Þið eruð svo dásamlega dugleg að kíkja á síðuna mína, ég bara tárast.
Hitti Ingu vinkonu mína og dóttur hennar í hádeginu því við ætluðum að borða saman. Ég hafði mælt með Pizza67 í Tryggvagötu. Hef farið þangað með bræðrum mínum í hádegsihlaðborð og líkað vel. En viti menn, þó við finnum stæði beint fyrir utan og allt þá dugar það ekki til því staðurinn er þar ekki lengur. American style opnar hér stendur í glugganum. En það er ekki okkar siður að kvarta og kveina svo við bara fórum á Hlölla í staðinn og rúntuðum svo niður á höfn, fundum gott stæði þar og snæddum í rólegheitunum. Mjög svo ljúft.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Passiði ykkur bara á fuglaflensunni þarna niður við tjörn : )
Skrifa ummæli