Þá er kominn nóvember. Orðið dimmt á morgnana og stundum seinnipartinn ef það er þungbúið. Við í Reykjavík höfum enn ekki séð snjó, enda nægir að hafa slíkt yfir jólahátíðina (að mínu mati). Í byrjun október fór ég að kveikja ljósin á hjólinu á morgnana.
Nagladekkinn fóru undir hjólið 16. október en aðeins 1x eða 2x hefur verið þörf á þeim síðan þá. Hitastigið sveiflast frá allt að 10°hita og niður í 5 stiga frost og það hefur rignt töluvert.
Í haust byrjun átti ég í erfiðleikum með framljós á hjólið. Af því ég er með körfu á hjólinu þá takmarkar það þau ljós sem ég get notað. Við höfum prófað allskona mix við að festa ljósin undir körfuna, en bæði hefur það gengið illa og líka hef ég verið óheppin með þau ljós sem ég hef keypt.
En nýjasta ljósið er á hjálminum. Það er keypt í Hagkaup fyrir slikk og er sagt vera hjálmaljós, nema hvað að þegar átti að festa það á hjálminn þá var því enganvegin viðkomið á einfaldan hátt. Elías gafst þó ekki upp og þræddi böndin á ljósinu í gegnum hjálminn þannig að það situr á sínum stað. Fyrst átti ég í vandræðum því hjálmurinn vildi síga ofan í augu út af þyngdinni á ljósinu en lausnin á því var að herða betur á hjálminum og síðan hefur það ekki verið vandamál.
Hjólreiðamönnum sem ég sé og mæti á morgnana hefur eitthvað fækkað eftir að fór að kólna og dimma. En þó gæti líka verið að ég hreinlega sjái ekki alla því allt of margir eru ljóslausir á morgnana. Einn morguninn hjólaði ég á eftir einum slíkum og það kom nokkrum sinnum fyrir að hann hvarf mér sjónum, ekki af því hann væri kominn svo langt á undan mér heldur af því ég sá hann hreinlega ekki í myrkrinu, það var mjög óþægilegt.
En almennt leggst ágætlega í mig að það sé kominn vetur og ég hlakka til að takast á við það sem hann mun bjóða uppá.
6. nóvember 2011
24. september 2011
Sumarið 2011
Garðvinna hefur líklega tekið upp mestann tímann þetta sumarið. Við höfum sagað niður runna, sem eiga svo eftir að vaxa upp aftur. Tekið upp birkirunna sem voru orðnir gamlir og úr sér vaxnir og sett stiklinga af hinum runnunum niður í staðinn. Hreinsað beð sem var fullt af grasi og órækt. Smíðað girðingu. Ræktað matjurtir. Og síðast en ekki síst reitt arfa og slegið grasið.
En eitthvað hefur líka verið hjólað og það er ekki síður skemmtilegt en garðvinnan.
Í júní hjóluðum við fjölskyldan í Elliðaárdalinn í blíðskaparveðri. Dalurinn er alltaf jafn fallegur og við áttum góðan tíma saman.
Í júní lok lögðu foreldrar mínir, sem bæði eru á sjötugsaldri, af stað hringinn í kringum landið. Þau höfðu planlagt allan veturinn og verið dugleg að hjóla og byggja upp þol. Bæði fengu sér kerrur aftan í hjólin, keyptu tjald og dýnur og hvaðeina sem nauðsynlegt er að hafa með sér í svona ferð. Og svo rann upp stóri dagurinn og þau lögðu af stað snemma morguns þann 26. Júní.
Ég vildi fá að vera smá þáttakandi í þessu ferðalagi þeirra svo ég hitti þau þar sem Hvalfjarðavegurinn hefst sunnanmegin og hjólaði með þeim inn að Fossá. Veðrið var ágætt, aðeins mótvindur og smá skúrir af og til. En allir voru í góðu skapi og spenntir í upphafi ferðar. Og Hvalfjörðurinn er svo fallegur, sérstaklega á þessum hluta sem ég hjólaði með þeim.
En mikið voru hjólagarparnir óheppnir með veður næstu daga, þau fengu stöðugan mótvind svo mikinn að hann feykti þeim nokkrum sinnum af hjólunum og það var engin hvíld í að fara niður brekkur, meira að segja niður Holtavörðuheiðna þurftu þau að stíga hjólin til að komast áfram. Eftir mikinn barning við að komast á Blönduós tóku þau rútuna norður á Akureyri þar sem þau voru með húsnæði og gátu hvílt sig yfir helgi. Þegar þau höfðu svo hjólaði í Mývatnssveit sagði gigtin hjá mömmu hingað og ekki lengra og þau tóku þá erfiðu ákvörðun að segja þetta gott í bili.
En eitthvað hefur líka verið hjólað og það er ekki síður skemmtilegt en garðvinnan.
Í júní hjóluðum við fjölskyldan í Elliðaárdalinn í blíðskaparveðri. Dalurinn er alltaf jafn fallegur og við áttum góðan tíma saman.
Í júní lok lögðu foreldrar mínir, sem bæði eru á sjötugsaldri, af stað hringinn í kringum landið. Þau höfðu planlagt allan veturinn og verið dugleg að hjóla og byggja upp þol. Bæði fengu sér kerrur aftan í hjólin, keyptu tjald og dýnur og hvaðeina sem nauðsynlegt er að hafa með sér í svona ferð. Og svo rann upp stóri dagurinn og þau lögðu af stað snemma morguns þann 26. Júní.
Ég vildi fá að vera smá þáttakandi í þessu ferðalagi þeirra svo ég hitti þau þar sem Hvalfjarðavegurinn hefst sunnanmegin og hjólaði með þeim inn að Fossá. Veðrið var ágætt, aðeins mótvindur og smá skúrir af og til. En allir voru í góðu skapi og spenntir í upphafi ferðar. Og Hvalfjörðurinn er svo fallegur, sérstaklega á þessum hluta sem ég hjólaði með þeim.
En mikið voru hjólagarparnir óheppnir með veður næstu daga, þau fengu stöðugan mótvind svo mikinn að hann feykti þeim nokkrum sinnum af hjólunum og það var engin hvíld í að fara niður brekkur, meira að segja niður Holtavörðuheiðna þurftu þau að stíga hjólin til að komast áfram. Eftir mikinn barning við að komast á Blönduós tóku þau rútuna norður á Akureyri þar sem þau voru með húsnæði og gátu hvílt sig yfir helgi. Þegar þau höfðu svo hjólaði í Mývatnssveit sagði gigtin hjá mömmu hingað og ekki lengra og þau tóku þá erfiðu ákvörðun að segja þetta gott í bili.
Í byrjun júlí fórum við hjónin í ferð sem upphaflega átti að vera viku fjölskylduferð í bústað í Skorradal en varð á endanum eins sólarhings ferðalag okkar tveggja. Þetta var virkilega velheppnuð ferð. Við byrjuðum í Skorradal og gistum þar eina nótt. Daginn eftir pökkuðum við saman og fórum vestur á Snæfellsnes að Hallbjarnareyri. Við höfðum tekið hjólin með okkur og hjóluðum frá Hallbjarnareyri niður að tóftum við sjóinn. Gengum svo niður í fjöru, Elías var með myndavélina sína og var að prófa sig áfram með allskonar stillingar og myndefni og ég náði að tína smá blóðberg í te. Eftir að við komum til baka að Hallbjarnareyri ákváðum við að fara inn Hraunsfjörðinn. Þar ókum við eins langt og okkur fannst bíllinn komast, tókum þá niður hjólin og hjóluðum eins langt inn með firðinum og hjólin komust, skildum þau svo eftir og gengum inn að fossum tveimur sem eru í botni fjarðarins. Í bakaleiðinni stillti lóuþræll sér upp til myndatöku og leyfði Elíasi að fara ótrúlega nálægt sér áðu en hann svo lét sig hverfa. Svona ferð get ég hugsað mér að fara aftur. Láta bílinn keyra eftir stóru aðalgötunum og taka svo niður hjólið og hjóla fáfarnari leiðir. Veðrið auðvitað skemmdi ekki fyrir.
Hjólaferð fjölskyldunnar var farin seint í júlí. Með þeim ferðum, en þetta er í annað skipti sem við skipuleggjum svona ferð, erum við að vona að ættingjar sjái dásemdir hjólreiða og hversu auðvelt og gaman það er að hjóla. Þetta er dagsferð og við reynum að velja leið sem er þægileg og hentar flestum, en er samt svolítil áskorun og lengri leið en menn almennt halda að þeir geti hjólað. Ferðahraði miðast við hópinn og við stoppum hér og þar á leiðinni. Myndir og frásögn í blogginu hér á undan.
Í ágúst fórum við í gönguferð upp á Úlfarsfell. Það var skýjað en þurrt til að byrja með. Við lögðum bílnum við skógræktina og gengum eftir stíg þar sem svo leiddi okkur upp upp upp. Einhverjir voru með efasemdir um að við kæmumst sömu leið niður aftur þar sem það var svo bratt. Og svo byrjaði að dropa úr lofti og við ákváðum að fara ekki sömu leiðina niður og við fórum upp heldur fara frekar til hliðar og niður þar sem var meira aflíðandi. Þetta var hressandi og skemmtilegur dagur.
19. júlí 2011
Hjólatúr fjölskyldunnar 2011
Hjóluðum af stað frá Kópavogsbrautinni og sem leið lá yfir Arnarnesið, í gegnum eða framhjá Garðabæ og út á Álftanes. Veðrið lék við okkur, glampandi sól en svolítill vindur.
Það er gaman að hjóla í góðravina hóp. Við vorum þrjú með kerrur aftan í hjólunum, svona meira upp á sportið heldur en nauðsyn og ég hafði ekki reynt kerruna mína nema bara rétt um kílómeters leið. Það var gaman að finna hvað kerra liggur vel á götunni.
Við stoppuðum aðeins í hrauninu á leiðinni og skoðuðum gróður og röbbuðum aðeins. Þarna hefði aldeilis verið flott að setjast niður og snæða nestið, en við vorum bara svo nýlögð af stað að menn voru almennt ekki tilbúnir í svoleiðis. Svo áfram héldum við.
Það er gaman að hjóla í góðravina hóp. Við vorum þrjú með kerrur aftan í hjólunum, svona meira upp á sportið heldur en nauðsyn og ég hafði ekki reynt kerruna mína nema bara rétt um kílómeters leið. Það var gaman að finna hvað kerra liggur vel á götunni.
Við stoppuðum aðeins í hrauninu á leiðinni og skoðuðum gróður og röbbuðum aðeins. Þarna hefði aldeilis verið flott að setjast niður og snæða nestið, en við vorum bara svo nýlögð af stað að menn voru almennt ekki tilbúnir í svoleiðis. Svo áfram héldum við.
Hér erum við komin á áfangastað og fundum þennan fína bekk að setjast á og borða það sem í við höfðum smurt og tekið með. Það var þó helst til of mikill vindur þarna og kalt alveg niðri við sjóinn.
En eftir að hafa borðað hófst mikil hjólakeppni. Hún fólst í því að fara sem hægast fyrirfram ákveðna vegalengd án þess að stíga niður fæti.
Brautin var það mjó að aðeins tveir kepptu í einu og var þetta einföld útsláttarkeppni.
Svo hjóluðum við til baka sömu leið og þá var enn heitara þar sem við höfðum vindinn í bakið.
En við Eyrún höfðum lært það af hjólatúrnum á síðast ári að bera á okkur sólarvörn áður en lagt var af stað og erum þess vegna fallega brúnar í dag í stað þess að vera frekar rauðar eins og síðast :)
En eftir að hafa borðað hófst mikil hjólakeppni. Hún fólst í því að fara sem hægast fyrirfram ákveðna vegalengd án þess að stíga niður fæti.
Brautin var það mjó að aðeins tveir kepptu í einu og var þetta einföld útsláttarkeppni.
Hér er svo úrslita rimman, ég og Þórhallur bróðir kepptum og eins og sést sigraði hann með yfirburðum þar sem ég var komin langt fram úr allt of fljótt.
Svo hjóluðum við til baka sömu leið og þá var enn heitara þar sem við höfðum vindinn í bakið.
En við Eyrún höfðum lært það af hjólatúrnum á síðast ári að bera á okkur sólarvörn áður en lagt var af stað og erum þess vegna fallega brúnar í dag í stað þess að vera frekar rauðar eins og síðast :)
19. júní 2011
Nokkrar hjólamyndir frá París
Ég var í París í nokkra daga að sækja frumburðinn sem hefur verið þar við nám í vetur. Hjólamenningin heillaði og þess vegna voru nokkrar myndir teknar af hjólum. Þeir eru með hjól út um allt (þar sem við fórum um a.m.k.) sem hægt er að leigja og eru þau mikið notuð.
Vespur eru líka mikið notaðar og bílarnir voru næsum allir svokallaðir smábílar enda er ekki auðvelt að komast um á bíl í París þar sem götur eru almennt þröngar og lítið um laus stæði.
Þarna hjólar enginn á gangstéttum, enda ekkert pláss fyrir hjólandi þar. Ég sá eitthvað af hjólaakreinum en oftast eru engar sérstakar merkingar fyrir hjólin þau eru bara hluti af ökutækjunum á götunni. Mjög fáir nota reiðhjólahjálma en þó sást einn og einn.
Á fyrstu myndinni má sjá tóma hjólastanda fyrir almenningshjólin og á næst síðustu mynd eru sambærilegir hjólastandar fullir af umræddum hjólum.
8. júní 2011
"Nýja" hjólið mitt
Keypti mér hjól í gær. Ekki það að mig vanti hjól, heldur var það þannig að ég álpaðist inn á barnaland.is og fór að skoða hjól til sölu og rakst á þetta hjól.
Það er eitthvað svo rómantískt, einhver stemming við það sem heillaði mig og nokkrum klukkutímum seinna var það mitt :)
Þetta er Kalkhoff hjól, þriggja gíra með ljósi bæði að framan og að aftan (knúið með rafal), svo eru fótbremsur og handbremsa að framan, fram og aftur bretti, standari, innbyggður lás, bjalla, keðjuhlíf og bögglaberi. Hjólið er mjög vel farið og mig grunar að flest á því sé upprunalegt. Það er aðeins farið að ryðga, en ekki mikið samt. Dekkin eru orðin svolítið lúin en slöngurnar halda lofti (ég fékk nýjan ventil í annað dekki hjá Erninum þar sem sá sem fyrir var hélt ekki lofti).
Mér þætti gaman að vita hversu gamalt það er. Með hjólinu fylgdi viðgerðarbox sem einhverntíman hefur verið fast undir hnakknum en festingin er týnd og boxið aðeins brotið. En í því eru viðgerðaráhöld; sexkantur og fleira sem þarf til ásamt litlum bæklingi sem óskar mér til hamingju með nýja Kalkhoff hjólið mitt (Herzlichen Gluckwunsch! Sie haben mit diesem NEUE KALKHOFF).
Þetta er ekki hjól til að fara í langferðir á eða lengri hjólatúra. En í styttri ferðir innanbæjar, t.d. að skjótast í búðina eða eitthvað þannig þá er það mjög fínt (svo ekki sé minnst á flott!). Nú vantar mig bara hrikalega sæta bastkörfu framan á hjólið og þá er það fullkomið.
Það er eitthvað svo rómantískt, einhver stemming við það sem heillaði mig og nokkrum klukkutímum seinna var það mitt :)
Þetta er Kalkhoff hjól, þriggja gíra með ljósi bæði að framan og að aftan (knúið með rafal), svo eru fótbremsur og handbremsa að framan, fram og aftur bretti, standari, innbyggður lás, bjalla, keðjuhlíf og bögglaberi. Hjólið er mjög vel farið og mig grunar að flest á því sé upprunalegt. Það er aðeins farið að ryðga, en ekki mikið samt. Dekkin eru orðin svolítið lúin en slöngurnar halda lofti (ég fékk nýjan ventil í annað dekki hjá Erninum þar sem sá sem fyrir var hélt ekki lofti).
Mér þætti gaman að vita hversu gamalt það er. Með hjólinu fylgdi viðgerðarbox sem einhverntíman hefur verið fast undir hnakknum en festingin er týnd og boxið aðeins brotið. En í því eru viðgerðaráhöld; sexkantur og fleira sem þarf til ásamt litlum bæklingi sem óskar mér til hamingju með nýja Kalkhoff hjólið mitt (Herzlichen Gluckwunsch! Sie haben mit diesem NEUE KALKHOFF).
Þetta er ekki hjól til að fara í langferðir á eða lengri hjólatúra. En í styttri ferðir innanbæjar, t.d. að skjótast í búðina eða eitthvað þannig þá er það mjög fínt (svo ekki sé minnst á flott!). Nú vantar mig bara hrikalega sæta bastkörfu framan á hjólið og þá er það fullkomið.
23. maí 2011
Garðvinnan
18. maí 2011
Kaffitjöld átaksins Hjólað í vinnuna
Í morgun hjólaði ég við í kaffitjaldinu við Sæbraut, fékk smá kaffisopa, loft í dekkin og olíu á keðjuna. Það var virkilega gaman að fá þetta tækifæri til að rétt svo stoppa og spjalla pínu og sjá hina hjólreiðamennina, sem voru extra margir þennan morgun. Mig grunar að menn hafi farið úr leið til að kíkja við í kaffitjaldinu (sem er bara gott) því ég sá a.m.k.31 hjólreiðamann í morgun (fyrra met ársins var 21), og það gætu vel hafa verið fleiri því ég ruglaðist aðeins í talningunni í kaffistoppinu.
Hefði verið gaman að hitta Guðmund og Sigrúnu (fólk sem ég mæti reglulega á hjólum á morgnana og ég hef gefið þeim þessi fallegu nöfn - þar til annað kemur í ljós), en Guðmundur vildi ekki stoppa og ég sá ekkert til Sigrúnar.
Skemmtileg tilbreytni að fá svona smá kaffistopp á miðri leið.
Hefði verið gaman að hitta Guðmund og Sigrúnu (fólk sem ég mæti reglulega á hjólum á morgnana og ég hef gefið þeim þessi fallegu nöfn - þar til annað kemur í ljós), en Guðmundur vildi ekki stoppa og ég sá ekkert til Sigrúnar.
Skemmtileg tilbreytni að fá svona smá kaffistopp á miðri leið.
6. maí 2011
Hjólafréttir - hjólað í vinnuna
Það er greinileg aukning á hjólandi í umferðinni eftir að átakið hjólað í vinnuna hófst.
Fjöldamet slegið næstum á hverjum morgni. Á upphafsdegi átaksins sá ég 17 hjólreiðamenn þá um morguninn (en fjöldamet ársins hafði verið 11), í gær sá ég 20 og í morgun 19.
Fjöldamet slegið næstum á hverjum morgni. Á upphafsdegi átaksins sá ég 17 hjólreiðamenn þá um morguninn (en fjöldamet ársins hafði verið 11), í gær sá ég 20 og í morgun 19.
3. maí 2011
Hjólafréttir.
Fyrsti hjólreiðamaðurinn sem ég sá í morgun var Þórhallur stóri bróðir á racernum sínum. Glæsileg sjón þar sem hann þeystist áfram. Ég er hinsvegar enn á nagladekkjunum en get vonandi eftir vinnu í dag skipt um dekk.
Á morgun hefst átakið Hjólað í vinnuna þá má búast við aukningu af hjólafólki á stígum og götum.
Það verður spennandi að sjá hversu mikil fjölgunin verður en ég hef tekið saman smá tölfræði yfir fjölda hjólreiðamanna sem ég sé á morgnana á leið minni til vinnu það sem af er þessu ári.
Ég hjóla milli kl. 7.30 og 8.00 og oftast eftir Sæbrautinni, en þó í vetur töluvert líka eftir Miklubrautinni þar sem verið var að breyta gatnamótunum hjá Hörpunni.
Í janúar hjólaði ég 18x til vinnu og sá að meðaltali 5,3 hjólreiðamenn á dag. Fæst voru það 1 á dag og mest 11 (og það 2x).
Í febrúar hjólaði ég 15x til vinnu og sá að meðaltali 5,1 hjólreiðamann á dag. Fæst voru það 1 og mest 10.
Í mars hjólaði ég 18x til vinnu og sá að meðaltali 3,2 hjólreiðamenn. Fæst voru það 0 (eða enginn) og mest 7, en mars var frekar snjóþungur og erfiður veðurlega séð.
Í apríl hjólaði ég 18x til vinnu og sá að meðaltali 5,7 hjólreiðamenn á dag. Fæst voru það 1 hjólreiðamaður og mest 10.
Í apríl hjólaði ég 18x til vinnu og sá að meðaltali 5,7 hjólreiðamenn á dag. Fæst voru það 1 hjólreiðamaður og mest 10.
Af einhverri ástæðu hef ég talið hjólreiðamenn sem ég sé á leið minni til vinnu á morgnana, en ég byrjaði ekki að skrá það niður markvisst fyrr en á síðasta ári. Núna auðvitað vildi ég óska að ég hefði gert það því mér þykir ákaflega gaman að skoða svona tölfræði og hefði verið gaman að geta borið árin saman. En þó má sjá að töluvert fleiri voru að hjóla fyrstu mánuði ársins 2011 en 2010 (sjá þessa færslu)
21. apríl 2011
Gleðilegt sumar!
Í gær skipti Elías um afturskipti og bremsur á hjólinu mínu. Ég var að verða bremsulaus og þegar við reyndum að skipta um bremsuklossana kom í ljós að bremsan var ónýt. Svo það var brunað í búð og nýjar bremsur keyptar og nýr afturskiptir en það var líka kominn tími á hann.
Það var hrikalegt að sjá drulluna sem var á öllu draslinu, þrátt fyrir að við höfum reglulega þrifið hjólið í vetur.
Af því hjólið mitt var vant við látið í gær þá fór ég á hjóli bóndans í vinnuna. Það er mikið léttara hjól en mitt og líklegast er helsti munurinn í dekkjunum þar sem það er á sléttum dekkjum, en ég er enn á nöglunum. Helsti gallinn við það er að hnakkurinn er kolvitlaust stilltur fyrir mig. Ég get hækkað hann í þá hæð sem ég vil hafa hann, en hann hallar aftur á bak sem mér finnst mjög óþægilegt. En þar sem ég ætla mér ekki að nota hjólið að staðaldri þá vorum við ekkert að breyta því.
En nú er komið sumar samkvæmt dagatalinu. Nú þegar eru nokkrar hjólaferðir í skipulagningu. Við ætlum í dagsferð í júlí þar sem við bjóðum ættingjum að koma með og ætlunin er að fara rólega yfir svo ferðin henti flestum. Við fórum á síðasta ári hringferð um Suðurnesin og heppnaðist sú ferð vel. Við erum að vona að við náum að lokka með okkur frændfólk sem ekkert endilega hjólar reglulega og sýna hvað það er bæði mikið auðveldara að hjóla en fólk almennt heldur og hvað það er gaman.
Mamma og pabbi ætla að hjóla hringinn og það er aldrei að vita nema maður hjóli einhvern spotta með þeim.
Svo er ég með ýmsar hugmyndir í kollinum sem eiga eftir að verða að hjólatúrum í sumar. Það stefnir í skemmtilegt hjólasumar!
Það var hrikalegt að sjá drulluna sem var á öllu draslinu, þrátt fyrir að við höfum reglulega þrifið hjólið í vetur.
Af því hjólið mitt var vant við látið í gær þá fór ég á hjóli bóndans í vinnuna. Það er mikið léttara hjól en mitt og líklegast er helsti munurinn í dekkjunum þar sem það er á sléttum dekkjum, en ég er enn á nöglunum. Helsti gallinn við það er að hnakkurinn er kolvitlaust stilltur fyrir mig. Ég get hækkað hann í þá hæð sem ég vil hafa hann, en hann hallar aftur á bak sem mér finnst mjög óþægilegt. En þar sem ég ætla mér ekki að nota hjólið að staðaldri þá vorum við ekkert að breyta því.
En nú er komið sumar samkvæmt dagatalinu. Nú þegar eru nokkrar hjólaferðir í skipulagningu. Við ætlum í dagsferð í júlí þar sem við bjóðum ættingjum að koma með og ætlunin er að fara rólega yfir svo ferðin henti flestum. Við fórum á síðasta ári hringferð um Suðurnesin og heppnaðist sú ferð vel. Við erum að vona að við náum að lokka með okkur frændfólk sem ekkert endilega hjólar reglulega og sýna hvað það er bæði mikið auðveldara að hjóla en fólk almennt heldur og hvað það er gaman.
Mamma og pabbi ætla að hjóla hringinn og það er aldrei að vita nema maður hjóli einhvern spotta með þeim.
Svo er ég með ýmsar hugmyndir í kollinum sem eiga eftir að verða að hjólatúrum í sumar. Það stefnir í skemmtilegt hjólasumar!
29. mars 2011
Ýmislegt
Eyrún vann þrenn verðlaun á Íslandsmóti unglinga í borðtennis og varði þannig titlana sína frá síðasta ári. Leikirnir voru æsispennandi og réðust ekki fyrr en á fimmtu-lotu (spilað var um 3 unnar lotur) sem gerði þá ennþá skemmtilegri að horfa á.
Fyrir um viku setti ég niður sumarblómafræ í mold, tvær tegundir og strax eru sprotar farnir að stinga sér upp úr moldinni. Önnur tegundin var nokkrum dögum á undan hinni.
Svo lauk ég við að prjóna og ganga frá peysu um helgina og hér er afraksturinn. Hún varð nú aðeins stærri en ég hafði ætlað mér, en uppskriftin er að peysu með stuttum ermum en ég vildi hafa ermarnar heilar og bætti því við nokkrum munstur einingum, þær voru bara aðeins of magrar. En ég ætti nú samt vel að geta notað peysuna. Kannski, ef ég nenni þá tek ég eitt munstur framan af ermunum.
25. mars 2011
17. mars 2011
Að berjast við vindmyllur.
Margir álíta mig stórskrítna fyrir það að hjóla til og frá vinnu allan ársins hring. Þetta er minn þriðji vetur í hjólreiðum en fyrsta veturinn bjóst ég alveg við því að gefast upp fyrir veðri og vindum, en í raun er ekki eins erfitt og menn halda að hjóla á veturnar - ef maður er rétt útbúinn. (Það sama má í raun segja með sumarið).
En það erfiðasta við vetrarhjólreiðarnar er snjórinn sem ekki er skafinn. En Reykjavíkurborg er metnaðargjörg varðandi hjólreiðar og vill gera borgina hjólavæna, það er a.m.k. það sem sagt er. Á meðfylgjandi mynd er sýnt hvernig stígar í Reykjavík eiga að vera hreinsaðir af snjó skv. áætlun. En það sem ég get ekki fundið upplýsingar um er hversu oft þetta á við. Ef það t.d. snjóar í nótt og það er skafið og svo heldur áfram að snjóa pínulítið næsta sólarhringinn og kannski skefur smá - á þá aftur að skafa á morgun?
Þetta á nefninlega við um síðasta sólarhring. Í gærmorgun hjólaði ég eftir Sæbrauinni og skv. áætluninni á að byrja á því að skafa þar frá Kringlumýrarbraut og að Hörpu (engin tímatakmörk sett þar samt sem áður), en þar var ekki búið að skafa fyrir kl. 8.
Svo ég sendi þennan póst til Reykjavíkurborgar undir heitinu "Kvörtun. Snjóhreinsun á stíg við Sæbraut":
"Skv. áætlun um snjóhreinsun stíga sem finna má á vef Reykjavíkurborgar (hér setti ég slóðina á kortið sem fylgir þessu bloggi) á að hreinsa stíginn við Sæbraut frá Kringlumýrarbraut að Hörpu á undan stígum sem hreinsaðir eru fyrir kl. 8. Það var ekki búið að hreinsa þann bút þegar ég hjólaði þar í morgun rétt fyrir 8. En okkur sem hjólum munar mikið um það að stígarnir séu hreinsaðir."
Seinna um daginn fékk ég þetta svar:
"Sæl Bjarney,við fórum út að vinna við hjólastígana kl 5,30 í morgun,
við erum með verktaka á Sæbrautini,
hann var eitthvað á eftir,
en hann var búinn að klára kl 8,30,
líklega hefur hann endað á Sæbraut. "
Seinna um daginn fékk ég þetta svar:
"Sæl Bjarney,við fórum út að vinna við hjólastígana kl 5,30 í morgun,
við erum með verktaka á Sæbrautini,
hann var eitthvað á eftir,
en hann var búinn að klára kl 8,30,
líklega hefur hann endað á Sæbraut. "
Svo í morgun þegar ég lagði af stað hugsaði ég mér að fara eftir Suðurlandsbrautinni þar sem sú leið er styttir en leiðin sem ég fer vanalega og yfirleitt skjólbetri. Skv. kortinu er hluti þeirrar leiðar í forgangi. En ég gafst fljótt upp á þeirri leið þar sem ekki var búið að hreinsa hana í morgun og fyrir ofan Laugardalinn safnast snjórinn mjög fljótt í skafla sem gerir stíginn ófærann. Þá tók ég þá ákvörðun að hjóla eftir Kringlumýrarbrautinni því skv. póstinum sem ég fékk í gær þá byrja þeir verulega snemma að skafa stígana og þá eru meiri líkur á því að búið væri að skafa þann stíg. En nei, því miður þá var það ekki heldur búið og leiðin var þungfær á köflum.
Eiginlega þyrfti maður að fá að vita, í svona færð, hvar byrjað er að hreinsa svo maður getir stefnt á þá stíga - ef það er nokkur möguleiki.
Aðalatriðið er þó í þessu að það er svo gaman að hjóla og að mínu mati er þetta besta leiðin til að koma sér til og frá vinnu. Það er í raun frábært að það skuli vera hægt á veturnar. En það gæti líka verið svo mikið auðveldara ef hreinsunardeildin færi eftir áætluninni sem gerð hefur verið.
12. mars 2011
2. mars 2011
Hjólafréttir
Í morgun var ég 35 mín á leið í vinnuna (þessa sömu leið hef ég verið að hjóla á rétt rúmum 20 mín undanfarið). Enda var færðin á stígunum almennt mjög slæm. Í gær var snjókoma um morguninn sem smámsaman breyttist í slyddu og síðan rigningu. Í morgun sást að snjóað hafði í nótt. Þetta leiddi til þess að færðin var afleit þar sem ekki var búið að skafa.
Það voru 5 hjólreiðamenn sem ég sá til í morgun og 3 þeirra hjóluðu á götunni þar sem maður er almennt ekki vanur að sjá hjólreiðamenn. Sá fyrsti hjólaði eftir Suðurlandsbrautinni og hinir tveir eftir Grensásveginum (í sitt hvora áttina), annar þeirra var með kerru í eftirdragi. Á nokkrum stöðum apaði ég eftir þeim þar sem ég gafst upp á að puðast eftir stígunum. En sumstaðar var þó búið að skafa.
Á myndinni sést leiðin sem ég hjólaði og hef ég litað hana eftir kúnstarinnar reglum.
Litirnir tákna:
Grænn: Búið að skafa stíginn og hann greiðfær
Rauður: Ekki búið að skafa og stígurinn illfær
Fjólublár: Hjólaði á götunni (með hjartað í buxunum á Miklubrautinni a.m.k.)
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hjóla á Miklubrautinni, en ég hef hjólað eftir Sæbraut og það var ekki eins mikið mál og ég bjóst við. Akgreinar þar eru nokkuð breiðar og ökumenn sýndu tillitsemi. En núna, þó ég hjólaði eftir strætóakgrein á Miklubrautinni þá fannst mér bílarnir vera mjög ógnandi og mér leið verulega illa. Maður finnur líka mikið fyrir menguninni af bílunum og mér leið ekki vel að anda að mér því ógeði.
Það voru 5 hjólreiðamenn sem ég sá til í morgun og 3 þeirra hjóluðu á götunni þar sem maður er almennt ekki vanur að sjá hjólreiðamenn. Sá fyrsti hjólaði eftir Suðurlandsbrautinni og hinir tveir eftir Grensásveginum (í sitt hvora áttina), annar þeirra var með kerru í eftirdragi. Á nokkrum stöðum apaði ég eftir þeim þar sem ég gafst upp á að puðast eftir stígunum. En sumstaðar var þó búið að skafa.
Á myndinni sést leiðin sem ég hjólaði og hef ég litað hana eftir kúnstarinnar reglum.
Litirnir tákna:
Grænn: Búið að skafa stíginn og hann greiðfær
Rauður: Ekki búið að skafa og stígurinn illfær
Fjólublár: Hjólaði á götunni (með hjartað í buxunum á Miklubrautinni a.m.k.)
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hjóla á Miklubrautinni, en ég hef hjólað eftir Sæbraut og það var ekki eins mikið mál og ég bjóst við. Akgreinar þar eru nokkuð breiðar og ökumenn sýndu tillitsemi. En núna, þó ég hjólaði eftir strætóakgrein á Miklubrautinni þá fannst mér bílarnir vera mjög ógnandi og mér leið verulega illa. Maður finnur líka mikið fyrir menguninni af bílunum og mér leið ekki vel að anda að mér því ógeði.
20. febrúar 2011
Að eiga ekki bíl.
Chris Hrubesh býr í Atlanta, hann ákvað að hætta að eiga bíl og ferðast nú aðallega á hjóli. Með því að smella HÉR getið þið séð videó þar sem hann segir frá reynslu sinni.
Mér finnst reyndar svolítið skrítið að sjá hann hjóla á akreininni lengst til vinstri, ætli hann upplifi sig minnst fyrir þar?
Mér finnst reyndar svolítið skrítið að sjá hann hjóla á akreininni lengst til vinstri, ætli hann upplifi sig minnst fyrir þar?
7. febrúar 2011
Snjómokstur í borginni.
Ég labbaði heim úr vinnunni í dag. Veðrið var fallegt, aðeins kalt (-4°) og hefði verið betra að vera í hlífðarbuxur en göngutúrinn var bara hressandi. Í morgun lagði ég ekki í að fara á hjólinu því ég hafði tekið eftir því í gær þegar ég var á ferðinni í bílnum að stígar voru ansi misjafnlega vel skafðir.
Á fyrstu myndinni er ég að ganga frá Hlemmi. Stígurinn þar er þröngur og líklega erfitt að koma moksturstækjum á hann, enda leit hann út eins og tæki hefði verið ekið um hann en ekkert endilega neitt skafið. Svo hafa moksturstæki sem skafa götuna ausið slabbi og salti yfir stíginn (nú er ég auðvitað bara að giska) sem gerði það að verkum að á stígnum var mikið slabb og erfitt að fótasig.
Þetta skánaði töluvert þegar komið var fram hjá Fíladelfíu, þar var betur skafið og ekkert slabb á stígnum, en hann var allt of þröngur og ekki gott að mæta öðrum gangandi, hvað þá hjólandi.
Ég sé eftir því að hafa ekki tekið mynd af gatnamótunum Laugavegur-Kringlumýrarbraut því þau voru hrikaleg. Virtust ekki hafa verið skafin og hraukar af slabbkenndum snjó.
En þegar yfir þau gatnamót var komið tók við draumur þess sem ferðast um borgina gangandi eða hjólandi. Þessi stígur var virkilega vel skafinn alveg að Glæsibæ. Þvergötur vandaðar og hvergi hrauk að sjá. Sá sem skafar þarna er greinilega fagmaður á sínu sviði. Þetta var unun að sjá.
Það sama má þó ekki segja um gönguljósin sem liggja frá þessum stíg yfir Suðurlandsbrautina. Eins og sést á myndinni hefur ekkert verið skafað.
En hérna tók ég mynd af því að svona ættu þessi gatnamót að vera að mínu viti. En í raun eru þau ekki svona, hér er farið fram af kantsteini og komið beint á kantstein hinu megin. Stígurinn sem sagt liggur í sveigju niður til vinstri beggja vegna við götuna. Það er galli að þeir sem hanna stígana virðast almenn ekki nota þá og hugsa meira um útlit en hagkvæmni. Þegar ég hjóla þessa leið þá er þægilegra fyrir mig að hjóla neðan við eyjuna, það er minni sving og sveigja í þeirri leið.
Hér er ég komin að gatnamótunum hjá Glæsibæ (sést í húsið sem Hreyfing er í og svo TBR húsið þarna hægra megin), en á þarna einmitt, undir öllum snjónum er stígur sem ég ætlaði að ganga eftir í áttina heim. En hann hefur bara ekkert verið skafinn!
Svo var það stígurinn meðfram Álfheimunum. Hann var almennt ágætlega mokaður, en svo komu bútar þar sem innkeyrsur á bílastæði og það eru leiðindasvæði.
Á fyrstu myndinni er ég að ganga frá Hlemmi. Stígurinn þar er þröngur og líklega erfitt að koma moksturstækjum á hann, enda leit hann út eins og tæki hefði verið ekið um hann en ekkert endilega neitt skafið. Svo hafa moksturstæki sem skafa götuna ausið slabbi og salti yfir stíginn (nú er ég auðvitað bara að giska) sem gerði það að verkum að á stígnum var mikið slabb og erfitt að fótasig.
Þetta skánaði töluvert þegar komið var fram hjá Fíladelfíu, þar var betur skafið og ekkert slabb á stígnum, en hann var allt of þröngur og ekki gott að mæta öðrum gangandi, hvað þá hjólandi.
Ég sé eftir því að hafa ekki tekið mynd af gatnamótunum Laugavegur-Kringlumýrarbraut því þau voru hrikaleg. Virtust ekki hafa verið skafin og hraukar af slabbkenndum snjó.
En þegar yfir þau gatnamót var komið tók við draumur þess sem ferðast um borgina gangandi eða hjólandi. Þessi stígur var virkilega vel skafinn alveg að Glæsibæ. Þvergötur vandaðar og hvergi hrauk að sjá. Sá sem skafar þarna er greinilega fagmaður á sínu sviði. Þetta var unun að sjá.
Það sama má þó ekki segja um gönguljósin sem liggja frá þessum stíg yfir Suðurlandsbrautina. Eins og sést á myndinni hefur ekkert verið skafað.
En hérna tók ég mynd af því að svona ættu þessi gatnamót að vera að mínu viti. En í raun eru þau ekki svona, hér er farið fram af kantsteini og komið beint á kantstein hinu megin. Stígurinn sem sagt liggur í sveigju niður til vinstri beggja vegna við götuna. Það er galli að þeir sem hanna stígana virðast almenn ekki nota þá og hugsa meira um útlit en hagkvæmni. Þegar ég hjóla þessa leið þá er þægilegra fyrir mig að hjóla neðan við eyjuna, það er minni sving og sveigja í þeirri leið.
Hér er ég komin að gatnamótunum hjá Glæsibæ (sést í húsið sem Hreyfing er í og svo TBR húsið þarna hægra megin), en á þarna einmitt, undir öllum snjónum er stígur sem ég ætlaði að ganga eftir í áttina heim. En hann hefur bara ekkert verið skafinn!
Svo var það stígurinn meðfram Álfheimunum. Hann var almennt ágætlega mokaður, en svo komu bútar þar sem innkeyrsur á bílastæði og það eru leiðindasvæði.
Hérna hefur moksturinn af bílastæðinu til vinstri farið yfir á gangstíginn og tækið sem mokaði stíginn ekki unnið á snjóhrúgunni.
Stígarnir eru sem sagt ansi misvel mokaðir og hreinsaðir. Sumir stígar eru í forgangi og er mokaðir fyrst, en vandamálið er að komast á þá. Hér er slóð á kort hjá Reykjavíkurborg sem sýnir forgang í snjóhreinsun stíga.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...