22. mars 2006

Á síðustu stundu.

Einu sinni var ég stundvís og einu sinni var ég skipulögð. Þetta virðist allt vera gufað upp. Hjá mér ríkir svokallað skipulagt kaós. Jú ég veit hvað hlutirnir eru - oftast og ég veit hvenær ég þarf að gera hitt og þetta, en kem mér yfirleitt ekki til þess fyrr en á síðustu stundu.

Í gær var síðasti dagur til að skila skattframtali. Við hjónin höfum talað um það okkar á milli síðustu vikuna að drífa nú í þessu en fyrst í gær fórum við að draga fram skjölin sem til þarf og finna skattskýrsluna frá síðasta ári til að hafa upp á veflyklinum okkar. Jú, jú þetta var svo sem allt á sínum stað nema hvað að veflykillinn virkar ekki! Og hvað gerir maður þá? Jú sækir um frest og nýjan veflykil. En af hverju í ósköpunum erum við ekki löngu búin að þessu?

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Spennufíklar

BbulgroZ sagði...

Úbbs var síðasti skiladagur í gær já hm..ég segi Helgu það og sjáum hvað gerist.

ingamaja sagði...

ég kannast svo vel við þetta að vera á síðustu stundu, ég virðist alveg leita það uppi!!
Geri semsagt ekkert í dag sem hægt er að gera á morgun... eða hinn...

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...