Á miðvikudaginn síðasta kom tengdapabbi með hjólin okkar úr geymslu. Í gær fór ég með hjólið mitt á bensínstöð og pumpaði í dekkin (af því að fína pumpan sem ég keypti mér virkar ekki nema bara stundum) og svona almennt athugaði hvort allt virkaði eins og það á að gera.
Í morgun hjólaði ég í vinnuna. Að sjálfsögðu var ískaldur mótvindur og þolið fyrir löngu farið, þurfti að fara niður í 3 gír upp smá brekku og meðalhraðinn hefur verið ca. 10 km/klst. (meðalhraðinn síðasta sumar var 15 km/klst).
Sá ekki nema 4 aðra hjólalinga á leiðinni og einn skokkara. Því miður var ég svo upptekin af því að hjóla að ég tók ekki eftir hitastiginu en finnst líklegt að það hafi verið nálægt frostmarkinu.
4 ummæli:
Aahh hvað það er gott að fá hjólafréttirnar aftur : )Skemmtilegt þetta með meðalhraðann og þolið, hér eftir áttu eftir að sjá þá tölu fara upp á við í samræmi við aukið þol.
Og kraft úr kókómjólk :)
Já kókómjólkin. Ég hef nú samt ekki geta hugsað mér að drekka hana lengi. Við fengum hana alltaf í nesti í gamladaga - muniði? Það kom nokkrum sinnum fyrir að maður lenti á einni þykkri og súrri - jakk pjakk það var vont maður.
Ég á heimtingu á fleiri hjólafréttum!!
Skrifa ummæli