Í gær lék ég kórstjóra. Það er nokkuð merkileg reynsla. Reyndar er þetta í annað sinn sem ég leik þennan leik, en í fyrsta skiptið var fyrir áramótin. Ég sem sagt leysti af kórstjórann minn á einni æfingu þar sem hún skrapp á skíði til útlanda.
Nú hef ég verið í kór svo til alla mína æfi og ætti því að þekkja svolítið til, amk get ég gagnrýnt þá kórstjóra sem ég hef sungið hjá og fundið að ýmsu. En þegar maður svo stendur fyrir framan hópinn og á að stjórna sjálfur - þá er allt svo allt öðruvísi og töluvert mikið erfiðara. Það er ekki eins einfalt og maður heldur að hlusta á allar raddirnar og heyra út hvort einhver er að syngja vitlaust, það er ekki svo auðvelt að átta sig á því hvort flestir séu búnir að ná línunum sínum nógu vel til að geta sungið með öllum hinum röddunum.
Það er svo ótrúlega margt sem þarf að taka eftir og vera meðvitaður um.
En jafnframt var þetta mjög gaman og ég get vel hugsað mér að gera meira af þessu.
2. mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Þekki þetta vel úr fyrirliða hlutverkinu í fótboltanum :)
Ég held að þetta eigi bara vel við þig, þú ert svo róleg og þolinmóð :)
Já sér Þórhallur þetta vel núna, hann var looserinn í boltanum, svo í dag er hann fyrirliði og aðalmaður og sér þá það hlutverk sem ég hef verið í svo lengi það að draga vagninn þegar illa gengur hjá liðinu mínu og þess háttar : )
Skrifa ummæli