27. desember 2007
Fimmtudagur 27. desember 2007.
Mætt til vinnu. Skrítin tilfinning, einhvernvegin eins og maður sé hér á vitlausum tíma. Svo mikil ró yfir öllu. Meira að segja klukkan gengur hægar.
22. desember 2007
18. desember 2007
Jólatónlistin
Þegar ég var lítil þá var það jólaplatan með Silfurkórinum sem kom manni í rétta jólastuðið. Þessi plata var alltaf spiluð fyrir jólin.
Þegar ég fór að búa sjálf átti ég ekki plötu með Silfurkórnum og hún var bara ekki fáanleg og einhvernvegin varð engin ein plata (gleisla eða vínil) sem tók við af Silfurkórnum sem svona aðal jólatónlistin.
En svo bökuðum við piparkökurnar á sunnudaginn og þá eru jólalögin að sjálfsögðu spiluð og þá kom í ljós að við eigum okkar piparkökubakstursjólalög. Þannig var að þegar Hrund var lítil þá tókum við upp á kasettur jólaplötu með Ómari Ragnarssyni og aðra með Hauk Morthens. Báðar kassetturnar eru merktar Hrund svo ég geri ráð fyrir að Eyrún hafi ekki verið fædd, þær eru því líklega síðan 1992 eða 3 mundi ég áætla. Þessar spólur fara aðeins í tækið við svona tækifæri eins og bakstur og skreytingar.
Okkur fannst við hreinlega ekki geta bakað piparkökurnar án þess að hafa þessa tónlist í tækinu og þá upphófst mikill hamagangur við að finna spólurnar. Gaman að uppgötva að við eigum ákveðna jólatónlist sem kemur manni í rétta jólaskapið.
Þegar ég fór að búa sjálf átti ég ekki plötu með Silfurkórnum og hún var bara ekki fáanleg og einhvernvegin varð engin ein plata (gleisla eða vínil) sem tók við af Silfurkórnum sem svona aðal jólatónlistin.
En svo bökuðum við piparkökurnar á sunnudaginn og þá eru jólalögin að sjálfsögðu spiluð og þá kom í ljós að við eigum okkar piparkökubakstursjólalög. Þannig var að þegar Hrund var lítil þá tókum við upp á kasettur jólaplötu með Ómari Ragnarssyni og aðra með Hauk Morthens. Báðar kassetturnar eru merktar Hrund svo ég geri ráð fyrir að Eyrún hafi ekki verið fædd, þær eru því líklega síðan 1992 eða 3 mundi ég áætla. Þessar spólur fara aðeins í tækið við svona tækifæri eins og bakstur og skreytingar.
Okkur fannst við hreinlega ekki geta bakað piparkökurnar án þess að hafa þessa tónlist í tækinu og þá upphófst mikill hamagangur við að finna spólurnar. Gaman að uppgötva að við eigum ákveðna jólatónlist sem kemur manni í rétta jólaskapið.
17. desember 2007
Og nú meiga jólin koma.
Piparkökurnar komnar í box. Bara eftir að skreyta með glassúr í öllum regnbogans litum en það gerist í dag.
14. desember 2007
Jólakort
Þegar veðrið er svona eins og það hefur verið eru skilyrði til móttöku á efni frá gerfihnöttum ekki upp á það besta. Í gærkvöldi eftir kveldmat gáfumst við fljótlega upp á að reyna að horfa á sjónvarpið og fórum að föndra.
Eyrúnu langað nú frekar út í sjnóinn en allar vinkonur voru uppteknar og ég var í engu svoleiðis stuði og Hrund er meidd á fæti. Svo allir voru píndir í föndrið (nema Elías auðvitað því hvað kann hann svo sem að föndra?).
En þetta varð svona bara ljómandi skemmtilegt hjá okkur. Það var drifið í jólakortagerð. Ég og Hrund framleiddum og Eyrún skrifaði í kortin ásamt því að teikna snjókarla sem prýða nokkur af kortunum. Við náðum að útbúa og skrifa næstum öll jólakort sem send verða í ár (vonandi er maður ekki að gleyma neinum). Ef þú færð ekki kort frá okkur, en gerðir ráð fyrir því þá er það bara af því að minnið hjá mér er orðið götótt.
Eyrúnu langað nú frekar út í sjnóinn en allar vinkonur voru uppteknar og ég var í engu svoleiðis stuði og Hrund er meidd á fæti. Svo allir voru píndir í föndrið (nema Elías auðvitað því hvað kann hann svo sem að föndra?).
En þetta varð svona bara ljómandi skemmtilegt hjá okkur. Það var drifið í jólakortagerð. Ég og Hrund framleiddum og Eyrún skrifaði í kortin ásamt því að teikna snjókarla sem prýða nokkur af kortunum. Við náðum að útbúa og skrifa næstum öll jólakort sem send verða í ár (vonandi er maður ekki að gleyma neinum). Ef þú færð ekki kort frá okkur, en gerðir ráð fyrir því þá er það bara af því að minnið hjá mér er orðið götótt.
13. desember 2007
Ný færsla
Einhverjir eru orðnir leiðir á rusaltunnumyndinni minni og farnir að kvarta undan því hástöfum. Ég segi nú bara ble við því, en kem samt með nýja færslu.
Er ekki einn farin að baka piparkökur fyrir jólin. Það hefur bara ekki fundist nógu langur tími til þess. Keypti samt allt í baksturinn um síðustu helgi. Kannski þetta hafist nú um helgina því eins og allir vita koma ekki jól fyrr en búið er að baka piparkökur a.m.k. einu sinni.
Er ekki einn farin að baka piparkökur fyrir jólin. Það hefur bara ekki fundist nógu langur tími til þess. Keypti samt allt í baksturinn um síðustu helgi. Kannski þetta hafist nú um helgina því eins og allir vita koma ekki jól fyrr en búið er að baka piparkökur a.m.k. einu sinni.
30. nóvember 2007
Fimmtudagsóveður
Skrítið hvernig hann fer alltaf að blása þegar nýbúið er að tæma úr ruslafötunum hjá mér. Þær viljan nefninlega fara á flakk þegar svoleiðis stendur á.
Hef núna 2x sett farg í tunnurnar og hefði þurft að gera það í gær líka en hafði ekki vit á því. Þetta hefur leitt til þess að tunnulokið af annarri tunnunni er farið veg allrar veraldar (er það ekki sagt svona annars?).
22. nóvember 2007
Paprikan mín
15. nóvember 2007
Áhugamál
Fór á foreldrafund í gærkvöldi. Það var hressandi. Langt síðan ég fór síðast á svona fund þar sem allir voru áhugasamir og flestir buðu sig fram til að gera eitthvað.
Við vorum með óskalista frá bekknum um það sem þau langar að gera. Á listanum var allt milli himins og jarðar t.d. Laser-tag, verslunarferð, jólaföndur, skautar, skíði ofl. en það sem vakti áhuga hjá mér var Origami sem er fremur óvenjulegt á svona lista. En það kveikti eitthvað hjá mér því ég hef alltaf haft gaman að því að fikta með pappír. Og þá fann ég þessa síðu, þarna eru allskonar pappírsfígúrur og sýnt hvernig á að búa þær til. Ég á eftir að prófa og veit þess vegna ekki hversu góðar útskýringarnar eru.
Ps. teljarinn í 5.499. Ert þú nr. 5.500?
14. nóvember 2007
Rannsóknir og mataræði.
Enn ein rannsóknin sem gengur þvert á það sem áður hefur verið sagt. Þetta stendur í Fréttablaðinu í dag:
"Fita í mat ekki hættulegust
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Rannsóknin, sem vísindamenn við háskólann í Lundi stýrðu, er byggð á rannsókn á mataræði og lífsstíl 28.000 Malmöbúa.
"Við höfum komist að því að fita í mat hefur ekki bein áhrif á kransæðasjúkdóma. Aftur á móti er það skortur á trefjum í fæðunni sem leiðir til slíkra sjúkdóma, hefur Politiken.dk eftir Margréti Leósdóttur, einum vísindamannanna að baki rannsókninni."
Nú veit ég ekkert um áræðanleika þessarar könnunar eða hvernig hún var framkvæmd eða á hvað löngum tíma. En finnst ykkur ekki magnað hvað svona rannsóknir geta stangast á?
Nú taldi maður það vera svo að búið væri að sanna sambandið milli fituáts og kransæðastíflu. Er þá eitthvað að marka þetta með góða og vonda fitu? Getur verið að það skipti mestu máli og sé best fyrir mann að borða fjölbreytt fæði og hreifa sig reglulega - eða á kannski eftir að sýna fram á það með rannsókn að þetta allt saman skipti ekki máli?
Ég sá þátt um feitasta mann í heimi. Hann var auðvitað ótrúlega feitur og gat varla hreyft sig, var ef ég man rétt rúmlega fertugur. Hafði ekki komið út úr húsi í 5 ár eða meira. Og ég gat ekki annað en hugsað hvernig stendur á því að þessi maður er enn á lífi? Því samkvæmt öllu því sem manni er kennt ætti ekki að vera hægt að lifa svona lífi án þess að deyja úr hjartaáfalli eða kransæðastíflu eða einhverju álíka.
"Fita í mat ekki hættulegust
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Það er ekki fitan í matnum, sem veldur kransæðasjúkdómum, heldur skortur á trefjaríkum ávöxtum og grænmeti. Að þessu er komist í nýrri sænskri læknisfræðirannsókn.
Rannsóknin, sem vísindamenn við háskólann í Lundi stýrðu, er byggð á rannsókn á mataræði og lífsstíl 28.000 Malmöbúa.
"Við höfum komist að því að fita í mat hefur ekki bein áhrif á kransæðasjúkdóma. Aftur á móti er það skortur á trefjum í fæðunni sem leiðir til slíkra sjúkdóma, hefur Politiken.dk eftir Margréti Leósdóttur, einum vísindamannanna að baki rannsókninni."
Nú veit ég ekkert um áræðanleika þessarar könnunar eða hvernig hún var framkvæmd eða á hvað löngum tíma. En finnst ykkur ekki magnað hvað svona rannsóknir geta stangast á?
Nú taldi maður það vera svo að búið væri að sanna sambandið milli fituáts og kransæðastíflu. Er þá eitthvað að marka þetta með góða og vonda fitu? Getur verið að það skipti mestu máli og sé best fyrir mann að borða fjölbreytt fæði og hreifa sig reglulega - eða á kannski eftir að sýna fram á það með rannsókn að þetta allt saman skipti ekki máli?
Ég sá þátt um feitasta mann í heimi. Hann var auðvitað ótrúlega feitur og gat varla hreyft sig, var ef ég man rétt rúmlega fertugur. Hafði ekki komið út úr húsi í 5 ár eða meira. Og ég gat ekki annað en hugsað hvernig stendur á því að þessi maður er enn á lífi? Því samkvæmt öllu því sem manni er kennt ætti ekki að vera hægt að lifa svona lífi án þess að deyja úr hjartaáfalli eða kransæðastíflu eða einhverju álíka.
13. nóvember 2007
Afmæli.
Já, enn og aftur er kominn afmælisdagurinn minn. Og aftur tekst fjölskyldunni minni að vekja mig með söng (þau vöknuðu kl. 6 til að vera á undan mér, takk fyrir) og afmælisgjöfum. Alveg frábært!
Hér eru nokkur viskubrot úr bók sem ég fékk frá stórabróður:
"Resist no temptation: A guilty conscience is more honorable than regret" - Anonymous
"Every now and then, a woman has to indulge herself" - Anonymous
"Ever notice that the whisper of temtation can be heard farther than the loudest call to duty?" - Earl Wilson
"I generally avoid temptation unless I can't resist it" - Mae West
"Everything tempts the woman who fears temptation" - French proverb
"Most people want to be delivered from tepmtation, but would like it to keep in touch" - Robert Orben
31. október 2007
Hversdagsmatur
Mig langar að biðja ykkur um að deila með mér uppskriftum að einföldum hversdagsmat.
Mín sérgrein er: Egg á brauði.
Hráefni: Egg, brauð, ostur, tómatsósa
Brauðið ristað (ekki of mikið), eggið spælt á pönnu, helst báðumegin en auðvitað eftir smekk. Ostur skorinn í sneiðar og settur á brauðið og eggið þar ofaná. Tómatsósu smurt yfir.
Fljótlegt, einfalt og alveg ágætis matur.
Lumið þið á einhverju svona einföldum en góðum mat? Endilega deilið með okkur hinum.
Ein góð minning af strætó.
Ég á eina góða minningu um strætó. Það var þannig þegar ég var í menntaskóla að þá gekk maður í og úr skólanum. Mig minnir að þetta hafi verið svona 15 mín labb og áætla að leiðin hafi verið rúmlega kílómeter.
Einn daginn var veðrið mjög slæmt, svona gamaldags óveður. Snjókoma, rok og auðvitað hálka svo varla var stætt á gangstéttunum. Ég var að labba heim úr skólanum og barðist á móti vindi, var ágætlega klædd en samt orðið kalt og eins og snjókarl vegna ofankomunnar. Þá gerist það að strætó stoppar við hliðina á mér og bílstjórinn býður mér far. Honum greinilega finnst ómögulegt að láta nokkurn mann ganga í þessu veðri og aumkvar sig yfir mig. Þetta var bara svo fallega gert af honum. Ætli svona strætóbílstjórar finnist enn í dag?
Einn daginn var veðrið mjög slæmt, svona gamaldags óveður. Snjókoma, rok og auðvitað hálka svo varla var stætt á gangstéttunum. Ég var að labba heim úr skólanum og barðist á móti vindi, var ágætlega klædd en samt orðið kalt og eins og snjókarl vegna ofankomunnar. Þá gerist það að strætó stoppar við hliðina á mér og bílstjórinn býður mér far. Honum greinilega finnst ómögulegt að láta nokkurn mann ganga í þessu veðri og aumkvar sig yfir mig. Þetta var bara svo fallega gert af honum. Ætli svona strætóbílstjórar finnist enn í dag?
27. október 2007
Mynd í Fréttablaðinu í dag
23. október 2007
22. október 2007
Eyrún er komin með nýtt blogg.
Kíkið á síðuna hennar og verið ófeimin að skrifa komment hjá henni.
Smellið hér til að hoppa beint á síðuna hennar.
Smellið hér til að hoppa beint á síðuna hennar.
21. október 2007
Gestabækur
Þær geta verið margskonar. Gestabókin í brúðkaupinu mínu og Elíasar var svolítið sérstök. Gestir skrifuðu nöfn sín á hvítt lín sem mér var gert að sauma út. Línið yrði síðar að dúk sem hægt væri að nota við hátíðleg tækifæri.
Það hefur nú gengið svona og svona að sauma þessi nöfn og nú 14 árum síðar eru enn rúmlega 30 nöfn eftir. En nú skal setja kraft í saumaskapinn og takmarkið er að ljúka við dúkinn fyrir 15 ára afmælið.
Var að ljúka við að sauma eitt nafn áðan og gleymdi mér í smá stund við að skoða nöfnin. Er fyrst núna að átta mig á því hversu skemmtileg þessi gestabók er.
20. október 2007
Skemmtilegur vinnustaður
Á þessu mikla flísatímabili sem er hér á heimilinu hef ég nokkrum sinnum skotist í Húsasmiðjuna til að kaupa ábót á flísar. Og þegar svoleiðis er keypt þarf að fara í vörumiðstöðina hjá þeim sem er staðsett í Holtagörðum.
Í fyrsta skiptið sem ég fór í vörumiðstöðina hitti ég fyrir fúlan starfsmann en eftir þann hafa allir verið glaðlegir og kátir og maður fær það sterklega á tilfinninguna að þetta sé skemmtilegur vinnustaður (hef örugglega hitt sérstaklega illa á þennan fúla). Starfsandinn virðist vera einstaklega líflegur og góður.
Mann langar að fara þarna aftur og aftur og aftur... eða allavega þá er þetta ekki einn af þessum stöðum sem mann langar helst aldrei að þurfa að koma á aftur
Annars ganga flísalagnir bara nokkuð vel og bráðum sér fyrir endann á þessu öllu saman. Draumurinn er að komast í sturtu heima hjá sér um næstu helgi.
Í fyrsta skiptið sem ég fór í vörumiðstöðina hitti ég fyrir fúlan starfsmann en eftir þann hafa allir verið glaðlegir og kátir og maður fær það sterklega á tilfinninguna að þetta sé skemmtilegur vinnustaður (hef örugglega hitt sérstaklega illa á þennan fúla). Starfsandinn virðist vera einstaklega líflegur og góður.
Mann langar að fara þarna aftur og aftur og aftur... eða allavega þá er þetta ekki einn af þessum stöðum sem mann langar helst aldrei að þurfa að koma á aftur
Annars ganga flísalagnir bara nokkuð vel og bráðum sér fyrir endann á þessu öllu saman. Draumurinn er að komast í sturtu heima hjá sér um næstu helgi.
12. október 2007
Er vinstri umferð í Reykjavík?
Skoðið þessa myndasýningu. Það er nákvæmlega þetta sem mig hefur langaði til að gera á þeim leiðum sem ég fer dags daglega. Taka myndir og benda á það sem þarf að laga til að auka öryggi hjólandi og gangandi vegfarenda í Reykjavík.
11. október 2007
Hjólað frahjá Hlemmi.
Að hjóla er góð skemmtun og líka heilsusamlegt, en ekki alltaf það öruggasta. Þá á ég við þegar ekki er gert ráð fyrir hjólandi umferð í gatnakerfi.
Sú leið sem um þessar mundir er vinsæl hjá mér að hjóla heim liggur framhjá Hlemmi. Þá er ég að fara frá vestri til austurs, eða frá vinstri til hægri á myndinni. Leiðin mín er merkt með fjólubláum deplum. Vandamálið er að það er ekki svo auðvelt að komast þessa leið og fara eftir umferðarreglum og hagkvæmnisreglum.
Hluti af leiðinni er bleikari en annar og er það vegna þess að á horni Laugavegar og Snorrabrautar er skilti við gangastéttina sem segir að umferð hjóla sé bönnuð. Auðvitað fer maður ekkert eftir því en það er samt að naga mig og pirra.
Eftir þann ólöglegabút er komð að Hlemmi sjálfum og þar er auðvitað nokkuð um gangandi fólk sem hugsar ekki út í að reiðhjól gætu átt leið framhjá og er því ávallt fyrir.
Aðrar leiðir eru að fara yfir Laugarveginn og beygja til hægri inn Hverfisgötuna (leið merkt grænum punktum á kortinu). En þar tekur ekki betra við. Jú það er smá gangstéttarbleðill vinstramegin við götuna sem nær alla leið, en hann er bara svo mjór að engin leið er að mæta nokkrum manni og síðan þröngar krappar beygjur fyrir horn sem eru mjög varasamar.
Hvað er þá eftir? Jú, hægt væri að fara til baka eftir að búið er að þvera Snorrabrautina á gönguljósum og hjóla inn Njálsgötuna (leið merkt gulum punktum á kortinu). Ekki er hægt að fara beint yfir götuna þar sem grindverk hamla för. En þá er farið í aksturstefnu og reglum nokkurnvegin fylgt. Þessa leið hef ég ekki prófað, því hvaða heilvita maður fer til baka??? Kannski ég prófi hana í dag og kem með komment um þá reynslu.
10. október 2007
Flísar
Fyrst voru teknar flísarna sem voru á veggjunum.
Síðan kom 3 daga þurrktímabil því veggirnir voru blautir
Eftir þurrktímabilið var borinn grunnur á vegginn og síðan einhverskonar þéttkvoða.
Og nú er þetta farið að ganga betur. Einn veggur orðinn þakinn flísum og sá næsti vel á veg kominn.
Síðan kom 3 daga þurrktímabil því veggirnir voru blautir
Eftir þurrktímabilið var borinn grunnur á vegginn og síðan einhverskonar þéttkvoða.
Og þá var loksins hægt að leggja flísar.
Hér er Elías að skafa allt það lausa í burtu, sem var nú sem betur fer ekki allur veggurinn, en nóg samt.
Og nú er þetta farið að ganga betur. Einn veggur orðinn þakinn flísum og sá næsti vel á veg kominn.
8. október 2007
Hitt og þetta
Ætlaði varla að trúa mínum eigin augum á leiðinni til vinnu í morgun. Sá hvorki fleiri né færri en 11 aðra hjólarar. Það er töluverður fjöldi á þessum árstíma og miðað við síðustu viku, bara ansi hreint margir. Það var örlítið frosthéla hér og þar á stígunum á leiðinni en sem betur fer engin óhöpp.
Til ykkar íslenskusénía. Af hverju segir maður "fraus" en ekki "frostnaði" ?
Dæmi: Það fraus í nótt.
Flísalagnir í sturtunni eru farnar að ganga ágætlega eftir afleita byrjun. Næstum einn heill veggur orðinn flísalagður og líklegast (vonandi) verður hægt að byrja á þeim næsta í kvöld.
Þetta hófst allt fyrir rúmri viku þegar flísarnar sem fyrir voru voru rifnar niður. Þá kom í ljós að veggirnir voru gegnsósa af vatni frá c.a mittishæð og niðurúr. Það tók 3 sólarhringa að þurrka veggina nægilega mikið til að hægt væri að grunna og mála á þá þéttiefni einhverskonar. Síðan voru fleiri þvælur og vesen sem drógu verkið aftur næstum á byrjunarreit.
En eins og sagði í upphafi þá er þetta loksins farið að ganga betur.
Til ykkar íslenskusénía. Af hverju segir maður "fraus" en ekki "frostnaði" ?
Dæmi: Það fraus í nótt.
Flísalagnir í sturtunni eru farnar að ganga ágætlega eftir afleita byrjun. Næstum einn heill veggur orðinn flísalagður og líklegast (vonandi) verður hægt að byrja á þeim næsta í kvöld.
Þetta hófst allt fyrir rúmri viku þegar flísarnar sem fyrir voru voru rifnar niður. Þá kom í ljós að veggirnir voru gegnsósa af vatni frá c.a mittishæð og niðurúr. Það tók 3 sólarhringa að þurrka veggina nægilega mikið til að hægt væri að grunna og mála á þá þéttiefni einhverskonar. Síðan voru fleiri þvælur og vesen sem drógu verkið aftur næstum á byrjunarreit.
En eins og sagði í upphafi þá er þetta loksins farið að ganga betur.
6. október 2007
3. október 2007
1. október 2007
Nóg að gera um helgina.
Fór í kórferðalag austur á land á laugardagsmorgun. Flogið til Egilsstaða og þaðan farið beint að skoða Kárahnjúkavirkjunina. Landslagið þarna er hrikalegt og fallegt í senn. En ekki skil ég hvernig starfsmenn og fjölskyldur þeirra hafa farið að því að halda geðheilsu þarna uppi á veturnar. Vinnubúðirnar eru á afskaplega hráslagalegu og drungalegu svæði. Myndin er af stærstu stíflunni af þremur. Kárahnjúkurinn sjálfur er til vinstri á myndinni og glöggir menn sjá tröllkerlingu sem hefur dagað uppi á leið í hellinn sinn.
Eftir að hafa séð bæði stíflurnar og stöðvarhúsið (fengum harðkúluhatta og skærgul vesti og skrifuðum undir að við værum þarna á okkar eigin ábyrgð) var farið aftur á Egilsstaði til að sækja nokkar kórfélaga sem komu með seinna flugi. Og síðan var ekið sem leið lá á Eskifjörð og að sjálfsögðu farið beint í kirkjuna til að prófa hljóminn og ýmislegt.
Þaðan var farið á Neskaupsstað þar sem kórstjórinn býr og bauð hann í kvöldmat. Það var ekið yfir Oddskarð í svarta þoku og mikill léttir að koma inn í göngin, sem eru einbreið en vel upplýst.
Kvöldið endaði síðan með akstri til baka yfir á Eskifjörð þar sem hluti kórsins svaf á gistiheimili.
Í gærmorgun vökuðum við í blíðskaparveðri. Sólin skein og umhverfið var töfrandi fagurt. Seinni myndin er af Eskifirði, tekin frá gistiheimilinu sem er rétt fyrir utan bæinn.
Þann daginn var sungið við messu og svo tónleikar.
Á meðan á þessu stóð hjá mér var Elías heima að rífa flísarnar af sturtuveggjum og gólfi. Þá kom í ljós að veggir og gólf voru gegnsósa af vatni og er verið að þurrka það upp núna áður en hægt verður að leggja nýtt lag af flísum þar á. Því fylgir raki og lykt sem hvorutveggja er fremur hvimleitt, en vonandi tekur það ekki of langan tíma.
29. september 2007
Snilldarfærsla.
Fann mjög svo skemmtilegt blogg og þessi færsla er alveg frábær. Verið ófeimin að kíkja.
27. september 2007
Rífandi gangur.
Mikil aukning í innlitum á bloggið mitt síðan ruslpóstbloggið var sett inn. Vanalega 2-5 innlit á dag en er komin með tæp 40 innlit á 3 dögum! Það er þreföldun á innlitum.
Gætu orðin "viagra" og "penis" haft eitthvað með þetta að gera? Ja, maður bara svona spyr.
Gætu orðin "viagra" og "penis" haft eitthvað með þetta að gera? Ja, maður bara svona spyr.
24. september 2007
Ruslpóstur gerir hann upp á milli kynja?
Hi Bjarney did you ever ask yourself is my penis big enough...
Svona hljómaði upphaf af ruslpósti sem ég fékk um daginn. Svo fæ ég af og til tilboð um viagra á góðum prís.
Er þetta nafnið mitt eða fá allir svona póst? (Þið vitið Barney - Bjarney)
Það var misskilningur í gamladaga þegar ég fór til systranna á Stykkishólmi eitt sumarið þannig að þær héldu að ég væri strákur og höfðu gert ráð fyrir mér sem strák. Var bara að velta fyrir mér hvort ruslpóstútsendarar væru að gera þessi sömu mistök.
Svona hljómaði upphaf af ruslpósti sem ég fékk um daginn. Svo fæ ég af og til tilboð um viagra á góðum prís.
Er þetta nafnið mitt eða fá allir svona póst? (Þið vitið Barney - Bjarney)
Það var misskilningur í gamladaga þegar ég fór til systranna á Stykkishólmi eitt sumarið þannig að þær héldu að ég væri strákur og höfðu gert ráð fyrir mér sem strák. Var bara að velta fyrir mér hvort ruslpóstútsendarar væru að gera þessi sömu mistök.
20. september 2007
19. september 2007
Verðmerkingar
Heyrði viðtal við formann félags verslunarrekenda á Akureyri (hann var titlaður eitthvað á þá leið). Verið var að velta fyrir sér verðmerkingum í búðargluggum á Íslandi og þá aðallega afhverju þær vanti á mörgum stöðum.
Taldi formaðurinn aðal ástæðu þess að verslanir verðmerktu ekki í búðargluggum væri sú trú að með því næðist að lokka fólk inn í búðina til að forvitnast um verðið.
Þetta finnst mér vera algjörlega út í hött. Þá sjaldan að ég fer í búðarráp þá yfirleitt sneiði ég framhjá þessum búðum einfaldlega vegna þess að í mínum kolli eru þetta dýrubúðirnar (og þá á ég við þessar rándýru með peysur sem kosta frá 15 þús).
Það hefur komið fyrir að ég í forvitni álpast inn í eina og eina óverðmerktabúð og þá er það yfirleitt eingöngu til að staðfesta þessa trú hjá mér.
Hvað finnst ykkur, hafið þið þessa tilfinningu líka með óverðmerktubúðirnar?
Taldi formaðurinn aðal ástæðu þess að verslanir verðmerktu ekki í búðargluggum væri sú trú að með því næðist að lokka fólk inn í búðina til að forvitnast um verðið.
Þetta finnst mér vera algjörlega út í hött. Þá sjaldan að ég fer í búðarráp þá yfirleitt sneiði ég framhjá þessum búðum einfaldlega vegna þess að í mínum kolli eru þetta dýrubúðirnar (og þá á ég við þessar rándýru með peysur sem kosta frá 15 þús).
Það hefur komið fyrir að ég í forvitni álpast inn í eina og eina óverðmerktabúð og þá er það yfirleitt eingöngu til að staðfesta þessa trú hjá mér.
Hvað finnst ykkur, hafið þið þessa tilfinningu líka með óverðmerktubúðirnar?
13. september 2007
Ísland - Norður Írland
Af því að ég trúi á og treysti okkar frábæru veðurfræðingum þá hjólaði ég ekki í vinnuna í gær sem leiddi til þess að ég tók strætó heim kl. 16.
Á biðstöðinni var allt krökkt af norður Írum sem voru meira en lítið í góðu skapi. Höfðu greinilega farið á pöbbinn og skemmt sér þar í nokkurn tíma, allavega nokkrir þeirra. Og það vildi ekki betur til en svo að þeir tóku sama vagn og ég. Og alla leiðina frá Lækjartorgi að Laugardalslaug (og strætó fer auðvitað ekki beinustu leið) sungu þeir stuðningslög og voru með kvatningarhróp. Það fól meðal annars í sér hopp, að standa upp, klappa saman lófum og berja í rúður.
Það má samt ekki misskilja það þannig að þeir hafi verið með skrílslæti beinlínis þ.e. þeir voru ekki að ógna okkur fáu íslensku hræðum sem voru í vagninum. Heldur var stemmingin hjá þeim svona gífurleg fyrir leikinn. Ég stóðst ekki mátið og tók upp svolítið af söngnum hjá þeim. En því miður hef ég ekki þá tækni að geta tekið upptökuna úr símanum mínum og sett inn hér, en áhugasamir geta haft samband og þá er aldrei að vita nema ég leyfi einum og einum að heyra.
6. september 2007
2. september 2007
Skagaströnd
Ein lagði kerling af stað á vit ævintýranna. Það var snemma morguns og nóttin hafði verið óróleg af völdum tilhlökkunar og kvíða því kerling hafði aldrei áður tekið sér sambærilegt ferðalag á hendur.
Nauðsynjum hafði verið pakkað daginn áður fyrir þriggja daga ferð. Aldrei þessu vant var ekki ofpakkað af aukafatnaði eða mat en það var af illri nauðsyn frekar er vilja. Hún kom töskunum tveimur, bakpoka og hliðartösku fyrir á farskjóta sínum. Bakpokinn í körfuna og hliðartaskan á bögglaberann og síðan hjólaði hún af stað.
Fyrsti hluti ferðarinnar var vel þekktur, um 5 km leið að umferðarmiðstöðinni þar sem langferðabíll tæki við kerlingu ef hún aðeins reiddi fram fé í óhóflegu magni – að því henni fannst. Kerling hafði hjólað þá leið oft og mörgum sinnum.
Að sjálfsögðu var hún mætt vel snemma til öryggis og þurfti að bíða nokkra stund áður en rétti langferðabíllinn birtist. En þegar hann loksins gerði það var bílstjórinn svo vænn að koma farskjóta hennar fyrir í farangursrými bifreiðarinnar og inn fór kerling og fann sér sæti. Fljótlega hófst annar hluti ferðarinnar en það var 4 klst ferð um landið ekið eftir þjóðvegi eitt að mestu með stoppum á um klst. fresti. Kerlingu leiddist ferðin ekki enda hafði hún bæði með sér SuDoKu bók og lesefni til að stytta stundirnar.
Á Blönduósi fór kerling út og tók farskjótann með sér því lengri átti ferðin ekki að vera með bifreið. Hefst hér þriðji og síðasti hluti ferðarinnar þann daginn. Eftir að hafa símað til þeirra sem biðu og þeirra sem skildir voru eftir var enn lagt af stað og nú á fáknum fríða. Fyrst var farið um 1 km leið meðfram þjóðvegi eitt, ekki langur spotti en að mestu upp í móti. Síðan tók við 21 km leið um svo til ókannaðar slóðir. Auðvitað hafði kerling farið þennan spota áður en aldrei á þessu farartæki. Gæti hún þetta? Hvað var hún búin að koma sér í? Enn og aftur lagði hún af stað með kvíða og tilhlökkun sem ferðafélaga.
Veðrið var fínt. Hitastigið mátulegt fyrir svona ferðalag, aðeins mótvindur en ekkert til að hafa áhyggjur af. Áætlaður ferðatími var einn og hálfur til tveir klukkutímar. Hafði þeim sem biðu verið gefin fyrirmæli um að leyfilegt væri að hafa áhyggjur ef kerling væri ekki komin á leiðarenda eftir tvær klst.
Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk vel að mestu leiti. Á leiðinni voru bæði langar og stuttar brekkur og þær lágu bæði upp og niður. Umhverfið var fagurt en kerling hefur nýlega uppgötvað einmitt hversu fagurt þetta land er sem hún býr á. Fyrstu 5 km voru erfiðastir en eftir það var fannst henni hún vera komin að mestu yfir mæði og þreytu í vöðvum.
Umferðin um veginn var meiri en hún hafði búist við. Í eitt skiptið þegar stór bíll kom á móti feykti vindurinn sem honum fylgir suðandi flugu í eyra kerlingar og festist hún í eyrnablöðkunni (ekki í hlustinni) og suðaði þar. Kerlingu brá mikið við þetta og var næstum dottin af reiðskjótanum en náði einhvern veginn að halda jafnvæginu og losa sig við fluguna.
Um miðja vegu tók hún sér smávægilega hvíld og fór út í vegkant. Tími var kominn til að gæða sér á nesti. Ummm þetta var yndislegt. Því hvað er betra en að sitja í okkar fallegu náttúru í fínu veðri? Eftir að hafa snætt örlítið af harðfiski, nokkra súkkulaðibita og drukkið hreint og gott vatn var kominn tími til að halda ferðinni áfram. Var kerlingu litið upp í hlíðina fyrir ofan sig og sér þar hóp af nautgripum sem standa í hnapp og stara öll á hana. Hún hlær með sjálfri sér að forvitni þeirra og fer að taka saman dótið sitt. Sér hún þá útundan sér að dýrin eru komin á hreyfingu og eru greinilega á leiðinni niður hlíðina í átt að henni. Hún er ekki alveg viss um að henni lítist svo vel á þetta lengur og fer aðeins að flýta sér með fráganginn og kemur sér upp á veg. Það er aðeins lítil ræfilsleg girðing sem skilur á milli hennar og þessara stóru klaufdýra. Um leið og kerling stígur upp á fák sinn eru fyrstu dýrin komin niður að girðingu og um leið og hún stígur pedalana fara dýrin að hlaupa og hún biður í hljóði að girðingin haldi. En engin ástæða var fyrir þessum áhyggjum þvi dýrin eltu eingöngu eins langt og girðingin leyfði.
Við Höskuldsstaði lenti kerling í hremmingum og þurfti að takast á við hræðslu sem hefur hrjáð hana frá barnæsku. Fyrst heyrist hundgá og síðan koma tveir svartir grimmilegir hundar hlaupandi niður eftir heimreiðinni. Hjartað fór á fullt, allir vöðvar spenntust upp og það eina sem komst að í kolli kerlu var að stíga pedalana eins hratt og líkaminn leyfði bara ef hún gæti losnað við þennan ófögnuð. Einungis annar hundurinn elti - eða hljóp með er réttara að segja því hann var við hliðina á hjólinu geltandi og beraði sínar beittu tennur. Að lokum gafst óargadýrið upp og yfirgaf kerlu og hjólfák hennar. Dálitlum spöl seinna taldi kerling sér vera óhætt að stoppa örlitla stund og jafna sig á þessari óþægilegu lífsreynslu.
Að lokum komst hún á leiðarenda. Henni fannst það dásamleg tilfinning að hjóla inn í litla bæinn og hitta þá sem biðu. Sæl og ánægð með að hafa látið gamlan draum rætast um að fara um langan veg á uppáhaldsfarartækinu. Þessum hluta ferðalagsins var lokið en við tók yndislegur og skemmtilegur tími. Móttökurnar voru að venju góðar og það sem eftir var degi var kjaftað, púslað, prjónað og fleira sem kerling og hennar gestgjafi hafa mjög gaman að. Prinsinn á heimilinu vék úr rúmi fyrir kerlu sem kunni vel að meta þægindin og svaf eins og engill sem var gott því næsti dagur beið með ný og spennandi ævintýri.
Nauðsynjum hafði verið pakkað daginn áður fyrir þriggja daga ferð. Aldrei þessu vant var ekki ofpakkað af aukafatnaði eða mat en það var af illri nauðsyn frekar er vilja. Hún kom töskunum tveimur, bakpoka og hliðartösku fyrir á farskjóta sínum. Bakpokinn í körfuna og hliðartaskan á bögglaberann og síðan hjólaði hún af stað.
Fyrsti hluti ferðarinnar var vel þekktur, um 5 km leið að umferðarmiðstöðinni þar sem langferðabíll tæki við kerlingu ef hún aðeins reiddi fram fé í óhóflegu magni – að því henni fannst. Kerling hafði hjólað þá leið oft og mörgum sinnum.
Að sjálfsögðu var hún mætt vel snemma til öryggis og þurfti að bíða nokkra stund áður en rétti langferðabíllinn birtist. En þegar hann loksins gerði það var bílstjórinn svo vænn að koma farskjóta hennar fyrir í farangursrými bifreiðarinnar og inn fór kerling og fann sér sæti. Fljótlega hófst annar hluti ferðarinnar en það var 4 klst ferð um landið ekið eftir þjóðvegi eitt að mestu með stoppum á um klst. fresti. Kerlingu leiddist ferðin ekki enda hafði hún bæði með sér SuDoKu bók og lesefni til að stytta stundirnar.
Á Blönduósi fór kerling út og tók farskjótann með sér því lengri átti ferðin ekki að vera með bifreið. Hefst hér þriðji og síðasti hluti ferðarinnar þann daginn. Eftir að hafa símað til þeirra sem biðu og þeirra sem skildir voru eftir var enn lagt af stað og nú á fáknum fríða. Fyrst var farið um 1 km leið meðfram þjóðvegi eitt, ekki langur spotti en að mestu upp í móti. Síðan tók við 21 km leið um svo til ókannaðar slóðir. Auðvitað hafði kerling farið þennan spota áður en aldrei á þessu farartæki. Gæti hún þetta? Hvað var hún búin að koma sér í? Enn og aftur lagði hún af stað með kvíða og tilhlökkun sem ferðafélaga.
Veðrið var fínt. Hitastigið mátulegt fyrir svona ferðalag, aðeins mótvindur en ekkert til að hafa áhyggjur af. Áætlaður ferðatími var einn og hálfur til tveir klukkutímar. Hafði þeim sem biðu verið gefin fyrirmæli um að leyfilegt væri að hafa áhyggjur ef kerling væri ekki komin á leiðarenda eftir tvær klst.
Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk vel að mestu leiti. Á leiðinni voru bæði langar og stuttar brekkur og þær lágu bæði upp og niður. Umhverfið var fagurt en kerling hefur nýlega uppgötvað einmitt hversu fagurt þetta land er sem hún býr á. Fyrstu 5 km voru erfiðastir en eftir það var fannst henni hún vera komin að mestu yfir mæði og þreytu í vöðvum.
Umferðin um veginn var meiri en hún hafði búist við. Í eitt skiptið þegar stór bíll kom á móti feykti vindurinn sem honum fylgir suðandi flugu í eyra kerlingar og festist hún í eyrnablöðkunni (ekki í hlustinni) og suðaði þar. Kerlingu brá mikið við þetta og var næstum dottin af reiðskjótanum en náði einhvern veginn að halda jafnvæginu og losa sig við fluguna.
Um miðja vegu tók hún sér smávægilega hvíld og fór út í vegkant. Tími var kominn til að gæða sér á nesti. Ummm þetta var yndislegt. Því hvað er betra en að sitja í okkar fallegu náttúru í fínu veðri? Eftir að hafa snætt örlítið af harðfiski, nokkra súkkulaðibita og drukkið hreint og gott vatn var kominn tími til að halda ferðinni áfram. Var kerlingu litið upp í hlíðina fyrir ofan sig og sér þar hóp af nautgripum sem standa í hnapp og stara öll á hana. Hún hlær með sjálfri sér að forvitni þeirra og fer að taka saman dótið sitt. Sér hún þá útundan sér að dýrin eru komin á hreyfingu og eru greinilega á leiðinni niður hlíðina í átt að henni. Hún er ekki alveg viss um að henni lítist svo vel á þetta lengur og fer aðeins að flýta sér með fráganginn og kemur sér upp á veg. Það er aðeins lítil ræfilsleg girðing sem skilur á milli hennar og þessara stóru klaufdýra. Um leið og kerling stígur upp á fák sinn eru fyrstu dýrin komin niður að girðingu og um leið og hún stígur pedalana fara dýrin að hlaupa og hún biður í hljóði að girðingin haldi. En engin ástæða var fyrir þessum áhyggjum þvi dýrin eltu eingöngu eins langt og girðingin leyfði.
Við Höskuldsstaði lenti kerling í hremmingum og þurfti að takast á við hræðslu sem hefur hrjáð hana frá barnæsku. Fyrst heyrist hundgá og síðan koma tveir svartir grimmilegir hundar hlaupandi niður eftir heimreiðinni. Hjartað fór á fullt, allir vöðvar spenntust upp og það eina sem komst að í kolli kerlu var að stíga pedalana eins hratt og líkaminn leyfði bara ef hún gæti losnað við þennan ófögnuð. Einungis annar hundurinn elti - eða hljóp með er réttara að segja því hann var við hliðina á hjólinu geltandi og beraði sínar beittu tennur. Að lokum gafst óargadýrið upp og yfirgaf kerlu og hjólfák hennar. Dálitlum spöl seinna taldi kerling sér vera óhætt að stoppa örlitla stund og jafna sig á þessari óþægilegu lífsreynslu.
Að lokum komst hún á leiðarenda. Henni fannst það dásamleg tilfinning að hjóla inn í litla bæinn og hitta þá sem biðu. Sæl og ánægð með að hafa látið gamlan draum rætast um að fara um langan veg á uppáhaldsfarartækinu. Þessum hluta ferðalagsins var lokið en við tók yndislegur og skemmtilegur tími. Móttökurnar voru að venju góðar og það sem eftir var degi var kjaftað, púslað, prjónað og fleira sem kerling og hennar gestgjafi hafa mjög gaman að. Prinsinn á heimilinu vék úr rúmi fyrir kerlu sem kunni vel að meta þægindin og svaf eins og engill sem var gott því næsti dagur beið með ný og spennandi ævintýri.
30. ágúst 2007
Uppskera
Tók upp kartöflur í dag.
Setti niður 11 kartöflur í vor. Uppskeran í dag taldist 71 stk. Þar af 11 grænar (kannski nýtt afbrygði) og 28 sem flokkast undir smælki.
Verð að viðurkenna að ég bjóst við meiri uppskeru, en þetta ætti að duga í 2 soðningar plús svo smælkið sem ætlunin er að sjóða í stutta stund og steikja síðan upp úr smjöri. Nammi-namm.
21. ágúst 2007
Eitt hræðilegt augnablik.
Mætti í vinnuna í gær eftir 2 og 1/2 vikna frí. Svo sem allt við það sama. Nema hvað að í eitt hræðilegt augnablik mundi ég ekki lykilorðið í tölvuna hjá mér.
Og hvað er maður án aðgangs að tölvunni?
Svo til öll vinnan fer fram í tölvu. Maður er næstum handalaus án hennar. En sem betur fer varði þetta ástand ekki lengi og lykilorðið læddist inn í huga minn og allt varð gott aftur.
9. ágúst 2007
Dagbækur
Ég hef haldið dagbók síðan ég var 9 ára. Svona var fyrsta færslan mín:
"Það er ekkert mjög gaman í dag mánudaginn 25 febrúar 1980 ég kelmdi mig á vísifingri og það var mjög sárt ég klemdi mig á bíl hurðini klukkan hálf ellefu. ég var að fara til þórhalls að sækja hann. pabbi og mamma Daði og ég
mamma sat undir mér alla leiðina heim og pabbi hélt á mér alla leiðina inn ég er 9 ára og 30 kíló. ég hef líka áður klemt mig á þumalfingrinumm í firra eða hitti firra þá klemdi ég mig á hægri hendini en núna á vinstri enn ég vona að ég klemmi mig ekki aftur."
Fyrstu dagbókina fékk ég líklegast í afmælisgjöf. Hún er klædd gallaefni, með vasa framaná og læst með lás. En lykillinn týndist einhverntíman svo ég endaði með því að klippa í sundur efnið sem hélt henni saman.
Síðan þá hef ég alltaf haldið dagbók. Þó ekki frá degi til dags, heldur bara svona þegar mig langar að skrifa. Ég hef notað bækurnar þegar ég er í leiðu skapi til að úthella sorgum mínum og létta á mér þegar illa hefur legið á mér. En líka til að segja frá skemmtilegum upplifunum og atvikum. Stundum gramsa ég til að finna gamla bók og les yfir gamla færslu. En bókina frá tímabilinu 15-17 ára hef ég ekki getað lesið. Þar er svo til ekkert nema sjálfsvorkun og geglgjuskrif. Ojbara. Kannski á ég eftir að fá meiri húmor fyrir sjálfri mér seinna og get þá lesið þetta.
Ég hlakka mikið til þegar ég eignast draumahúsið mitt því þá ætla ég að fá mér kistur til að setja þessar bækur í og fleiri gull. Í húsinu verður háaloft og þar verða kisturnar og allskonar skemmtilegir hlutir og hægt verður að gleyma sér við að skoða og gramsa.
"Það er ekkert mjög gaman í dag mánudaginn 25 febrúar 1980 ég kelmdi mig á vísifingri og það var mjög sárt ég klemdi mig á bíl hurðini klukkan hálf ellefu. ég var að fara til þórhalls að sækja hann. pabbi og mamma Daði og ég
mamma sat undir mér alla leiðina heim og pabbi hélt á mér alla leiðina inn ég er 9 ára og 30 kíló. ég hef líka áður klemt mig á þumalfingrinumm í firra eða hitti firra þá klemdi ég mig á hægri hendini en núna á vinstri enn ég vona að ég klemmi mig ekki aftur."
Fyrstu dagbókina fékk ég líklegast í afmælisgjöf. Hún er klædd gallaefni, með vasa framaná og læst með lás. En lykillinn týndist einhverntíman svo ég endaði með því að klippa í sundur efnið sem hélt henni saman.
Síðan þá hef ég alltaf haldið dagbók. Þó ekki frá degi til dags, heldur bara svona þegar mig langar að skrifa. Ég hef notað bækurnar þegar ég er í leiðu skapi til að úthella sorgum mínum og létta á mér þegar illa hefur legið á mér. En líka til að segja frá skemmtilegum upplifunum og atvikum. Stundum gramsa ég til að finna gamla bók og les yfir gamla færslu. En bókina frá tímabilinu 15-17 ára hef ég ekki getað lesið. Þar er svo til ekkert nema sjálfsvorkun og geglgjuskrif. Ojbara. Kannski á ég eftir að fá meiri húmor fyrir sjálfri mér seinna og get þá lesið þetta.
Ég hlakka mikið til þegar ég eignast draumahúsið mitt því þá ætla ég að fá mér kistur til að setja þessar bækur í og fleiri gull. Í húsinu verður háaloft og þar verða kisturnar og allskonar skemmtilegir hlutir og hægt verður að gleyma sér við að skoða og gramsa.
24. júlí 2007
Mikið geta draumar verið skrítnir.
Dreymdi í nótt að ég vaknaði af draumi þar sem mig hafði dreymt hana Gúndý-ömmu mína. Hún hafði komið til mín í drauminum og heilsað mér.
Svo allt í einu var hún komin (og nú var ég vöknuð í draumnum). En því var þannig háttað að ég bjó í hennar hluta af Kópavogsbrautinni. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt þar sem hún er jú dáin, en hún var sér greinilega ekki meðvituð um það. Svo ég og pabbi gáfum henni að borða og bjuggum um rúm fyrir hana. Pabbi meira að segja skenkti henni vín í glas, sem hún var hin ánægðasta með. En allan tíman var ég að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að segja henni þau tíðindi að hún væri dáin og ætti ekki heima hérna lengur.
Svo allt í einu var hún komin (og nú var ég vöknuð í draumnum). En því var þannig háttað að ég bjó í hennar hluta af Kópavogsbrautinni. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt þar sem hún er jú dáin, en hún var sér greinilega ekki meðvituð um það. Svo ég og pabbi gáfum henni að borða og bjuggum um rúm fyrir hana. Pabbi meira að segja skenkti henni vín í glas, sem hún var hin ánægðasta með. En allan tíman var ég að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að segja henni þau tíðindi að hún væri dáin og ætti ekki heima hérna lengur.
18. júlí 2007
Sprengdi mig í morgun
Á leið minni til vinnu var strákhvolpur sem hélt að hann gæti hjólað hraðar en ég. En ég sýndi honum það sko að það borgar sig ekki að abbast upp á Franey Praney þegar hún er á hjólinu og svoleiðis stakk hann af!!!
Atvikið átti sér stað þegar við biðum á ljósum við Sæbrautina. Hann var á undan mér af stað yfir götuna og inn á stíginn. En eftir nokkrar sekúndur fyrir aftan hann sá ég að hraðinn var aðeins undir mínum óska hraða svo ég tók framúr. En lögmálið er svoleiðis að ef þú tekur framúr þá verður þú að sýna að þér er alvara með framúrakstrinum svo ég hjólaði eins og vitleysingur - með vindinn í fangið og allt. En hann tók ekki framúr mér aftur svo ég vann!
Hinsvegar er ég eldrauð eins og karfi núna rétt ný komin í vinnuna og með þreytuverki í fótunum, en það er vel þess virði.
Atvikið átti sér stað þegar við biðum á ljósum við Sæbrautina. Hann var á undan mér af stað yfir götuna og inn á stíginn. En eftir nokkrar sekúndur fyrir aftan hann sá ég að hraðinn var aðeins undir mínum óska hraða svo ég tók framúr. En lögmálið er svoleiðis að ef þú tekur framúr þá verður þú að sýna að þér er alvara með framúrakstrinum svo ég hjólaði eins og vitleysingur - með vindinn í fangið og allt. En hann tók ekki framúr mér aftur svo ég vann!
Hinsvegar er ég eldrauð eins og karfi núna rétt ný komin í vinnuna og með þreytuverki í fótunum, en það er vel þess virði.
13. júlí 2007
RSS
Var að uppgötva þessa snilld.
Merki mér síður sem ég vil fylgjast með og get þá auðveldlega séð þegar menn hafa bætt einhverju nýju á síðuna sína. Sparar tíma og pirring yfir því að vera alltaf að kíkja á síður hjá fólki sem skrifar sjaldan.
Bætti tengli inn á síðuna hjá mér og það sem þarf að gera er að smella á og samþykkja að skrá sig (með einum smelli, ekkert að skrifa eða neitt). En það er líka hægt að skrá sig án þess að menn hafi þennan tengil.
Á takkaslánni hérna efst hjá mér er appelsínugulur takki sem ég get smellt á til að skrá "feed" eins og það kallast.
Síðan fer ég í uppáhaldstenglana mína (favorites) til að skoða hvort einhver hefur skrifað eitthvað nýtt og þá eru viðkomandi feitletraðir.
Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, það er svo gaman.
12. júlí 2007
Máfarnir á tjörninni
Mér blöskraði þegar ég skoðaði Fréttablaðið í morgun. Á forsíðu er mynd af fjölskyldu niðri á tjörn að gefa fuglunum brauð. Það vill þannig til að á myndinni sjást nokkrar dúfur og svo máfager á tjörninni sjálfri. Undir myndinni stendur eitthvað á þá leið að ekki sé ljóst hvað fólkinu gengur til með þessu háttarlagi (þá er líklegast átt við það að gefa máfunum brauð).
Þetta er farið að jaðra við ofsóknir. Ég sjálf fór síðast í gær niður að tjörn og þar voru bæði endur og svanir á tjörinni, þó svo ljósmyndarinn hafi verið svo "heppinn" að ná mynd án anda.
Svo er ég ekki sammála því að máfurinn megi ekki vera á tjörninni. Að mínu mati er þar fallegur fugl á ferð, með ótrúlega flughæfni. Það er gaman að fylgjast með honum á flugi og við lendingu. Einnig er gaman að gefa honum brauð. Hafið þið prófað að búta brauðið í marga litla mola og henda því svo upp í loftið? Við það fljúga máfarnir upp og grípa bitana á flugi. Það eina sem er hvimleitt við máfin eru hljóðin í honum. Hann hefur ekki fögur hljóð að mínu mati.
8. júlí 2007
Hjólað í veðurblíðunni
Mikið vildi ég óska að svona veður eins og var síðustu 2 vikurnar væri venjulegt sumarveður á Íslandinu okkar. Því hvað er dásamlegra en sól og hiti.
Ég og dömurnar mínar nýttum okkur góða veðrið um síðustu helgi til að hjóla inn í Kópavog til mömmu og pabba.
Þetta var alveg yndislegur hjólatúr sem tók u.þ.b. klst með stoppum hér og þar til að hvíla sig og njóta veðurblíðunnar.
Myndirnar segja fleira en mörg orð.
Ég og dömurnar mínar nýttum okkur góða veðrið um síðustu helgi til að hjóla inn í Kópavog til mömmu og pabba.
Þetta var alveg yndislegur hjólatúr sem tók u.þ.b. klst með stoppum hér og þar til að hvíla sig og njóta veðurblíðunnar.
Myndirnar segja fleira en mörg orð.
29. júní 2007
Símaskráin á pappírsformi
Óskaplega er hún nú úrelt greiið. Prófaði af ganni mínu að fletta aðeins í henni. Sjá hvort ég gæti fundið hana vinkonu mína sem býr úti á landi (já Inga það ert þú - og þú ert ekki í kránni).
Hef aldrei skilið af hverju þarf að skipta upp landinu í svæði. Það bara flækir málin. Betra væri að hafa alla í einni súpu og svo getur hvert svæði fyrir sig gefið út bækur af sínu svæði ef þeir vilja hafa það svoleiðis. Þoli ekki þá sjaldan ég þarf að fletta upp í þessari blessuðu bók að byrja á því að finna landsvæðið sem umræðir og svo þar undir bæinn/kaupstaðinn og þá loksins er hægt að leita eftir nafni.
Sem betur fer er til vefur sem heitir ja.is
Hef aldrei skilið af hverju þarf að skipta upp landinu í svæði. Það bara flækir málin. Betra væri að hafa alla í einni súpu og svo getur hvert svæði fyrir sig gefið út bækur af sínu svæði ef þeir vilja hafa það svoleiðis. Þoli ekki þá sjaldan ég þarf að fletta upp í þessari blessuðu bók að byrja á því að finna landsvæðið sem umræðir og svo þar undir bæinn/kaupstaðinn og þá loksins er hægt að leita eftir nafni.
Sem betur fer er til vefur sem heitir ja.is
28. júní 2007
Keðjuverkun (Critical Mass)
Rakst á þetta á bloggi sem ég skoða af og til. Ákvað að skella þessu hér inn.
Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:
Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.
Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.
Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.
Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:
Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.
Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.
Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.
27. júní 2007
Gamlir kunningjar
Fór fram hjá gömlum kunningja í gær morgun.
Þannig var að í nokkur ár hjóluðum við á móti hvort öðru á hverjum morgni. Þetta var þegar ég hjólaði alltaf Suðurlandsbrautina. Við vorum farin að heilsast svona á öðru ári (við Íslendingar erum ekkert of fljót að hleypa öðru fólki að).
Síðan kom að því að of margir voru farnir að hjóla þessa leið og kominn var tími til að finna aðra leið. Þá fór ég að hjóla Miklubrautina (eða dekkjasprengileiðina vegna allra glerbrotanna sem voru á þeirri leið). Það skemmtilega var að þessi kunningi minn, sem ég hef í mesta lagi sagt "Góðan daginn" við hafði greinilega fengið sömu hugmynd og var farin að hjóla þessa sömu leið. Svo enn hjóluðum við á móti hvort öðru og heilsuðumst.
Það kom svo að því eftir ótrúlega margar dekkjasprengingar að ég fékk nóg af umræddri leið. Á síðasta ári fór ég lang oftast Sæbrautina (5 km) og stundum Nauthólsvíkina (10 km, þegar ég er í extra góðu hjólastuði) eða Suðurlandsbrautina (4,5 þegar ég er löt) og ég man ekki til þess að hafa hjólað á móti manninum á síðasta ári.
En í gærmorgun var ég stemmd fyrir Miklubrautina og viti menn - þarna var hann. Við náðum hvorugt að átta okkur fyrr en akkúrat á þeirri sekúndu sem við mættumst, en það var eitthvað svo gaman að rekast svona á gamlan kunningja.
Þannig var að í nokkur ár hjóluðum við á móti hvort öðru á hverjum morgni. Þetta var þegar ég hjólaði alltaf Suðurlandsbrautina. Við vorum farin að heilsast svona á öðru ári (við Íslendingar erum ekkert of fljót að hleypa öðru fólki að).
Síðan kom að því að of margir voru farnir að hjóla þessa leið og kominn var tími til að finna aðra leið. Þá fór ég að hjóla Miklubrautina (eða dekkjasprengileiðina vegna allra glerbrotanna sem voru á þeirri leið). Það skemmtilega var að þessi kunningi minn, sem ég hef í mesta lagi sagt "Góðan daginn" við hafði greinilega fengið sömu hugmynd og var farin að hjóla þessa sömu leið. Svo enn hjóluðum við á móti hvort öðru og heilsuðumst.
Það kom svo að því eftir ótrúlega margar dekkjasprengingar að ég fékk nóg af umræddri leið. Á síðasta ári fór ég lang oftast Sæbrautina (5 km) og stundum Nauthólsvíkina (10 km, þegar ég er í extra góðu hjólastuði) eða Suðurlandsbrautina (4,5 þegar ég er löt) og ég man ekki til þess að hafa hjólað á móti manninum á síðasta ári.
En í gærmorgun var ég stemmd fyrir Miklubrautina og viti menn - þarna var hann. Við náðum hvorugt að átta okkur fyrr en akkúrat á þeirri sekúndu sem við mættumst, en það var eitthvað svo gaman að rekast svona á gamlan kunningja.
22. júní 2007
Er einhver sem veit...
Matjurtargarðurinn gengur glimrandi vel. Fengum okkur í gær salat með radísum og káli úr garðinum. Grænmeti bragðast alltaf best þegar maður ræktar það sjálfur.
En nú er spurningin. Á að hafa plastið yfir garðinum í allt sumar eða er kominn tími til að taka það af?
Nú eru kartöflugrösin vel sprottinn og farin að nálgast toppinn á "gróðurhúsinu" en gulræturnar eru ekki nærri tilbúnar þó grösin af þeim líti ágætlega út. Radísurnar eru eins og fyrr sagði lengra á veg komnar og kálið er alveg hægt að nota þó það eigi líklega eftir að stækka töluvert meira.
Er ekki einhver fróður þarna úti sem getur sagt mér til?
En nú er spurningin. Á að hafa plastið yfir garðinum í allt sumar eða er kominn tími til að taka það af?
Nú eru kartöflugrösin vel sprottinn og farin að nálgast toppinn á "gróðurhúsinu" en gulræturnar eru ekki nærri tilbúnar þó grösin af þeim líti ágætlega út. Radísurnar eru eins og fyrr sagði lengra á veg komnar og kálið er alveg hægt að nota þó það eigi líklega eftir að stækka töluvert meira.
Er ekki einhver fróður þarna úti sem getur sagt mér til?
15. júní 2007
7. júní 2007
Endurnýjun lagna
Það er svo skemmtilegt núna að verið er að klæða afrennslislögnina hjá okkur. Þetta hefur gengið svona upp og ofan. Aðalvandamálið er þó samskiptaleysi milli verktaka og verkkaupa.
Samþykkt var að fara í þessar framkvæmdir á húsfundi. Verð gefið upp og sagt að verktaki gæti hafið störf svo til strax. Einnig var tilkynnt að einn dag væri ekki hægt að nota vatn í búðunum því þann dag væri verið að blása n.k. hulsu inn í lögnina til klæðningar, en auðvitað fengjum við að vita það með fyrirvara.
Jú, jú gott og blessað. Það er ljóst að kominn var tími á þessar framkvæmdir. Lagnirnar voru í upphafi stíflaðar af möl, sem ver hreynsuð út til að hægt væri að mynda lagnirnar. Og sagt að ef ekkert væri aðgert mundu þær fyllast aftur með tíð og tíma.
En nú líður og bíður og ekkert gerist.
Síðan einn daginn hringja dæturnar í mig og er mikið niðri fyrir, verið er að grafa upp beðið okkar fyrir framan hús. Enginn látinn vita, bara mætt á staðinn og hafist handa.
Og þannig var það líka í gærmorgun, þegar einn nágranninn bankaði uppá og sagði að í dag ætti að klæða lögninga og ekki mætti nota vatn þann daginn! Þetta var um kl. 8.30, og fengum við hálftíma frest til að bursta tennur og annað nauðsynlegt áður en vatnsbannið tæki gildi.
Þetta var nú helst til of stuttur fyrirvari að okkar mati. En auðvitað viljum við að þessu verki ljúki sem fyrst svo við tuðum bara okkar á milli.
Í gær var mikill dagur. Hrund að ljúka grunnskólanum og um kvöldið var heljarinnar útskriftarveisla á vegum skólans í sal hér í hverfinu. Nýbygginging er ekki að fullu tilbúin til að taka við svona hófi. Hún fékk líka að vita að hún hefur fengið inngöngu í Klassísla listdansskólann næsta vetur. Við seldum hornsófann okkar (í gegnum Barnaland.is) og við flúðum húsið vegna vatnsbanns og fnyks af völdum þessarar lagnaklæðningar.
Fnykurinn er eitthvað í átt við bensínlykt, en bara ágengari. Og á endanum ákváðum við að ekki væri hægt að sofa í þessu og fengum að kúra á dýnum hjá tengdaforeldrunum.
Eitthvað bilaði hjá lagnamönnum í gær og þeir náðu ekki að ljúka verkinu, en ætla að koma í dag og vonandi gengur allt vel 0g við getum farið að lifa eðlilegu lífi aftur.
Samþykkt var að fara í þessar framkvæmdir á húsfundi. Verð gefið upp og sagt að verktaki gæti hafið störf svo til strax. Einnig var tilkynnt að einn dag væri ekki hægt að nota vatn í búðunum því þann dag væri verið að blása n.k. hulsu inn í lögnina til klæðningar, en auðvitað fengjum við að vita það með fyrirvara.
Jú, jú gott og blessað. Það er ljóst að kominn var tími á þessar framkvæmdir. Lagnirnar voru í upphafi stíflaðar af möl, sem ver hreynsuð út til að hægt væri að mynda lagnirnar. Og sagt að ef ekkert væri aðgert mundu þær fyllast aftur með tíð og tíma.
En nú líður og bíður og ekkert gerist.
Síðan einn daginn hringja dæturnar í mig og er mikið niðri fyrir, verið er að grafa upp beðið okkar fyrir framan hús. Enginn látinn vita, bara mætt á staðinn og hafist handa.
Og þannig var það líka í gærmorgun, þegar einn nágranninn bankaði uppá og sagði að í dag ætti að klæða lögninga og ekki mætti nota vatn þann daginn! Þetta var um kl. 8.30, og fengum við hálftíma frest til að bursta tennur og annað nauðsynlegt áður en vatnsbannið tæki gildi.
Þetta var nú helst til of stuttur fyrirvari að okkar mati. En auðvitað viljum við að þessu verki ljúki sem fyrst svo við tuðum bara okkar á milli.
Í gær var mikill dagur. Hrund að ljúka grunnskólanum og um kvöldið var heljarinnar útskriftarveisla á vegum skólans í sal hér í hverfinu. Nýbygginging er ekki að fullu tilbúin til að taka við svona hófi. Hún fékk líka að vita að hún hefur fengið inngöngu í Klassísla listdansskólann næsta vetur. Við seldum hornsófann okkar (í gegnum Barnaland.is) og við flúðum húsið vegna vatnsbanns og fnyks af völdum þessarar lagnaklæðningar.
Fnykurinn er eitthvað í átt við bensínlykt, en bara ágengari. Og á endanum ákváðum við að ekki væri hægt að sofa í þessu og fengum að kúra á dýnum hjá tengdaforeldrunum.
Eitthvað bilaði hjá lagnamönnum í gær og þeir náðu ekki að ljúka verkinu, en ætla að koma í dag og vonandi gengur allt vel 0g við getum farið að lifa eðlilegu lífi aftur.
1. júní 2007
Hjólafréttir
Fyrir ári síðan hófst tilraunaverkefnið "Að hjólin eru bílarnir - fyrir fullorðna". Þar sem þáttakendur skuldbundu sig til að fara alfarið eftir umferðarreglum á hjólfákum sínum.
Þetta var erfiðara en leit út í fyrstu. Að bíða á rauðu ljósi þegar engin umferð er á götunni virkar oft kjánalega þegar setið er á hjólfák, sérstaklega þegar aðrir hjólreiðamenn þeysa framhjá. Einnig uppgötvaðist það að sum ljós breytast ekki hversu lengi sem beðið er, nema bíll komi og bíði líka. Eins og þau ljós eru sniðug, fyrir bílaumferð þar sem umferð er róleg þá eru þau hundleiðinleg fyrir hjólreiðamann sem vill fara eftir umferðarreglunum.
Síðan er það þetta að hjóla ekki á móti einstefnu. Þetta er ómögulegt þurfi viðkomandi að fara fram hjá Hlemmi frá vestri til austurs. Þar þurftu þáttakendur ætíð að brjóta reglur leiksins.
Og nú þegar verkefnið er yfirstaðið er niðurstaðan sú að það borgar sig enganvegin fyrir hjólreiðamenn að fara eftir þessum reglum, nema við miklar umferðagötur. Og það að fara ekki eftir reglunum styttir hjólreiða tímann um 1 mín á hvern farinn km.
En þó er beygur í mönnum yfir því að með þessu sé verið að ala upp það að reglur meigi brjóta. Og í gærmorgun þegar vitnaðist að bíll fór yfir á rauðu ljósi þar sem engin önnur bílaumferð var á svæðinu gat hjólreiðamaðurinn ekki annað en hugsað; "Ætli ökumaðurinn sé hjólreiðamaður?"
Þetta var erfiðara en leit út í fyrstu. Að bíða á rauðu ljósi þegar engin umferð er á götunni virkar oft kjánalega þegar setið er á hjólfák, sérstaklega þegar aðrir hjólreiðamenn þeysa framhjá. Einnig uppgötvaðist það að sum ljós breytast ekki hversu lengi sem beðið er, nema bíll komi og bíði líka. Eins og þau ljós eru sniðug, fyrir bílaumferð þar sem umferð er róleg þá eru þau hundleiðinleg fyrir hjólreiðamann sem vill fara eftir umferðarreglunum.
Síðan er það þetta að hjóla ekki á móti einstefnu. Þetta er ómögulegt þurfi viðkomandi að fara fram hjá Hlemmi frá vestri til austurs. Þar þurftu þáttakendur ætíð að brjóta reglur leiksins.
Og nú þegar verkefnið er yfirstaðið er niðurstaðan sú að það borgar sig enganvegin fyrir hjólreiðamenn að fara eftir þessum reglum, nema við miklar umferðagötur. Og það að fara ekki eftir reglunum styttir hjólreiða tímann um 1 mín á hvern farinn km.
En þó er beygur í mönnum yfir því að með þessu sé verið að ala upp það að reglur meigi brjóta. Og í gærmorgun þegar vitnaðist að bíll fór yfir á rauðu ljósi þar sem engin önnur bílaumferð var á svæðinu gat hjólreiðamaðurinn ekki annað en hugsað; "Ætli ökumaðurinn sé hjólreiðamaður?"
25. maí 2007
Krapi og éljagangur er á Holtavörðuheiði.
Ekki alveg það sem óskað var eftir. Ætlaði mér norður í dag, en er komin á sumardekkin. Veðrið ekki beinlínis upp á það besta.
Vonandi batnar þetta þegar líður á daginn.
Nú fylgist maður grannt með þessari síðu.
23. maí 2007
Eplatréð mitt og Eyrúnar
Fyrir næstum 3 vikum síðan settum við Eyrún niður 6 eplasteina, 1 í hvern pott. Rúmri viku seinna var ekkert farið að gerast og ég læt Eyrúnu vita að tími sé kominn til að gefa þessa steina upp á bátinn. Eyrún er ekki sammála því og vill að við bíðum lengur, allavega fram yfir næstu helgi þar á eftir. Og viti menn á sunnudeginum sést í eitthvað lítið grænt í einum pottinum.
Svona var það 16.5.2007
Og tveimur dögum seinna, 18.5.2007
Og svo í dag.
Það er svo ótrúlegt að sjá hvað það vex hratt. Sé fyrir mér að bráðum verðum við komin með stórt og fallegt eplatré.
Svona var það 16.5.2007
Og tveimur dögum seinna, 18.5.2007
Og svo í dag.
Það er svo ótrúlegt að sjá hvað það vex hratt. Sé fyrir mér að bráðum verðum við komin með stórt og fallegt eplatré.
16. maí 2007
Auðkennislyklar
Jæja, þeir eru strax farnir að klikka. Mikið er ég núna sammála henni Svanhildi Hólm þar sem hún kvartar undan umræddum lykli. Ég hef sem betur fer ekki enn fengið mitt eintak fyrir minn persónulega banka, en nota þetta í vinnunni - bjakk, bjakk. Finnst þetta bara svo vitlaust.
14. maí 2007
Enn meira leikjanet.
Kann einhver að leysa þessa þraut? Ég var að verða vitlaus í gær við að reyna. Það sem á að gera er að tengja öll húsin við rafmagn, hita og vatn og meiga línurnar ekki skarast.
11. maí 2007
Vonbrigði
Á vef Orkuveitunnar er reiknivél sem reiknar út sparnað við að hjóla í stað þess að aka bíl. Þetta er sett upp í tengslum við Hjólað í vinnuna átakið sem er í gangi núna.
Að sjálfsögðu setti ég inn mína vegalengd og bíltegundina sem ég skil eftir heima. Og varð fyrir miklum vonbrigðum. Hélt ég væri að spara svo óskaplega mikið og eyða svo hrikalega miklum kaloríum. En í raun eru þetta ekki nema 130 kr (í bensínkostnað, ekki reiknað með öðrum rekstrarkostnaði við að eiga bíl) og 380 caloríur á dag.
Ég hélt þetta væri svo miklu, miklu meira í alla staði. Ég spara meiri pening á því að sleppa því að taka strætó!
Ég reiknaði út sumarið mitt frá byrjun maí til september loka og gerði ráð fyrir sumarorlofinu.
Sparnaður við að hjóla í stað þess að vera á bíl u.þ.b. kr. 10.000,-
Sparnaður við að hjóla í stað þess að taka strætó u.þ.b. kr. 20.000,- (græna- og gulakortið keypt því sumarið er frekar sundurslitið í ár).
Vá hvað það er dýrt að taka strætó.
Svo auðvitað held ég áfram að hjóla af því það er svo gaman og ég er að spara helling í strætókostnað.
Að sjálfsögðu setti ég inn mína vegalengd og bíltegundina sem ég skil eftir heima. Og varð fyrir miklum vonbrigðum. Hélt ég væri að spara svo óskaplega mikið og eyða svo hrikalega miklum kaloríum. En í raun eru þetta ekki nema 130 kr (í bensínkostnað, ekki reiknað með öðrum rekstrarkostnaði við að eiga bíl) og 380 caloríur á dag.
Ég hélt þetta væri svo miklu, miklu meira í alla staði. Ég spara meiri pening á því að sleppa því að taka strætó!
Ég reiknaði út sumarið mitt frá byrjun maí til september loka og gerði ráð fyrir sumarorlofinu.
Sparnaður við að hjóla í stað þess að vera á bíl u.þ.b. kr. 10.000,-
Sparnaður við að hjóla í stað þess að taka strætó u.þ.b. kr. 20.000,- (græna- og gulakortið keypt því sumarið er frekar sundurslitið í ár).
Vá hvað það er dýrt að taka strætó.
Svo auðvitað held ég áfram að hjóla af því það er svo gaman og ég er að spara helling í strætókostnað.
8. maí 2007
"Að vera út' að aka"
Ætti frekar að vera út' að ganga.
Gangandi vegfarendur eru almennt í sínum eigin heimi, þekki þetta af eigin reynslu. Hugurinn reikar, það fer lítil hugsun í athöfnina sjálfa -að ganga- og áður en maður veit af er hugurinn kominn á flug.
Bara þessi litla staðreynd ætti að vera nóg rök til að aðskilja göngu- og hjólastíga.
Á sumum stígum er reynt að aðskilja þetta tvennt með málaðri línu, en mjög algengt er að menn misskilji línuna og eru röngu megin (mikið til túristar hefur mér fundist, greinilega finnst þeim rökréttara að hjólandi umferð fái meira pláss).
Annað sem gerist þegar við göngum og erum í okkar eigin heimi, við svingum um gangséttina.
Það ætti ekki að blanda saman gangandi og hjólandi, bíður hættunni heim. Vonandi fáum við hjólastíga flótlega sem eru aðskildir frá gangandi umferð og bílaumferð (eða allavega þannig að bílar komist auðveldlega framhjá hjólandi umferð).
Og að lokum. Setti hraðamet á hjólinu í dag. Fór í 34,7 km/klst!
Gangandi vegfarendur eru almennt í sínum eigin heimi, þekki þetta af eigin reynslu. Hugurinn reikar, það fer lítil hugsun í athöfnina sjálfa -að ganga- og áður en maður veit af er hugurinn kominn á flug.
Bara þessi litla staðreynd ætti að vera nóg rök til að aðskilja göngu- og hjólastíga.
Á sumum stígum er reynt að aðskilja þetta tvennt með málaðri línu, en mjög algengt er að menn misskilji línuna og eru röngu megin (mikið til túristar hefur mér fundist, greinilega finnst þeim rökréttara að hjólandi umferð fái meira pláss).
Annað sem gerist þegar við göngum og erum í okkar eigin heimi, við svingum um gangséttina.
Það ætti ekki að blanda saman gangandi og hjólandi, bíður hættunni heim. Vonandi fáum við hjólastíga flótlega sem eru aðskildir frá gangandi umferð og bílaumferð (eða allavega þannig að bílar komist auðveldlega framhjá hjólandi umferð).
Og að lokum. Setti hraðamet á hjólinu í dag. Fór í 34,7 km/klst!
6. maí 2007
Garðurinn minn
Um síðustu helgi bjó ég mér til lítinn matjurtargarð. Það tók u.þ.b. 3 klst að rista upp grasið, grjót- og rótahreinsa og stinga upp moldina. Afraksturinn er beð sem er 100x300 cm að stærð (og töluverðar harðsperrur). Niður í beðið fóru 11 kartöflur, gulrótar- og blómafræ (til skrauts).
Það kom strax í ljós að ekki er nóg að raða steinum í kringum beðið til að forða því frá átroðningi. Svo í gær kíktum við hjónin í Garðheima og keyptum þetta líka svakalega fína míni-gróðurhús sem við settum yfir beðið eftir að búði var að raka það til, bæta við gulrótar-, radísu- og kálfræjum. Nú bíður maður spenntur eftir að allt fari að spretta.
Síðan keyptum við okkur safnkassa undir garðúrgang og svona hitt og þetta úr eldhúsinu. Hefði aldrei trúað því að þetta gæti verið svona gaman. Nú dundar maður sér við að setja ávaxtaafganga, kartöfluhýði og fleira matarkyns í dollu inni í eldhúsi og rölta svo með það af og til út í safntunnu.
4. maí 2007
Jæja Inga þú verður að svara og allir aðrir sem vilja líka.
1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik/ur?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik/ur?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
27. apríl 2007
Er ekki kominn tími á hjólafréttir?
Mætti ekki nema 3 hjólurum á leið minni í vinnuna í morgun og allir í mínu eigin hverfi. Frekar öfugsnúið því venjulega eru flestir niðri í miðbæ. En svona er lífið stundum á hvolfi.
Tókst í gær að leysa úr vanda sem hefur plagaði mig lengi. Þannig er að hnakkurinn á hjólinu mínu seig alltaf niður og stoppaði svo í ákveðinni hæð c.a. 5 cm neðar er æskilegt var. Í þessari lágu stöðu var hann pikkfastur, en í bestu stöðu var hægt að snúa honum í hringi og allt.
Svo í gær þegar ég pantaði tíma fyrir hjólið í uppherslu og almennt tékk (fékk tíma eftir 2 viikur, þetta er bara eins og að panta læknatíma) og sagði frá þessum vanda mínum var strákurinn sem ég talaði við ekki að skilja þetta, en minntist eitthvað á að herða á...
U.þ.b. hálftíma síðar kveiknaði ljós (maður á auðvitað ekki að segja frá þessu en mitt heilabú er bara ekki fljótvirkara en þetta). Þannig að þegar ég kom heim var verkfærakistan tekin fram og fundinn sexkantur í viðeigandi stærð og hnakkurinn festur í bestu stöðu. Tók ekki nema 5 mín. Af hverju í ósköpunum hafði mér ekki dottið þetta í hug? Búin að vera að bölsóta þessu í hverri einustu hjólaferð.
Þá er bara eftir að leysa vandann með bleytuna í hnakknum sjálfum. Það er nefninlega saumur aftan á honum sem hleypir regnvatni bæði inn og út. Hingað til hefur það verið leyst með plastpoka (eftir fyrsta rassbleytudag í vinnunni) en það er bara svo ljótt. Ef einhver veit um einfalt og gott ráð við þessu endilega látið mig vita.
24. apríl 2007
Ný regla í tungumálinu.
Legg til að ný regla verði sett í íslenskufræðin. Hún er sú að nöfn fyrirtækja séu undanskilin beygingum í tali og skrifi manna.
Til eru fyrirtæki eins og Spölur ehf og það er bara ekkert einfalt mál að beygja þetta nafn. Það er eitthvað afkárlegt við beygja fyrirtækjanöfn. Þó nöfnin beygist eðiliega. T.d. Margt smátt ehf. Ég var að tala við þennan eða hinn frá Mörgu smáu... það passar eitthvað svo illa.
Samkvæmt nýju reglunni þá verður þetta svona: "Ég var að tala við þennan eða hinn frá Margt smátt... "
Stundum þegar hlustað er á fréttir (eða aðra sem tala "rétt") áttar maður sig ekki strax á því hvaða fyrirtæki verið er að tala um þegar búið er að snúa nafninu eftir kúnstarinnarreglum tungunnar og afbjaga þannig nöfn þeirra.
Og hana nú. Að lokum legg ég til að ibbsilonið verðu tekið úr málinu líka til að létta mér lífið.
Kv. Bjarnei
Til eru fyrirtæki eins og Spölur ehf og það er bara ekkert einfalt mál að beygja þetta nafn. Það er eitthvað afkárlegt við beygja fyrirtækjanöfn. Þó nöfnin beygist eðiliega. T.d. Margt smátt ehf. Ég var að tala við þennan eða hinn frá Mörgu smáu... það passar eitthvað svo illa.
Samkvæmt nýju reglunni þá verður þetta svona: "Ég var að tala við þennan eða hinn frá Margt smátt... "
Stundum þegar hlustað er á fréttir (eða aðra sem tala "rétt") áttar maður sig ekki strax á því hvaða fyrirtæki verið er að tala um þegar búið er að snúa nafninu eftir kúnstarinnarreglum tungunnar og afbjaga þannig nöfn þeirra.
Og hana nú. Að lokum legg ég til að ibbsilonið verðu tekið úr málinu líka til að létta mér lífið.
Kv. Bjarnei
21. apríl 2007
Ahhhh...
Nú get ég andað léttar og þið hin líka. Þau undur og stórmerki gerðust að í dag keypti ég mér tvennar buxur hvorki meira né minna. Það er hin ótrúlega frábæra búð ZikZak sem á heiðurinn að því að hafa buxur í minni stærð og lengd og ekki nóg með það heldur er umrædd búð í göngufæri frá heimili mínu.
Það er ótrúlegt hvað framkvæmt er í dag.
Þetta er skemmtigarður rétt við Berlín í Þýskalandi. Þeir lofa að aldrei rigni og þar sem þetta er innandyra geta þeir líklega staðið við loforði. Hægt er að kaupa gistingu á staðum bæði í tjaldi (rúm í tjaldinu) og á hóteli. Er nokkuð annað en að skellasér. Þetta er heimasíðan þeirra.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...