10. mars 2006

Flensan bankar uppá.

Heimili mitt er pestarbæli þessa dagana. Báðar dæturnar liggja fyrir með hátt í 40 stiga hita og hósta. Hitinn vill rokkar töluvert og ég dugleg að dæla lyfjum í þær til að halda honum niðri.

Þær hafa ekki orðið svona veikar síðan þær voru pínu litlar, allavega ekki báðar í einu. Nú er bara að bíða og sjá hvort við Elías fáum þetta ekki líka.

6 ummæli:

Refsarinn sagði...

Eplasafaedik og hunang! Baráttu kveðja.

BbulgroZ sagði...

Já ekki spurning það er það eina sem dugar spurðu bara móður þína, en líklega er þessi veikindi til komin vegna þess að ekki hefur verið tekið nægjanlega vel á eplaedikinu og hunanginu : )

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Já líklegast er þetta rétt hjá ykkur. Og nú er ég lögst lika...

Refsarinn sagði...

Þá er alveg kjörið að blogga eins og vindurinn.

BbulgroZ sagði...

Já hvað er eiginlega málið, hví er ekkert bloggað hér???

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Kjánarnir mínir. Þegar maður er með flensu hefur maður enga orku til að blogga. Það eina sem maður gerir er að liggja fyrir, sofa og glápa á sjónvarpið.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...