammið var vel skipulagt og rann árennslulaust í gegn engin bið meðan skipt var um hljóðfæri allir með á hreinu hvaða lag kom næst og svoleiðis.

Það var upplifun að sjá hana í eigin persónu því hingað til hef ég bara séð ljósmyndir af henni og þær hafa allar verið svo allt öðruvísi en hún er (að minnsta kosti eins og ég upplifði hana).

Það var ótrúlega gaman að heyra hana syngja lögin sem ég hef bæði hlustað á og sungið með í gegnum tíðina, það eru líklegast um 5 ár frá því Daði gaf mér fyrsta diskinn hennar í jólagjöf og síðan 2 aðra.

Sem sagt virkilega skemmtileg upplifun.


2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Ja til hamingju með þetta, ég beið einmitt spenntur eftir því að heyra hvernig hefbbði verið á tónleikunum. Þú mættir gjarnan brenna þessa diska með henni Lísu fyrir mig, ég kem í heimsókn og með tóma diska undir hendinni tilbúna til brennslu.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Vertu velkominn.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...