Einu sinni var ég stundvís og einu sinni var ég skipulögð.  Þetta virðist allt vera gufað upp.  Hjá mér ríkir svokallað skipulagt kaós.  Jú ég veit hvað hlutirnir eru - oftast og ég veit hvenær ég þarf að gera hitt og þetta, en kem mér yfirleitt ekki til þess fyrr en á síðustu stundu.
Í gær var síðasti dagur til að skila skattframtali.  Við hjónin höfum talað um það okkar á milli síðustu vikuna að drífa nú í þessu en fyrst í gær fórum við að draga fram skjölin sem til þarf og finna skattskýrsluna frá síðasta ári til að hafa upp á veflyklinum okkar.  Jú, jú þetta var svo sem allt á sínum stað nema hvað að veflykillinn virkar ekki!  Og hvað gerir maður þá?  Jú sækir um frest og nýjan veflykil.  En af hverju í ósköpunum erum við ekki löngu búin að þessu?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
 
- 
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
- 
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
- 
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
 
 
 
3 ummæli:
Spennufíklar
Úbbs var síðasti skiladagur í gær já hm..ég segi Helgu það og sjáum hvað gerist.
ég kannast svo vel við þetta að vera á síðustu stundu, ég virðist alveg leita það uppi!!
Geri semsagt ekkert í dag sem hægt er að gera á morgun... eða hinn...
Skrifa ummæli