31. mars 2006

Má ekki bregðast aðdáendum.

Þið eruð svo dásamlega dugleg að kíkja á síðuna mína, ég bara tárast.

Hitti Ingu vinkonu mína og dóttur hennar í hádeginu því við ætluðum að borða saman. Ég hafði mælt með Pizza67 í Tryggvagötu. Hef farið þangað með bræðrum mínum í hádegsihlaðborð og líkað vel. En viti menn, þó við finnum stæði beint fyrir utan og allt þá dugar það ekki til því staðurinn er þar ekki lengur. American style opnar hér stendur í glugganum. En það er ekki okkar siður að kvarta og kveina svo við bara fórum á Hlölla í staðinn og rúntuðum svo niður á höfn, fundum gott stæði þar og snæddum í rólegheitunum. Mjög svo ljúft.

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Passiði ykkur bara á fuglaflensunni þarna niður við tjörn : )

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...