20. mars 2006

Sykur eða sætuefni

Það er kominn tími fyrir mig að blogga þar sem nokkuð er síðan ég setti inn bloggið hér á undan. En þá er spurningin hvað á að skrifa um.

Mig langaði að setja inn texta um það hvernig ég þoli ekki þessi sætuefni sem er troðið í allt í dag. Mér finnst þau bragðvond, eitthvað eftirbragð sem hentar mér illa. Og ég vil ekki trúa því að þau séu eitthvað betri en sykurinn, nema þú sért með sykursýki auðvitað. En svo fannst mér ég ekki hafa nóg efni í svoleiðis tuð-grein og er hætt við það.

Ok, en hvað á ég þá að skrifa um? Jú ég fer á tónleika á föstudaginn með Lisu Ekdal í Háskólabíói. Keypti miðann fyrir svo löngu síðan að ég var næstum búin að gleyma þeim. Það verður örugglega gaman, mér finnst hún frábær tónlistarmaður og lögin hennar yndisleg. Hlakka mikið til.

En þetta gengur hvorki né rekur hjá mér. Hélt að með því að skrifa bara eitthvað mundi andinn koma yfir mig, en hann er upptekinn við annað í augnablikinu svo ég segi þetta gott í þetta skiptið. Vona að dagurinn verði ykkur góður.

2 ummæli:

Refsarinn sagði...

Þetta var gott blogg. Ætti að taka þig mér til fyrirmyndar.

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Þakka þér fyrir :)
Já gerðu það, bullaðu eitthvað smá á bloggið þitt það er alltaf svo upplífgandi að sjá nýjan texta á blogginu.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...